Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 40
40 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Þorrablót á leikskólanum Sólbrekku: Börnin vilja gamla góða íslenska matinn ÞORRABLÓT Það var líf og fjör á leik- skólanum Sólbrekku á Seltjarnar- nesi í gær þegar orri hófst. Þegar blaðamann bar að garði mættu honum 26 litlir víkingar sem kjömmsuðu á þorramat af bestu lyst. „Við erum búin að bjóða upp á þorramat síðan leikskólinn opnaði eða í 22 ár,“ segir Anna Jóna Krist- jánsdóttir, deildarstjóri á Furu- lundi, þar sem elstu börn leikskól- ans eru. Það fylgja því ákveðin for- réttindi að vera á síðasta ári leik- skólans og fá börnin meðal annars að velja sjálf það góðgæti sem þeim þykir best. „Þau eru dugleg og sjálfbjarga og vita alveg hvað þau vilja,“ seg- ir Anna Jóna. Elstu börnin eru meðvituð um hvað þau leggja sér til munns enda hafa þau fengið að njóta góðgætisins frá því þau hófu skólagönguna. Á Sólbrekku er boðið upp á hrútspunga, lifrarpylsu, blóð- mör, hákarl, hangikjöt, harðfisk, hangikjöt, flatkökur, sviðasultu, rófustöppu og kartöflumús. Há- karlinn nýtur æ meiri vinsælda hjá ungu kynslóðinni. „Harðfiskurinn, hangikjötið og slátrið eru mjög vinsæl,“ seg- ir Anna Jóna. „Börnin vilja þennan gamla góða íslenska mat. Þau borða hann best. Fiski- bollur og kjötbollur eru til dæm- is alltaf vinsælar.“ ■ Einar Gylfi, 5 ára: Lasagne í uppáhaldi Einar Gylfi Harðarson er fimmára og hefur verið á Sólbrekku í tvö ár. Hann bjó áður í Danmörku og segist ekki minnast þess að þar hafi verið boðið upp á þorramat. „Ég borða allan þorramatinn, líka hákarlinn,“ segir Einar Gylfi en segir að honum finnist hákarlinn svolítið sterkur. „Mér finnst sviða- sultan, harðfiskurinn og flatkakan best.“ Einar Gylfi segist heldur ekki muna hvort hann hafi borðað svona mat heima hjá sér. Aðspurður hvað sé uppáhaldsmaturinn hans sagði Einar Gylfi: „lasagne“. ■ Hrafnhildur, 5 ára: Hákarlinn er líka góður Ég borða flatkökur, hangikjötið,harðfiskinn og hákarlinn,“ segir Hrafnhildur Kjartansdóttir, fimm ára nemi á Sólbrekku. Hrafnhildur hefur verið á Sól- brekku frá því að hún var tveggja ára en segist ekki alltaf hafa borð- að svona mat. „Mér finnst harð- fiskurinn bestur en hákarlinn er líka góður,“ segir Hrafnhildur. ■ SMJATTAÐ Á ÞORRAMAT Börnin á Sólbrekku voru hrifin af þorramatnum. Þau bjuggu sér til víkingahjálma í tilefni dagsins. UMSÖGN Kaffi 22, kennt við eigið hús-númer á Laugaveginum, hefur tekið stakkaskiptum og er orðið eitt besta kaffihús borgarinnar. Og ekki nóg með það. Í eldhúsinu stendur alvöru kokkur og galdrar fram rétti sem eiga það allir sameiginlegt að vera á lágmarksverði. Súpur á fimmhundruð kall og skemmtilega skreyttir ham- borgarar á sjöhundruð. Gerist ekki betra. Og servitrísunum finnst gaman í vinnunni. Af sem áður var þegar 22 var helsti samkomustaður samkyn- hneigðra í Reykjavík og maga- fyllin fólst í bjór. Nema hvað: Á efri hæðinni er enn stiginn trylltur dans fram á rauða nótt allar helgar. Þess virði að staldra við. Eiríkur Jónsson 22 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T G æ ð i á N e tt o v e rð i. .. P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 VIÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM GERÐUM OG BJÓÐUM BAÐINNRÉTTINGAR Á BOTNVERÐI 120 cm innrétting (5 skápar, höldur, ljósakappi með 3 halogenljósum, borðplata og spegill) Botnverð 59.900,- 90 cm innrétting (3 skápar, höldur, ljósakappi með 3 halogenljósum, vaskborðplata og spegill) Botnverð 65.900,- 150 cm innrétting (4 skápar, 2 hillur, höldur, ljósakappi með 3 halogen- ljósum, borðplata og spegill) Botnverð 72.900,- Við bjóðum einnig eldhúsinnréttingar, þvottahúsinnréttingar og fataskápa á frábæru verði ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERSLA Í FRÍFORM . . . HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari. „Ég er nýbyrjuð á Ferðinni til Rómar eftir Pétur Gunnarsson og Afródítu eftir Isabel Allende og hlakka mikið til að komast inn í þær báðar. Mér líst mjög vel á Ferðina til Rómar þó ég sé rétt byrjuð.“ BÆKUR Skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna, hef- ur fengið góða dóma þýskra gagn- rýnenda en hún kom út þar í landi ekki alls fyrir löngu. Gagnrýnandi Kölner Stadt-Anzeiger segir í gagnrýni sinni að Ólafur Jóhann hafi „meistaratök á listinni að gefa í skyn“. Í stórblaðinu Frank- furter Allgemeine Zeitung sagði að það væri eftirtektarvert að karlhöfundur skuli leggja sig svo mjög fram við að lýsa tilfinning- um aðalsöguhetjunnar Dísu. Gagnrýnandi Nürnberger Nachrichten ritaði: „Ólafur Jó- hann Ólafsson lýsir á næman hátt hvernig aðalsöguhetjan rekur gengin spor og hrífur lesandann með sér í ferðalag um fortíð hennar og fegurð heimkynna hennar á Íslandi.“ Í Pforzheimer Zeitung sagði að hér segði Ólafur Jóhann „sálfræðilega sannfær- andi sögu andspænis dramatísk- um sögulegum viðburðum, sem er spennandi og full af óvæntum uppákomum.“ ■ ÉG VANN BÓK- MENNTAVERÐLAUN NÓBELS. HVAÐA GLÆP FRAMDIR ÞÚ? Spyr rússneski rithöf- undurinn samfanga í Gúlaginu á þessari skopmynd sem birtist fyrst í St. Louis Post þann 30. október 1958. Teiknarinn og Pulitzer- verðlaunahafinn Bill Mauldin lést á miðviku- dag 81 árs að aldri. ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON Útgáfurétturinn á Slóð fiðrildanna hefur verið seldur til ellefu landa. Slóð fiðrildanna: Heillar þýska gagn- rýnendur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.