Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 48
Skrýtið hvað gleraugu verðasamofin persónu þess sem þau ber. Svona eins og afkvæm- in. Órjúfanlegur þáttur. Munur- inn á gleraugum manns og börn- um er hins vegar sá að maður getur ráðið hvernig gleraugun líta út. Ekki öfugt. Hitti gler- augnasala um daginn sem var mér innilega sammála. Og rúm- lega það. Gleraugnasalinn vildi nefni- lega hrinda af stað landssöfnun til að kaupa ný gleraugu handa forsetanum. Sagði Ólaf Ragnar búinn að vera með sömu gler- augun svo áratugum skipti. Kannski ekki sömu gleraugun en alltaf sömu týpuna. Í raun at- hyglisvert því forsetanum er umhugað um eigið útlit eins og sjá má á smekklegum klæða- burði hans og fasi. Gleraugun hafa hins vegar setið á hakanum. Gleraugu forsetans eru þeirr- ar gerðar sem voru í tísku fyrir 20 árum og sjást nú hvergi nema í Austur-Evrópu. Þetta eru gler- augun sem Michael Caine var með í Alfie. Og það er langt síð- an. Annar gleraugnasali benti mér á að forsetinn væri heims- maður sem færi víða og þó gler- augun hans væru ekki í tísku hér heima þá gætu þau þótt flott er- lendis. Bandaríkjamenn væru til að mynda með miklu stærri gler- augu en Íslendingar. Kínverjar væru svo með gleraugu yfir hálft andlitið eins og sást á Kína- forseta þegar hann kom hingað í fyrra. Þetta væri því afstætt. Ef og þegar þjóðin tekur ákvörðun um að kaupa ný gler- augu á forseta sinn mætti taka fleiri í hópinn. Menntamálaráð- herra er enn með gleraugu frá Oliver Peoples sem hálf þjóðin var með fyrir tíu árum en flestir hafa lagt á hilluna. Þau eru hringlótt og gera menn gáfulega. En menntamálaráðherra þarf ekki á því að halda. Hann talar frönsku gleraugnalaus. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra var með eins gleraugu fyrir nokkrum misserum en þau pöss- uðu ekki á hann. Voru hálf uppi á enni. Hann skipti þeim út eftir að hafa verið bent á það í blaða- grein. Er miklu betri eftir en áður. Held að forsetinn yrði það líka. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 www.ikea.is 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni Gleraugu Bakþankar Eiríks Jónssonar ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 19 98 6 1. 20 03 Allt á sinn stað Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 (( KASSETT kassi 2 stk. BRANÄS karfa 990 kr. 990 kr.1.990 kr. 1.450 kr. 890 kr. 590 kr.490 kr. 590 kr. LINNAN skápur/stk. SKUBB rúmkassi SKUBB þvottakarfa VÅXTORP kassi/2 stk. HÅBOL kassi/2 stk. MÅRD kassi/stk. Snjallar lausnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.