Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 10
HANDBOLTI Landslið Katar tekur nú þátt í sinni fyrstu heimsmeistara- keppni. Fram til þessa hafa þjóðir á borð við Suður-Kóreu, Japan eða Kúvæt verið mest áberandi Asíu- þjóða á HM en nú er ný handbolta- þjóð komin á kortið. Katar komst óvænt inn í úrslita- keppni HM með því að lenda í öðru sæti í Asíukeppninni sem haldin var í Íran. Þar með var stigið stórt skref í handboltasögu þjóðarinnar. Katar hafði fram að því látið lítið að sér kveða í handboltaheiminum. Helst ber að nefna að ungmenna- landslið þjóðarinnar vann Arabíu- keppnina árið 1986 og árið 1992 lenti A-landsliðið í fjórða sæti Asíukeppninnar. Handboltaafrekin hafa því ekki verið mörg hjá þess- ari ríku arabaþjóð. Á fimmtudag gerðist aftur á móti merkur hlutur þegar Katar vann sinn fyrsta leik á HM frá upp- hafi með því að bera sigurorð af Áströlum 28:23. Þar með komst lið- ið í fjórða sæti B-riðils með tvö stig. Fyrstu tveir leikir Katar á HM voru hins vegar erfiðir. Fyrst tap- aði liðið fyrir heimamönnum í Portúgal með 31 marki gegn 21. Síðan mættu þeir Þjóðverjum og voru rótburstaðir 40:17. Svo sann- arlega ekki besta leiðin til að hefja þátttöku á HM. Katar náði aftur á móti að rífa sig upp gegn Áströlum og mun að öllum líkind- um berjast við Grænland um fjórða sætið í B-riðli og um leið sæti í milliriðlum. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að leikurinn í dag við Katar sé afar mikilvægur. „Eins og staðan er núna er þetta lykilleikur. Við þurf- um að klára hann til þess að sigur- inn gegn Portúgal nýtist okkur að fullu. Þess vegna þarf öll einbeit- ing okkar að fara í þennan leik en ekki eitthvað annað.“ Guðmundur segir að leikmenn Katar hafi ver- ið lengi að þvælast fyrir Portúgöl- um í fyrsta leik sínum í keppninni og því þurfi að fara í þennan leik af fullum krafti. Aðspurður hvort hann sé búinn að kortleggja lið Katar segir Guð- mundur að verið sé að vinna í því. „Við þurfum líka að skoða sjálfa okkur í leiðinni. Það var sumt sem gekk vel og annað ekki eins vel í leiknum í gær [fyrrakvöld]. Við byrjuðum gríðarlega vel en það vantaði stöðugleika í sóknarleik- inn. Við vorum of fljótir á okkur í nokkur skipti. Við þurfum að yfir- fara sóknarleikinn og fínpússa hann gagnvart því að Ólafur Stef- ánsson sé tekinn úr umferð.“ Guðmundur hefur fylgst vel með leikjum Katar á HM. „Þeir eru snöggir og spila yfirleitt framliggjandi vörn. Það eru mikil læti í þeim. Aðalatriðið í svona leikjum er að við séum tilbúnir í slaginn. Það þýðir ekkert annað en að mæta ákveðnir til leiks á móti svona liði.“ Af leikmönnum Katar segir Guðmundur af helst þurfi að var- ast vinstri skyttuna og miðju- mann liðsins, sem séu mjög góðir leikmenn. Á morgun klukkan 16.15 mætir Ísland svo Þjóðverjum, en það gæti orðið úrslitaleikur um efsta sæti B-riðils. Guðmundur vildi ekki tjá sig um þann leik og sagði að öll einbeiting íslenska liðsins færi nú í leikinn við Katar. freyr@frettabladid.is 10 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Íslenska landsliðið í handbolta mætir arabaríkinu Katar í fyrsta sinn í fjórða leik B-riðils á HM í dag. