Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 8
8 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS LEIÐRÉTTING Kárahnjúka- virkjun Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur skrifar: Ítilefni af að ráðgert er að gerastórvirkjun við Kárahnjúka: Engum er akkur í slíku, að öræfunum sé sökkt, nema nærsýnni klíku, og náttúrlega þeim ríku, sem hafa á heilanum slökkt! Slepptu flér! 2 fyrir 1* af öllum útsöluvörum *fiú borgar a›eins fyrir d‡rari vöruna. Tilbo›i› gildir til sunnudagsins 26. janúar 2003. Smáralind • Lækjargötu 2a 522 8383 • 561 6500 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O P 1 99 32 01 /2 00 3 Ég get ekki á mér setið að svaragrein heilbrigðisráðherra sem birtist í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir þeirri þörf sem er fyrir róttækar breyt- ingar í íslenska heilbrigðiskerf- inu. Rekstri þess má líkja við fjós sem er orðið óstarfhæft vegna þess að enginn mokar flórinn en sífellt er verið að bæta inn belj- um. Hæstvirtur heilbrigðisráð- herra stendur í flórnum og mokar sig lengra niður í holuna í stað þess að moka út úr fjósinu. Í grein sinni í Fréttablaðinu kastar hann uppmokstrinum í alla sem trúa á einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og ýjar að fégráðugum aðilum sem ætli sér að gera það að fé- þúfu. Vestrænar þjóðir hafa sann- reynt að einkarekstur er hag- kvæmur. Þar fjárfesta einkaaðilar í húsnæði, tækjakosti og rekstri sem þá sparast ríkinu og ekki nema eðlilegt að í staðinn fái þess- ir aðilar eðlilegan arð. Peningum ríkisins sem ella væri varið í steinsteypu og tækjakost er þá fremur varið til að veita fleirum þjónustuna og stytta biðtíma. Sú stefna að einkarekstur eigi ekki rétt á sér í þessu kerfi framsókn- arflokksins hefur orðið til þess að ekki hafa verið sett lög til að tryggja eðlilegan aðskilnað og jafnræði ólíkra rekstrarforma. Þróunin hefur því orðið sú að við sitjum uppi með verstu gerð einkarekstrar, þ.e. í leynilegum starfssamningum, oft samofnum opinberum rekstri, jafnvel í laun- uðum vinnutímum hins opinbera sem oft ber að auki rekstrarkostn- að þessara einstaklinga. Heilbrigðisráðherra hryllir við kröfum um arðsemi í einkarekstri en slíkur rekstur ætti að lúta ná- kvæmlega sömu lögmálum og annar rekstur. Rekstur þarf gæði, hagkvæmni og góða stjórnun. Hingað til hefur opinbera heil- brigðiskerfið vaxið stefnulaust í allar áttir, byggðar eru heilu byggingarnar sem standa svo auð- ar og fá ekki fjárveitingu til rekstrar eða fagfólk til starfa. Sí- auknu fé er ausið í dýrari með- ferðarúrræði meðan ódýrari lausnir svelta. Hátæknisjúkrahús- in eru yfirfull og losna ekki við sjúklinga sem ekki þurfa að vera þar. Heilsugæslustöðvar skortir heimilislækna og unglæknar forð- ast að sérhæfa sig á sviði heimilis- lækninga vegna þess að stéttinni er haldið í herkví annarra reglna en öðrum býðst. Heimilislæknar sem opna sín- ar eigin stofur hafa orðið að gera það án allrar niðurgreiðslu á þjón- ustunni. Hvar er réttur neytand- ans? Hann er sjúkratryggður eins og aðrir þjóðfélagsþegnar og ætti að eiga rétt á sömu niðurgreiðslu og aðrir. Hvernig væri að ríkið gætti þess að hafa jafnræði meðal þegna sinna hvar svo sem þeir sækja þjónustu? Eðlilegt og óheft rekstrarumhverfi heilbrigðis- kerfisins kemur neytandanum alltaf best. Það tryggir eðlilegt flæði, framboð og samkeppni. Ráðherra stendur ógn