Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 34
OPNUN 14.00 Hlynur Hallsson, Finnur Arnar Arnarsson og Jessica Jackson Hutchins opna sýningar sínar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3. UPPLESTUR 15.00 Upplestur verður á vegum Ritlist- arhóps Kópavogs í Gerðarsafni. Magnús Bjarnfreðsson les úr drögum að nýrri bók sinni um Jón úr Vör. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. LEIKHÚS 16.00 Dýrlingagengið eftir Neil Labute í EGG-leikhúsinu. 20.00 Söngleikurinn Með fullri Reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. 20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Jón og Hólmfríður eftir Gabor Rasov á Nýja sviði Borgarleik- hússins. 20.00 Ginusögur - Vagina Monologu- es - Píkusögur á færeysku, dön- sku og íslensku á Þriðju hæð Borgarleikhússins. Leiksýning með kaffi og tónleikum. Eivör Pálsdóttir syngur. 21.00 Einleikurinn Sellófan eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. Hætt-a-Telja með Halla og Ladda í Loftkastalanum. SKEMMTANIR 17.00 Söngkeppni Samfés, samtaka fé- lagsmiðstöðva, verður í Laugar- dalshöllinni. Keppni stendur til 21.30. Stuðmenn halda uppi fjörinu í Sjallan- um á Akureyri. Í svörtum fötum spila á Broadway í kvöld. Hunang skemmtir á Players í Kópavogi. KGB er mættur aftur til leiks á skemmti- staðnum 22 við Laugaveg. Fyrstir koma fyrstir fá. Munið skírteinin. Teknóveisla á Grandrokk í kvöld. Plötu- snúðarnir Exos og Tómas T.H. láta gamminn geisa. Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri. ÚTIVERA 11.00 Farin verður fyrsta ferð af fjórum í raðgöngu Ferðafélags Íslands um fornar hafnir á Suðvestur- landi. Ætlunin er að skoða Álfta- nesið og hlýða á sögur heima- fólks af staðnum. Að lokum verð- ur farið á Sjóminjasafn Íslands í Hafnarfirði og safnið skoðað með leiðsögn. Lagt af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Heimkoma er áætluð um kl.15. MESSA 14.00 Ensk messa verður í Hallgríms- kirkju eins og jafnan síðasta sunnudags hvers mánaðar. Prest- ur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason og organisti Hörður Áskelsson. KVIKMYND 15.00 Kvikmyndin „Moskva trúir ekki á tár“ (Moskva slezam ne verit) verður sýnd í bíósal MÍR að Vatns- stíg 10. Myndin hlaut bandarísku Óskarsverðlaunin sem besta er- lenda kvikmyndin árið 1981. Enskur texti. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. TÓNLEIKAR 17.00 Tónleikar með léttri og skemmti- legri franskri tónlist í Norræna húsinu. Flytjendur eru Guido Baeumer á saxófón og Aladár Rácz á píanó. 17.00 Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Jón Sigurðsson leika á fagott og pí- anó í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés með stuttu spjalli á milli efnisat- riða. 20.00 Á Tíbrártónleikum í Salnum, Kópavogi, flytja sjö tónlistarmenn úr Caput-hópnum „Sögu dátans“ eftir Stravinskí og „Örsögur“ eftir Hafliða Hallgrímsson. Sögu- menn eru Felix Bergsson og Hafliði Hallgrímsson. 20.00 Tríó Reykjavíkur hefur fengið söngvarana Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur og Bergþór Pálsson til liðs við sig á tónleikum í Hafnarborg í kvöld. Boðið verður upp á Vínar- tónlist, sígaunatónlist og tónlist úr þekktum söngleikjum. LEIKHÚS 14.00 Benedikt Búálfur eftir Ólaf Gunn- ar Guðlaugsson í Loftkastalan- um. 14.00 Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe á Stóra sviði Borgarleikhússins. 