Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 4
4 25. janúar 2003 LAUGARDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Óttastu aukið atvinnuleysi? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú í utanlandsferð í ár? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 31,8%Nei 68,2% ÓTTAST AT- VINNULEYSI Flestir óttast aukið atvinnuleysi. Já HEILBRIGÐISMÁL Í frumvarpi Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra um lyfjagagnagrunn er lagt til að lyfjagagnagrunnar verði tveir. Annar verði persónu- greinanlegur. Lyfsölum verður skylt að af- henda Tryggingastofnun allar upplýsingar sem fram koma á lyfseðlum. Sigrún Jóhannsdóttir, forstjóri Persónuverndar, hefur sagt í Fréttablaðinu að hún telji ekki nægileg rök fyrir því að Trygg- ingastofnun hafi yfirsýn yfir alla lyfjanotkun landsmanna. Hún telur á hinn bóginn að réttlæta megi að Tryggingastofnun fengi upplýsingar um þau lyf sem stofnunin greiðir að hluta til. Á Alþingi vakti heilbrigðisráð- herra athygli á að Persónuvernd hefði fengið frumvarpið til um- sagnar og gert við það athuga- semdir og hvatti hann heilbrigð- is- og trygginganefnd til að kanna vel þær athugasemdir. ■ RÚTU EKIÐ Á HÚS Rútu var ekið á hús og olíutank í þorpinu Slawi í Indónesíu. Mikil sprenging varð og eldur braust út með þeim af- leiðingum að fimmtán farþegar og tveir þorpsbúar létust. Bíl- stjóri rútunnar slapp ómeiddur. GASLEKI Í NÁMU Átján kínversk- ir kolanámumenn létust þegar banvænt gas tók að leka í kjölfar sprengingar sem ætlað var að opna aðgang að meiri kolum. Alls voru 39 manns við störf þegar slysið átti sér stað en eins er enn saknað. Hættulegustu kolanámur heims eru í Kína en á síðasta ári létust yfir 4000 manns í námuslysum þar í landi. FRÉTTAVEF LOKAÐ Yfirvöld í Malasíu hafa gefið út skipun um að þarlendum fréttavef skuli lok- að án tafar. Ástæðan sem að baki liggur er sú að á vefnum birtist nýverið bréf þar sem fram kom hörð gagnrýni á hendur stjórn- völdum landsins. Í bréfinu var lögum um jákvæða mismunun líkt við stefnuskrá samtakanna Ku Klux Klan. Íraskir stjórnar- andstæðingar: Segja efna- hernað und- irbúinn LONDON, AP Íraska þjóðarbandalag- ið, hópur íraskra útlaga í London, heldur því fram að Írakar hafi dreift efnavopnabúnaði og lyfjum til að vinna gegn efnavopnum til úrvalsdeilda íraska hersins. Útlagarnir segjast hafa fengið sönnun fyrir þessu í handskrifuð- um gögnum sem var smyglað út úr Írak í síðasta mánuði. Sömu gögn eiga einnig að lýsa leiðum til að ráðast á skip á Persaflóa. Bill Tierney, fyrrum vopnaeft- irlitsmaður, sagði gögnin gefa til kynna að Írakar hygðust nota efnavopn ef til innrásar kæmi. ■ Löggan skrifar krimmum: Hagaðu þér skikkanlega BRETLAND, AP 22 glæpamenn í Wiltshire í Bretlandi, með marga dóma á bakinu, hafa fengið sent bréf þar sem þeir eru beðnir um að haga sér skikkanlega í framtíð- inni og halda sig innan ramma lag- anna. Undir það skrifar Geoff Miles lögregluforingi. „Auðvitað vona ég að þeir segi: Þú hefur rétt fyrir þér lögreglu- foringi, ég mun hætta að fremja glæpi,“ sagði Miles en bætti við að hann gerði sér ekki vonir um að svo verði, í það minnsta ekki í öll- um tilfellum, en vonandi geti til- tækið orðið fólkinu hvatning til að taka upp betri siði. ■ FASTEIGNAVIÐSKIPTI Stjórn Íbúða- lánasjóðs hefur í kjölfar jákvæðr- ar umsagnar Ríkisendurskoðunar samþykkt tillögu innra eftirlits Íbúðalánasjóðs og KPMG ráðgjaf- ar um aðgerðir til úrbóta við mót- töku fasteignaveðbréfa og hús- bréfa hjá sjóðnum. Úrbæturnar eru gerðar vegna svikamáls fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, þegar undir- skriftir