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að það séu læti í leikmönnum Katar. Lykilleikur Íslands gegn arabaríkinu Katar FÓTBOLTI Leikmenn þýska liðsins Hertha Berlin, sem Eyjólfur Sverrisson leikur með, hefja brátt leik að nýju í Bundesligunni eftir jólafrí. Til að stytta sér stundir ákváðu nokkrir leikmenn liðsins að lita hárið á sér rautt. Á mynd- inni má sjá frá vinstri Brasilíu- manninn Marcelinho, Marco Rehmer, Arne Friedrich og Stefan Beinlich brosa í átt að myndavél- inni með nýju hártískuna. Ekki fylgir sögunni hvort Eyjólfur hafi brugðið á sama ráð og félagar sín- ir. Fyrsti leikur Herthu eftir fríið verður gegn Borussia Dortmund í dag. Dortmund er í öðru sæti deildarinnar en Hertha í því ní- unda. ■ KATAR ÍBÚAR: 793.341 ÞJÓÐFÉLAGSHÓPAR: Arabar (40%), Pakistanar (18%), Íranar (10%), aðrir (14%) TRÚARBRÖGÐ: Múslimatrú (95%) HÖFUÐBORG: Doha STÆRÐ: 11.437 ferkílómetrar LEGA: Skagi í Mið-Austurlöndum á vesturströnd Persaflóa. Á landamæri að Sádi-Arabíu. NÁTTÚRUAUÐLINDIR: olía, gas og fiskur STAÐREYNDIR: Katar öðlaðist sjálf- stæði frá Bretlandi þann 3. septem- ber árið 1971. Þjóðin hefur miklar tekjur af útflutningi á olíu og gasi. Tekjur á hvert mannsbarn í landinu eru álíka miklar og hjá ríkustu þjóð- um Vesturlanda. Katar er fursta- dæmi. Amir Hamad bin Khalifa Al Thani hefur setið við völd frá árinu 1995 eftir að hann hrifsaði völdin af föður sínum. KATAR GEGN ÞÝSKALANDI Jan Olaf Immel, leikmaður Þýskalands, undirbýr skot í leik gegn Katar. Othma, leikmaður Katar, reynir að stöðva hann. Ís- land mætir Katar í dag og Þjóðverjum á morgun. Þess má geta að fyrrverandi landsliðsþjálfari Sádi-Araba í handbolta hefur sakað Katar og hinar tvær Asíuþjóð- irnar sem komust á HM, Sádi-Arabíu og Kúvæt, um að hafa mútað sér leið inn í keppnina. Þess vegna væru sterkustu handboltaþjóðir Asíu, Suður-Kórea og Jap- an, ekki á meðal keppenda í Portúgal. GUÐJÓN VALUR Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaðurinn sterki í íslenska liðinu, hefur staðið sig vel á HM. Hann er í 6. til 7. sæti yfir markahæstu menn keppninnar með 22 mörk. Leikurinn í dag við Katar hefst klukkan 17.15. ÚRSLIT Í B-RIÐLI Ísland-Portúgal 29:28 Þýskaland-Grænland 34:20 Ástralía-Katar 23:28 Grænland-Ísland 17:30 Ástralía-Þýskaland 16:46 Katar-Portúgal 21:31 Ísland-Ástralía 55:15 Þýskaland-Katar 40:17 Portúgal-Grænland 34:19 STAÐAN L S Þýskaland 3 6 Ísland 3 6 Portúgal 3 4 Katar 3 2 Grænland 3 0 Ástralía 3 0 ÍÞRÓTTIR UM HELGINA LAUGARDAGUR 12.15 Sýn Gillingham - Leeds 14.45 Stöð 2 Farnborough - Arsenal 16.35 Sjónvarpið HM í handbolta (Ísland-Kvatar) SUNNUDAGUR 12.45 Sýn Man. Utd. - West Ham 14.00 Ásvellir Handb. kv. (Haukar-ÍBV) 14.00 Víkin Handb. kv. (Víkingur-KA/Þór) 15.40 Sjónvarpið Ísland-Þýskaland 15.45 Sýn Crystal Palace - Liverpool 18.25 Sýn Shrewsbury - Chelsea 19.00 Egilshöll Rvk.mótið í knattsp. (ÍR-Fram) 20.00 Valsheimili Handb. kv. (Valur-Fylkir/ÍR) 20.00 Framhús Handb. kv. (Fram-FH) 21.00 Egilshöll Rvk.mótið (Víkingur-Fylkir) 23.00 Sýn NFL Superbowl 2003 RAUÐHÆRÐIR Félagarnir úr Herthu Berlin virðast vera sáttir við háralitinn. Leikmenn Herthu Berlin: Lituðu hárið rautt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.