14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 14.00 Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins. 34 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR 25. JANÚAR hvað? hvar? hvenær? SUNNUDAGUR 26. JANÚAR Milli draums og veruleika Jessica Jackson Hutchins, Hlynur Hallsson og Finnur Arnar Arnars- son opna í dag sýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Hlynur er frek- ar pólitískur í sínum verkum en Finnur treystir frekar á einlægnina. MYNDLIST Í dag verða opnaðar þrjár sýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Á neðri hæð Ný- listasafnsins sýnir Jessica Jackson Hutchins ljósmyndir og skúlptúra, en á efri hæðinni sýn- ir Finnur Arnar Arnarsson myndbandsverk og Hlynur Hallsson ljósmyndir, texta, myndbandsverk og fleira. Á sýningu Finns eru tvö myndbandsverk sem hann segir að myndi eina heild. „Þetta er um náunga sem ég kannast lauslega við og ástand hans í ýmsum myndum,“ segir Finnur og útskýrir síðan að þessi náungi sé hann sjálfur. „Ég hef verið að eiga svolítið við karlmanninn sem fyrirbæri og skoða það í samhengi við sam- tímann. Þetta snýst jafnframt svolítið um tímann og vanmátt- arkennd okkar gagnvart honum. Ég hef upp á síðkastið leyft mér að nálgast þetta efni með ein- lægum hætti. Um leið reyni ég að treysta því að það sem maður kann og þekkir og upplifir geti kannski höfðað til annarra.“ Finnur segist annars eiga erfitt með að lýsa þessu verki í orðum. Verkin sín séu sífellt að verða meira án orða. „En það opnar um leið ýmsar nýjar víddir. Þetta er svona ein- hvers staðar milli draums og veruleika. Þetta er í seinni tíð orðið miklu ljóðrænna hjá mér heldur en áður var.“ Í verkum Hlyns Hallssonar kveður hins vegar við nokkuð annan tón. Auk ljósmynda og texta hefur hann meðal annars verið að vinna með við- horfskannanir. „Ég held að Hlynur sé kannski svolítið pólitískari en ég,“ segir Finnur. „Hann hefur verið það nokkuð lengi.“ Sem kunnugt er verður Hlyn- ur í þriðja sæti á framboðslista Vinstri grænna í Norðaustur- kjördæmi. Hann hefur sömu- leiðis verið óhræddur að sýna verk með pólitískri skírskotun. Sýning hans í litlum bæ í Texas í sumar vakti heldur bet- ur uppþot þar í bæ. Hann hafði meðal annars skrifað á veggi sýningarsalarins að Bandarík- in, Bretland og Ísrael væru hinn sanni öxull hins illa og að George W. Bush væri fáviti. Eftir að reiðir bæjarbúar höfðu látið í sér heyra var ákveðið að byrgja glugga sýningarsalarins svo þessar yfirlýsingar blöstu ekki við blásaklausum vegfar- endum. gudsteinn@frettabladid.is ÓLÍKIR LISTAMENN Þótt þau þrjú séu frekar ólíkir listamenn segist Finnur telja að sýningar þeirra í Ný- listasafninu myndi býsna góða heild. Virtur franskur organisti leikur af fingrum fram: Harmónía í Hallgrímskirkju ORGELTÓNLEIKAR „Já, ætli megi ekki löggilda hann sem Íslands- vin. Daniel Roth var hér á ferð árið 1993 og lék þá með Mótettukórnum. Hann var ákaf- lega glaður að fá boð um að koma aftur,“ segir Hörður Ás- kelsson. Klukkan fimm á sunnudag verða orgeltónleikar í Hall- grímskirkju en þá mun franski organistinn Daniel Roth leika verk eftir Bach, Franck og Messiaen og fleiri. Auk þess mun hann flytja frumsamda tónlist og leika af fingrum fram. Enda þykir hann mikill spunasnillingur. „Daniel Roth er organisti við Saint Sulpice kirkjuna í París þar sem hann leikur á hið fræga Cavaillé-Coll orgel frá 1862. Við skulum athuga það að í hóp þessara Parísarorganista kom- ast ekki nema þeir allra frem- stu,“ segir Hörður og bendir á að meðal fyrirrennara hans séu engir aðrir en tónskáldin og virtúósarnir Charles-Marie Widor og Marcel Dupré. Daniel, sem er sextugur, er að sögn hrifinn af Klaisorgeli Hallgrímskirkju en tónleikarn- ir eru liður í hátíðarhöldum vegna 10 ára vígsluafmælis þess. „Já, þetta orgel er í stærsta klassanum og er barn síns tíma með sínum kostum og fáum göllum. Flestir eru ákaf- lega hrifnir af því hvernig org- elið og kirkjan spila saman. Þar ríkir mikil harmónía,“ segir Hörður. Klaisorgel Hallgrímskirkju er langstærsta hljóðfæri lands- ins, 15 metra hátt og 25 tonn að þyngd. Það er skipað 72 rödd- um sem raðast á fjögur hljóm- borð og fótspil. Orgelpípurnar eru alls 5275. Og við þennan mikla grip hafa margir af fræg- ustu organistum heims sest og látið óma Guði til dýrðar og mönnum til ánægju. ■ HÖRÐUR ÁSKELSSON OG DANIEL ROTH Vinirnir og organistarnir við risavaxið Klaisorgel Hallgrímskirkju en tónleikar Daniels Roth verða á sunnudaginn klukkan 17. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.