af því að þeir sem eigi peninga greiði fyrir sig sjálfir utan aðgerðakvóta. Þeir mega nefnilega eiga peninga, bara ekki nota þá í það sem skipt- ir mestu máli, þ.e. heilsuna. Þeir sem vilja kaupa sér slíka þjónustu verða að fara út fyrir landstein- ana og eyða þessum peningum þar. Mér persónulega er ósárt að þurfa ekki að niðurgreiða þjón- ustu fyrir einhvern sem hefur efni á henni sjálfur. Tími er pen- ingar og á meðan fólk er óvinnu- hæft kostar öll bið atvinnurekend- ur, einyrkja, heimilin og ríkissjóð mikla peninga. Slæmt ástand verður ekki betra bara vegna þess að allir sitja svo glaðir í sömu súp- unni og fagfólkið er svo vel menntað. Það er til nóg af peningum í heilbrigðiskerfinu. Því er bara hræðilega illa stjórnað. Eftirliti með rekstri hefur verið ábóta- vant, eigandi fjármagnsins í of mikilli fjarlægð frá starfseminni og ráðgjafarnir hafa oft of mikilla hagsmuna að gæta. Hagkvæmar lausnir eru ekki uppi á borðum þegar einungis er sýn á opinberan rekstur. Hvar er þarfagreiningin, hlutlausu rekstrarfræðingarnir, áætlanagerðirnar og skipulagða eftirlitið? Hvenær á að moka flór- inn? Beljurnar halda nefnilega áfram að skíta. Ég vil því biðja heilbrigðisráð- herra að endurskoða afstöðu sína og vil að lokum taka mér í munn mæt orð og segja við hann: „Ef þú ert kominn niður í djúpa holu, hættu þá að moka“. ■ formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara skrifar um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. ADDA Þ. SIGUR- JÓNSDÓTTIR Um daginn og veginn Hættu að moka Norður-Kórea: Suður-Kóreu- menn óttast stríð SEOUL, AP Suður-kóresk yfirvöld þrýsta enn á nágrannana í norðri að hætta við kjarnorkuáætlun sína svo hægt verði að leysa deiluna milli Norður-Kóreu og Bandaríkj- anna á friðsamlegan hátt. Á meðan halda Bandaríkin áfram að krefj- ast þess að málið verði tekið upp af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Samninganefndir Suður- og Norður-Kóreu hafa fundað í Seoul undanfarna daga til þess að kom- ast að samkomulagi um ýmis mál sem varða þjóðirnar báðar. Á fund- unum hafa norðanmenn ítrekað að þeir hafi ekki í huga að smíða kjarnorkuvopn en suður-kóreska samninganefndin krefst ítarlegri og afdráttarlausari yfirlýsingar. Engu að síður hafa samningamenn lýst því yfir að einhver árangur hafi náðst varðandi öryggismál á skaganum og aukna samvinnu landanna tveggja. Ætlunin er að halda viðræðun- um áfram í von um frekari ávinn- ing en það er meginmarkmið Suð- ur-Kóreumanna að draga úr þeirri stríðshættu sem skapast hefur á Kóreuskaga vegna málsins. ■ Pétur Pétursson þulur hafðisamband við blaðið og vakti at- hygli á því að jörð nokkur sem kom við sögu í viðtali í blaðinu í vikunni og nefnd var Áshólsstaðir, heiti með réttu Ásólfsstaðir. Þá benti hann jafnframt á að það þætti ekki góð íslenska að tala um að hlutir gerðust náttúrulega, eins og gert var í öðru viðtali, hlutirnir gerðust náttúrlega samkvæmt reglum þeim er almennt gilda um íslenska tungu. STUND MILLI STRÍÐA Samninganefndir Norður- og Suður-Kóreu skáluðu í rauðvíni til þess að fagna þeim ár- angri sem náðst hefur í samningaviðræðum þjóðanna. Enn virðist þó langt í það að yfir- vofandi stríðshættu á Kóreuskaga verði aflétt með öllu. ÓK Á LJÓSASTAUR Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum og endaði á ljósastaur. Hann hugðist aka af Hafnarfjarðarvegi inn á Digranesveg þegar hann missti stjórn á bílnum. Ökumann sakaði ekki en draga þurfti bílinn af vettvangi vegna skemmda. Þá voru starfsmenn Orkuveitunnar kallaðir til að aftengja ljósastaur- inn. ÚTAFAKSTUR Á STRANDARHEIÐI Lögreglunni í Keflavík var til- kynnt um útafakstur á Strandar- heiði í fyrrakvöld. Ökumaður hafði ekið á ljósastaur. Engin slys urðu á fólki. INNBROT Í KEFLAVÍK Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Sandgerði í fyrrinótt. Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins. LÖGREGLUFRÉTTIR Einar og bláa höndin Kjósandi skrifar: Kjósandi í Norðvesturkjör-dæmi vildi koma eftirfarandi vísum á framfæri: Í sæmóðu Einar Oddur réri frá úthafsins strönd aflaði lítið og vos í veri vandist samt blárri hönd. Vindar gnauða um visin börð á vinstri græna er birgðum hlaðið þó nægt sé afl og nötri jörð notast þeir enn við sauðataðið. Kunna Frakkar að lesa? Leiðarahöfundur The Wall Street Journal hefur ekki mikið álit á afstöðu Frakka. „Kunna Frakkar að lesa?“ hefur leiðara- höfundur grein sína og segir fulla ástæðu til að spyrja sig þeirrar spurningar eftir að Frakkar hót- uðu að beita neitunarvaldi sínu gegn samþykkt öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna sem myndi heim- ila innrás í Írak, sérstaklega þar sem Frakkar sjálfir áttu þátt í að skrifa upphaflegu ályktunina sem önnur ályktun á að styrkja. „Kannski fer gæðum kennslunnar í París hrakandi.“ Leiðarahöfundi virðist sem Frakkar hafi gleymt því að álykt- unin sem þeir skrifuðu í desem- ber gaf Írökum síðasta tækifæri til að afvopnast og gera fulla grein fyrir vopnabúri sínu þegar kemur að gjöreyðingarvopnum. Með því að standa ekki fastir á þessu séu Frakkar að hvetja Saddam Hussein til undanbragða og setja George W. Bush Banda- ríkjaforseta í þá stöðu að þurfa að bregðast einn við og sýna hversu óþarft öryggisráðið er. Staðan í Evrópu The Independent bendir á að samþykkt ályktunar 1441 í desem- ber hafi að mati margra ríkja sem eiga aðild að öryggisráðinu verið til að koma í veg fyrir stríð frem- ur en að heimila það, Frakkar séu þeirra á meðal og þar af leiðandi sjálfum sér samkvæmir. Blaðið segir mismunandi túlkun á ályktuninni sitt hvorum megin Ermarsundsins stefna stöðu Bret- lands meðal Evrópuríkja í hættu. „Vopnaglamur Bretlands er, ekki í fyrsta skipti, að hræða þá sem vilja vera vinir okkar meira en það skelfir óvini okkar og sáir fræjum vafans um skuldbindingu okkar gagnvart Evrópu. Það er ekki í fyrsta skipti og því miður verður það ekki í síðasta skipti.“ Eðlilegar áhyggjur og grun- semdir Það er ekki óeðlilegt að fólk lýsi áhyggjum og hafi grunsemdir um ástæðurnar sem liggja að baki, segir leiðarahöfundur viku- ritsins The Economist. „Áhyggjur, vegna þess að stríð er óumflýjan- legt, ógnvænlegt og hræðilegt. Grunsemdir, vegna þess að það er oft rétt að hafa grunsemdir um stjórnvöld, sérstaklega þegar þau halda á byssum og sprengjum.“ Þess vegna verði Bandaríkja- stjórn að skýra betur hvers vegna hún fylgi núverandi stefnu og hverju hún vonist til að ná í gegn með því. ■ Vopnaeftirlitsmenn í Írak skila öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skýrslu um starf sitt og vopnaeign Íraka á þriðjudag. Spennan hefur farið vaxandi og endurspeglar grundvallarmun í áliti manna um hvað skuli gerast næst. LeiðararTveggja heima sýn á Íraksdeiluna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.