fasteignaveðbréfa voru m.a. falsaðar. Sjóðnum bárust alls fimmtán kærur vegna Holtsmáls- ins, sem hefur kostað Íbúðalána- sjóð tæpar 30 milljónir króna. Markmið aðgerðanna, sem stjórn Íbúðalánasjóðs hefur sam- þykkt, er að draga úr hættu á fjársvikum vegna viðskipta með fasteignaveðbréf og húsbréf án þess að skerða viðskiptafrelsi kaupenda og seljenda eða draga úr þjónustustigi sjóðsins. Á meðal þess sem á að bæta er að útbúa á skýrar skriflegar vinnuleiðbeiningar um meðhöndl- un á framsali fasteignaveðbréfa og viðbrögð sjóðsins verði frávik þar á. Einnig á að innleiða form- legt ferli vegna móttöku og með- höndlunar á kvörtunum og ábend- ingum. Sjóðurinn hyggst einnig taka mánaðarlegt úrtak fasteigna- veðbréfa til þess að ganga úr skugga um hugsanlegt misferli. Íbúðalánasjóður afgreiðir rúm- lega tíu þúsund fasteignaveðbréf á ári og í fyrra var meðal- afgreiðslutími húsbréfalána innan við fjórir dagar. ■ ÍSHUG TAPAR Tap Íslenska hug- búnaðarsjóðsins hf. á árinu 2002 nam 362 milljónum króna en 1.589 milljónum á árinu 2001. Tap á rekstri félagsins má að stórum hluta rekja til óinnleystrar lækk- unar á matsverði óskráðra verð- bréfa en lækkun ársins nemur 392 milljónum króna. Heildar- eignir félagsins námu 2.328 millj- ónum í árslok sem er hækkun um 791 milljón frá upphafi ársins. Eigið fé nam 2.316 milljónum króna. Konu saknað: Árangurs- laus leit LEIT Guðrún Björg Svanbjörns- dóttir, 31 árs, sem fór úr landi til Kaupmannahafnar 29. desember síðastliðinn, hefur enn ekki komið í leitirnar. Jónas Hallsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir engar nýjar upplýsingar hafa borist eft- ir að sást til Guðrúnar á járn- brautarstöðinni í Malmö 16. janú- ar síðastliðinn. Búið sé að senda lýsingu á Guðrúnu til allra lög- reglustöðva í Svíþjóð. Þá hafi sænsk yfirvöld farið þess á leit við dagblöð þar ytra að lýsa eftir Guðrúnu. Vinir Guðrúnar sendu frá sér tölvupóst fyrir skömmu þar sem óskað er eftir aðstoð við leitina. Í bréfinu er fólk hvatt til að áfram- senda tölvupóstinn sem víðast og sérstaklega ef tengsl eru í Svíþjóð og Danmörku. Þá segir að Guðrún hafi frá fjórtán ára aldri þjáðst af alvarlegu lystarstoli. Óttast sé að hún fari nú huldu höfði til þess eins að svelta sig. Hver dagur skipti því miklu máli. ■ Nýr aðalritari NATO: Danir reyna í þriðja sinn KAUPMANNAHÖFN, AP Paul Nyrup Rasmussen, fyrrum forsætisráð- herra Dana, hefur ákveðið að gefa kost á sér í emb- ætti aðalritara Atlantshafsbanda- lagsins þegar Skotinn George Robertson lætur af störfum í des- ember. Danir hafa tvisvar áður sóst eftir embættinu en án árangurs og Nyrup hefur við- urkennt að hann sé ekki bjartsýnn á að hann verði fyrir valinu. Anders Fogh Rasmussen for- sætisráðherra hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin styðji framboð Nyrups. Poul Nyrup var forsætis- ráðherra í níu ár áður en ríkis- stjórn Anders Fogh komst til valda eftir síðustu kosningar. Lét hann þá til sín taka í ýmsum mál- um sem snertu NATO og hafa ver- ið leiddar líkur að því að það gæti reynst honum fjötur um fót. ■ Á gjörgæslu eftir árekstur: Haldið sofandi SLYS Karlmaður liggur þungt hald- inn á gjörgæsludeild Landspítal- ans eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á móts við Úlfarsfell á Vesturlandsvegi laust fyrir klukk- an níu á fimmtudagskvöld. Að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild er ástand mannsins mjög alvarlegt og hefur hann ver- ið meira og minna í skurðaðgerð- um frá því slysið varð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél. Konan sem var ökumaður á hinum bílnum slasaðist mun minna. Loka þurfti