Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 9
9LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 Taktu Ford á rekstrarleigu Hafðu strax samband við ráðgjafa okkar og fáðu nánari upplýsingar um hagstæðu rekstrarleigu Brimborgar. Hlutverk okkar hjá Brimborg er að bjóða einstak- lingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu fyrir heimsþekkt merki sem skara framúr: Nú getur Brimborg boðið Ford Ranger 4x4 á einstaklega hagstæðum rekstrarleigukjörum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Settu öryggi og þjónustu ofar öllu öðru. Vertu í hópi með þeim sem vita hvað góð hönnun er – vertu í Ford hópnum; leigðu nýjan bíl frá Ford. Misstu ekki af tækifærinu. Komdu í Brimborg. Lausnin er í Brimborg – leigðu nýjan vinnuþjark frá Ford Br imborg Reykjav ík s ími 515 7000 • Br imborg Akureyr i s ími 462 2700 • B í lav ík Reykjanesbæ s ími 421 7800 • br imborg. is Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og tvílitur Smur- og þjónustuskoðanir eru innifaldar í leigugreiðslu Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði og er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Ford Ranger 4x4 frá kr. 36.922 án vsk. miðað við vsk-útgáfu á mánuði í 36 mánuði. Vertu á ný jum „Við hjá SÍF höfum það að markmiði að ná sífellt betri árangri í rekstri: Við völdum þess vegna Ford Ranger 4x4 frá Brimborg til marvíslegra starfa. Við lögðum upp með ákveðin atriði sem viðmið á þarfir okkar. Atvinnubílinn þurfti að vera: • Fjórhjóladrifinn • Með öfluga dísilvél • Öruggur í rekstri og með lága bilanatíðni • Vel hannaður og þægilegur fyrir starfsmenn Þægileg og örugg þjónusta var auðvitað skilyrði og Brimborg varð fyrir valinu. SÍF velur Ford B R IM B O R G / G C I I C E LA N D - G C I E R H LU TI A F G R E Y G LO B A L G R O U P Sigurður Jóhannsson Skelfing í steypiflugi Flugleiða: Hræðslan sat lengi í sumum farþegum FLUGÖRYGGI Flugstjóri og aðstoðar- flugmaður Flugleiðaþotunnar sem lenti í steypifluginu við Gardermoen-flugvöll fyrir rúmu ári unnu ekki saman eins og þeir áttu að gera samkvæmt starfsferlum. Þetta er niðurstaða Rannsóknar- nefndar flugslysa í Noregi. Eftir röð mistaka greip aðstoðar- flugmaðurinn loks í taumana og hrópaði á flugstjórann að þeir ættu að stefna vélinni upp á við. Með samstilltu átaki tókst þeim að forða vélinni frá brotlendingu á allra síð- ustu stundu. Flugstjórinn ræddi atburðinn við áhöfn sína eftir atburðinn en er átal- inn fyrir að hafa ekki ávarpað skelf- ingu lostna farþega sína þegar vélin var lent heilu og höldnu. Farþegarn- ir hafi ýmist verið æpandi eða á bæn á meðan á ósköpunum stóð. Norska flugslysanefndin segir að sumir þeirra hafi verið lengi að vinna úr þessari lífsreynslu. Far- þegarnir telji það vera vegna þess að þeir fengu engar upplýsingar. Lagt er til að Flugleiðir breyti starfsaðferðum sínum með þetta í huga. Það mun flugfélagið þegar hafa gert. ■ Gallað bremsukerfi: Innkalla Citroën NEYTENDUR Citroën hefur kallað inn bíla af gerðinni C3 vegna raka- myndunar í stjórntölvu ABS-kerfis- ins. Brimborg hf. segir sautján bíla af þessari gerð vera hérlendis. Eig- endur þeirra verði boðaðir með bíla sína til skoðunar og fái bíl til afnota á meðan. Í fáeinum tilfellum erlendis mun raki hafa komist í ABS-stjórntölv- una og gert ABS-kerfið óvirkt. Al- menna bremsukerfið er þó áfram virkt. Engin bilun mun hafa komið upp vegna þess á Íslandi þó raka- myndunar hafi orðið vart í einum bíl. Sá er í eigu Brimborgar. ■ ELDSVOÐINN FLÚINN Heimamenn notuðu báta sína til að flýja eldsvoðann sem braust út og eyddi stór- um hluta sjávarþorpsins Navotas á Filipps- eyjum. Flýðu eldinn á bátum sínum: Hundruð heimila eyðilögðust FILIPPSEYJAR, AP Þrír létust og hundruð heimila eyðilögðust þeg- ar mikill eldur kviknaði og breiddist út í sjávarþorpinu Navotas, norður af Manila á Fil- ippseyjum. Húsin í þorpinu eru byggð úr alls konar léttum efnum sem brenna auðveldlega. Það var því mikill eldmatur fyrir hendi þegar eldurinn kviknaði og hann breidd- ist hratt út. Heimamenn réðu lítið við eldinn og brugðu á það ráð að flýja burt á bátum og skektum. ■ Háskólanemi drepinn: Bræður berjast KALIFORNÍA, AP Átök milli tveggja bræðrafélaga í háskóla í San Jose í Kaliforníu enduðu með því að ungur maður var stunginn til bana á 23 ára afmælisdaginn sinn og fjórir særð- ust. Hóparnir tveir höfðu hist í al- menningsgarði í borginni síðla kvölds til þess að útkljá deilumál sem upp hafði komið nokkrum dög- um áður. Fljótlega kom til harðra átaka og voru margir háskólanem- anna vopnaðir hnífum og bareflum. Maður sem bjó í nágrenni við garðinn hringdi á lögregluna þegar hann varð slagsmálanna var en ungi maðurinn hafði þegar verið stung- inn þegar lögreglumenn bar að garði. Hann lést á sjúkrahúsi síðar um nóttina. Farið var með yfir 60 manns á lögreglustöðina til yfir- heyrslu en að sögn háskólayfirvalda er þetta í fyrsta sinn sem upp hafa komið vandræði í tengslum við þessi bræðrafélög. ■ Nýtt eftirlitskerfi: Klingir bjöllum VIÐSKIPTI Kauphöll Íslands mun fljótlega taka í notkun nýtt eftirlits- kerfi með viðskiptum í kauphöll- inni. Kerfið ber heitið SMARTS og gerir kauphöllum kleift að fylgjast með viðskiptum í rauntíma. Inn í kerfið hafa verið forritaðar bjöllur sem vekja athygli starfs- manna Kauphallarinnar ef ein- hverjar óvenjulegar hreyfingar verða í viðskiptakerfinu. ■ FLUGLEIÐAÞOTA Flugleiðir segjast þegar hafa breytt vinnu- brögðum sínum varðandi upplýsingar til farþega sem lenda í óvæntum aðstæðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.