Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 30
Brilljant þjóð og yndislega öðruvísi Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur í seinni tíð skorað grimmt í könnunum um vinsældir stjórnmálamanna. Hann virðist vita hvað klukkan slær. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að segja Guðna holdgerving þjóð- arsálarinnar. „Þessi flóknasta þjóðarsál heimsins og tilfinningaríkasta?“ spyr Guðni og kemur nokkuð á óvart að hann segist ekki hafa velt þessum málum fyrir sér sem slík- um. Náttúrubarn í þeim efnum sem öðrum kannski. Það fer vel á því að gefa honum orðið: „Vorum að drepast úr fátækt fyrir hundrað árum. Í dag ein af fremstu þjóðum með góð lífskjör. Íslendingar hafa gríðarlegan verkáhuga. Eru alltmúligmenn, geta alla hluti, fjölhæfari en aðrir í vinnu og treysta sér vel. Verka- maðurinn á Íslandi er fjölfróður í samræðum um hin flóknustu vís- indi og menntamál. Menntamað- urinn er hins vegar mjög klár og góður handverksmaður. Íslend- ingar eru að því leyti suðrænir að þeir eru fljótir að gleðjast og reið- ast. Veðráttan hefur hert þessa þjóðarsál. Í reiðinni finnum við stundum brimið eða heljarvetrar- bil, eða eldgos í sálinni. Næsta andrá er blíður sólskinsdagur og sundin blá. Stóru orðin gleymd. Það eru öfgar í skapgerðinni en sem betur fer sjaldan lunti eða fýla. Genin frá víkingunum ein- kenna okkur enn þann dag í dag og stórbrotið að í flestum löndum eru brilljant Íslendingar að skera sig úr og ná árangri. En, léttleik- inn og sönggleðin eru hingað kom- in frá írsku gáfufólki. Athygli vekur að fljótt á litið virðast Ís- lendingar heiðnir. En, eru mjög trúaðir og bænheitir í koddann sinn á kvöldin. Og þegar ástvinir þjást. Ég trúi því að hin tilfinn- ingaríka íslenska þjóð sé svo brill- jant að fáar þjóðir standast henni snúning, að landið og fámennið hafi hert okkur og mótað svona yndislega öðruvísi.“ ■ 30 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR A uðvitað er erfitt að gefa heilli þjóð eðliseinkunn. Hæpið er að úrskurða alla Skota níska, Dani fyllibyttur, Þjóðverja óþægilega nákvæma, Norðmenn leiðinlega, Svía vandamálapakka og svo framvegis. Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður telur að Íslendingum sé í blóð borin mikil einstaklingshyggja. „En svo kemur til einhver minnimáttarkennd vegna smæðar og meirimáttarkennd vegna ímyndaðra yfirburða í gáfna- fari, annáluð höfðingjadirfska og síð- ast auðvitað, en ekki síst, að þjóðin hefur aldrei kunnað að fara með brennivín.“ Það eru því ýmsir sam- verkandi þættir sem einkenna Ís- lendinga og oft mótsagnakenndir. Verður að vera veglegt Svava Johansen verslunarmaður hlaut á dögunum viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri. Hún var aðeins sautján ára þegar hún stofnaði verslunina Sautján árið 1981. Spurð af hverju talan 17 sé svona algeng í tengslum við hana segir hún þetta skemmti- lega tölu og þá sjaldan hún komist í tæri við rúllettuborð leggi hún á þá tölu, sem kemur oft upp. Happatala. Og þar er kannski komið enn eitt þjóðarein- kenni, sem er getspeki og spila- gleði. En við erum að tala um flíkur. Svava hefur haft áhuga á föt- um frá blautu barnsbeini og gerir ráð fyrir því að þeim áhuga deili með henni landsmenn almennt. Og þróunin hefur verið mikil á þeim tíma sem hún hefur rekið verslun sína. „Þegar ég var að byrja voru miklu færri verslanir og bara miðbærinn sem verslunarkjarni. Þá voru algengar biðraðir við búðina þegar opnað var og nýjar vörur teknar fram. Þá var of lítið af verslunum miðað við fólks- fjölda. Nú er það eiginlega öfugt. Framboðið er meira en eftir- spurn miðað við það sem var og miklu meiri samkeppni.“ En áhugi á tísku eykst samt stöðugt og jafnvel svo að Svövu þykir nóg um þegar í hlut eiga ungar stúlkur sem hafa myndað sér afar ákveðinn smekk og horfa þá kannski ekki á neitt nema rán- dýr merki. „Það verður að vera eitthvað jafnvægi í þessu. En Ís- lendingar fylgjast almennt vel með tískunni og þá kannski eink- um kvenfólk í gegnum tískublöð og þætti. Yngri konur eru mjög mótttækilegar fyrir nýjum straumum. Það er jákvætt. Og svo fæðist alltaf á götunni sér- íslensk tíska. Eins og við náum að skapa eitthvað alveg sérstakt og líklega er það veðurfarið sem leikur þar aðalhlutverkið. Það sem búið er til á Ítalíu eða Spáni samræmist kannski ekki né Útnesja- mennska og heims- borgara- háttur Flestir hér á landi kunna að syng- ja lög Valgeirs Guðjónssonar. Hann segist ekki hafa nálgast sína tónlistarsköpun á þeim forsend- um að hún eigi að vera eitthvað séríslensk. „Þegar menn ganga í eigin smiðju, í það umhverfi sem þeir eru sprottnir úr og teygir sig aft- ur í aldir, þá kemur eitthvað sem við getum kallað íslenskt,“ segir Valgeir en bendir á, og ekki megi gleyma, að Íslendingar hafi ætíð verið undir miklum áhrifum frá öðrum þjóðum. Og hvað er þá ís- lenskt og ekki? „Þetta er einhver sérkennileg blanda af útnesjamennsku og heimsborgarahætti. Það gæti ver- ið skilgreining á sumu af því sem við teljum að geti talist sérís- lenskt.“ Valgeir segir að sönggleðin og mikilvirkt kórastarf sé ekki eitt- hvað sem Íslendingar geti eignað sér einir. Keltar bauli mikið, virkt kórastarf sé á Norðurlöndum og VALGEIR GUÐJÓNSSON: Púkalegir en samt töff. Það er svoldið íslenskt. JÓNA HRÖNN BOLLA- DÓTTIR MIÐBORGAR- PRESTUR „Bjartsýni á yfirborðinu, agaleysi og geðsveiflur vegna veðurfars.“ H va ð er í sl en sk ar a en a llt s em í sl en sk t er ? Fréttablaðið lagði í ferðalag og leitaði sjálfrar þjóðarsálarinnar – hvorki meira né minna. Hvað gerir Íslending að Íslendingi? Hvað getur talist séríslenskt? Páll Skúlason háskólarektor lét þess einhvern tíma svo getið, í tíma í Heimspekilegum forspjallsvísindum, að það þyrfti að taka gleraugun af nefi sér til að sjá þau. Fréttablaðið hlustar ekki á þá speki, ekkert glöggt er gests augað, heldur leitar til manna sem hrærast í umfjöllunarefninu með einum hætti eða öðrum. Þessi þjóð – þessi þjóð STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI: „Íslenskir karlmenn í glímubúningi.“ H va ð er í sl en sk ar a en a llt s em í sl en sk t er ? GUÐNI ÁGÚSTSSON: Það er landið og fá- mennið sem hefur hert okkur og mótað svona yndislega öðruvísi. SVAVA JOHANSEN Séríslensk tíska verður til á götunum og það er skemmtilegasta tískan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.