Vesturlandsvegi í hátt á annan tíma á meðan á björgunaraðgerðum stóð. ■ EES-VIÐRÆÐUR „Ég vona að það sem við segjum fari að síast inn í höf- uðið á gagnaðilanum,“ sagði Kjartan Jóhannsson, sendiherra Íslands og aðal- s a m n i n g a m a ð u r gagnvart Evrópu- sambandinu, eftir fund samninga- manna ESB og EFTA-ríkjanna um stækkun evrópska efnahagssvæðisins samhliða stækkun ESB til austurs. Lítið breyttist á fundinum í gær og sagðist Kjart- an ekki hafa átt von á öðru enda aðeins um framhald fyrstu um- ræðu að ræða. Menn hafi svarað þeim tillögum sem voru lagðar fram á fyrsta samningafundi og sagt hvaða breytingar þeir vildu fá. Þar lagði Kjartan áherslu á að viðræður sem ættu að snúast um einfalda tæknilega útfærslu hefði snúist upp í samninga um pen- ingakröfur á hendur Íslendingum sem væri engan veginn hægt að kalla sanngjarnar. Kjartan vísar ábyrgðinni á óvissu um að samningar náist al- farið á hendur framkvæmda- stjórn ESB. „Framkvæmdastjórn- in nálgast þetta mál með röngum hætti og fær því ranga niður- stöðu,“ segir hann og bætir við að það standi upp á samningamenn Íslands og hinna EFTA-ríkjanna að koma viðmælendunum frá Evr- ópusambandinu „niður úr skýjun- um“. Það er skýr lagaskylda um að samningamenn skuli finna við- unandi niðurstöðu um tæknilega útfærslu vegna stækkunarinnar, segir Kjartan. Það eigi hins vegar ekki við um peningakröfurnar sem ESB hefur lagt fram. „Fram- kvæmdastjórnin er að stefna þessu í óefni með kröfum sínum.“ Gerhard Sabathil, sendiherra ESB á Íslandi og í Noregi, sagði í viðtali í síðustu viku að EES- samningurinn væri í uppnámi ef ekki semdist. Hann sagðist þó ekki hafa trú á því, samninga- menn væru í raun „dæmdir til ár- angurs“ sagði hann og vísaði til þess að ESB vill staðfesta stækk- un EES samhliða stækkun ESB á fundi þjóðarleiðtoga í Aþenu í apríl. Kjartan er líkt og íslenskir ráðamenn svartsýnn á að það tak- ist og kennir um harðri afstöðu Evrópusambandsins. Hann segir að það sé þó ekki öll nótt úti ef það tekst ekki. „Mikilvægast er að þetta komist fyrir þingin á réttum tíma svo hægt sé að staðfesta þetta.“ brynjolfur@frettabladid.is ESB stefnir samn- ingum í hættu Aðalsamningamaður Íslands gagnvart Evrópusambandinu segir sam- bandið stefna samningum um Evrópska efnahagssvæðið í óefni með kröfum sínum. Segir ekki alla nótt úti þó ekki semjist fyrir miðjan apríl. KJARTAN JÓHANNSSON Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins flækir það sem ættu að vera einfaldar samningaviðræður um tæknilega útfærslu stækkunar með því að gera kröfur um stóraukin framlög Íslands og hinna EFTA-ríkjanna. BÆKISTÖÐVAR FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB Hvorugur aðili gaf eftir á fundum samningamanna EFTA-ríkjanna og ESB í gær. Næsti fundur fer fram 6. febrúar og má búast við meiri tíðindum þá. „Fram- kvæmda- stjórnin nálgast þetta mál með röngum hætti og fær því ranga niðurstöðu.“ Íbúðalánasjóður reynir að draga úr hættu á fjársvikum: Úrbætur vegna Holtsmálsins FASTEIGNASALAN HOLT Úrbætur Íbúðalánasjóðs eru gerðar vegna svikamáls fasteignasölunnar Holts í Kópa- vogi, þegar undirskriftir fasteignaveðbréfa voru m.a. falsaðar. VIÐSKIPTI ASÍA VARFÆRINN FRAMBJÓÐ- ANDI Poul Nyrup Rasmussen viður- kennir að á bratt- ann sé að sækja í framboði sínu til embættis aðalrit- ara NATO. Heilbrigðisráðherra á Alþingi: Vill persónugreind- an lyfjagagnagrunn JÓN KRISTJÁNSSON Lagði fram frumvarp um breytingu á lyfjalög- um sem felur meðal annars í sér að stofnað- ir verði tveir lyfjagagnagrunnar. Persónu- vernd gerir athugasemd við frumvarpið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.