Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 24
24 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Þetta eru sex skjátur, það er núekki meira. Ég hef átt sex til sjö kindur ansi lengi. Gaman að þessu. Þetta er svona hobbý,“ seg- ir Dagbjartur Einarsson. Þegar Fréttablaðið lagði drög að viðtali við þennan skelegga út- gerðarmann og hringdi í GSM- síma hans varð kona Dagbjarts til svara. Hún tjáði blaðamanni að bóndi sinn væri miklum mun lík- legri til að gleyma farsímanum en að hafa hann á sér. „Hann er miklu meira fyrir gemsa á fjórum fótum,“ sagði hún. Dagbjartur kom í leitirnar og Fréttablaðið heimsótti hann í ný- legt einbýlishús sem hann flutti í korter fyrir síðustu jól. Það þótti við hæfi að hefja spjallið á því að grennslast fyrir um þennan bú- skap en Grindavík er óneitanlega þekktari fyrir sjávarútveg en landbúnað. „Ég ólst upp við kindur sem krakki. Var á kafi í því. Pabbi nátt- úrulega á sjó og ég var ekki gam- all þegar ég fór að hugsa um þetta. Síðan, þegar skorið var nið- ur vegna mæðuveiki árið 1950 til 1951, þá var ég sem betur fer ekki heima. Var að Skógum í skóla og mikið feginn að vera ekki við- staddur því mér þótti vænt um féð. Þekkti þetta allt af löngu færi. Rollurnar! Jájá, ég var ágætlega fjárglöggur og gleggri á kindur en hesta. Einhvern veginn gengur mér illa að þekkja hesta. Þetta er misjafnt. En þá datt þetta alveg niður. Svo fyrir um 30 árum fór ég í félag með öðrum og hef síðan verið með svona sex til sjö rollur. Ég á líka þrjá hesta.“ Aldrei talað um kvótaleysið á Suðurnesjum Dagbjartur er rammur Grind- víkingur, fæddur þar og uppalinn. Þegar hann var að vaxa úr grasi voru um 500 íbúar í plássinu en nú stendur íbúatalan í um 2.300. Dag- bjartur vill halda því fram að á síðasta ári hafi verið mest íbúa- fjölgun í Grindavík á landsvísu, þá að sjálfsögðu í prósentum mælt. Og viðmælandi Frétta- blaðsins bendir í allar áttir og tal- ar um ný hverfi þar sem verið er að byggja. Hvað veldur fjölgun- inni? „Útgerð stendur nokkuð vel hér. Við höfum haldið í horfinu þótt kvóti hér hafi ekki beinlínis aukist. Þessi fyrirtæki sem enn eru starfandi hafa verið að kaupa kvóta og þetta er á svipuðum basís og var, sem er allt annað en annars staðar hér á Suðurnesjum. Sandgerði, þar er nánast allt farið eins og það leggur sig. Andskot- ann ekkert eftir í Keflavík þannig að það er víðar en á landsbyggð- inni sem kvótinn hefur farið. Það er aldrei talað um það! En hérna? Það þykir ekkert mál. Ætli við „njótum“ þar ekki nábýlis við höfuðborgarsvæðið? Telst allt í góðu lagi þó að kvóti og atvinna minnki hér. Ætli landsmenn telji ekki styttra fyrir okkur að fara til Reykjavíkur en aðra?“ Grindvíkingar sækja einnig talverða atvinnu í Bláa lónið þar sem umtalsverð starfsemi er. Dagbjartur segir mikið af útlendingum vinna í fiski í Grindavík, eins og víðar. „Það þykir ekki lengur við hæfi Íslend- inga. Mætti halda að þeir teldu það fyrir neðan sína virðingu. En þetta er nú það sem ég hef verið að bjástra við í gegnum tíðina.“ Fyrir tveimur árum sameinað- ist útgerðarfyrirtækið Fiskanes, fyrirtæki Dagbjarts, Þorbirni. Upphafið að veldi Dagbjarts var þegar hann keypti bát í félagi við þrjá aðra árið 1965. Árið 1971 hófu þeir söltun og svo jukust um- svifin smátt og smátt. Dagbjartur er spurður hvort þarna sé ástæða þess að hann kalli sig sægreifa? „Heyrðu, góði minn,“ hlær hann. „Það er ekki ég sem geri það! Aðrir sem finna það út. En verður víst að segjast, miðað við hvernig þeir eru skilgreindir sumir, að ég teljist víst einn af þeim. Auðvitað áttum við kvóta og ekki hefði það gengið öðruvísi. En sem betur fer sameinuðumst við en seldum ekki og fórum.“ Netadraugar í vanda Með góðri samvisku má s k i l g r e i n a Dagbjart sem fallbyssukjaft en það er fyrst þegar talið berst að kvótakerfinu sem blaðamað- ur má hafa sig allan við að skrá ummælin niður. „Ég trúði bláeygur á kvótakerfið. Fyrst og fremst vegna þess að ég hélt að við myndum ná betri tökum á veiðunum. Að við værum þá ekki að veiða meira en góðu hófi gegn- ir og kvótinn myndi svo aukast. Því miður hefur þetta ekki gengið eftir og náttúrulega mikil von- brigði að ekki hafi tekist að ná þorskstofninum upp eftir öll þessi ár, sem nú nálgast tuttugu. Auð- vitað veldur það manni vonbrigð- um! En heldurðu að maður hafi ver- ið ánægður með það system sem var áður? Kallað skrapdagakerfi. Við hér í Grindavík vorum nátt- úrulega frægir netadraugar og okkar afkoma byggðist fyrst og fremst upp á netaveiðum. Vorum oft að gera það býsna gott. Léleg- ar vertíðir inn á milli eins og gengur. Svo komu skila- boð. Hann Denni [Stein- grímur Her- mannsson] var sjávarútvegs- ráðherra á þessum árum. Öll net skulu komin upp á bryggju eftir e i n h v e r j a daga! Hvað gátum við gert? Við gát- um ekki farið neitt annað. En togararnir, þá fóru þeir í karfa og máttu vera með einhver 15 til 20 prósent þorsk með því. Við urðum bara að binda. Auðvitað vildi maður svona andskotans kerfi í burt! Að hver fengi bara sinn skammt og spilaði úr því eftir bestu getu og reyndi að taka það á sem hagkvæmastan hátt. Slíkt kerfi hafði verið í loðnu og eins í síldinni – að það var bara þetta per bát. Það var sannað í loðnu og síld að menn voru að kasta þó komin væri djöfulsins bræla sem fór bölvanlega með veiðarfærin. En þegar menn stóðu frammi fyrir því að þeir máttu bara taka þessi tonn þá djöfluðust menn ekki líkt og áður og auðvit- að var það ákveðin hagræðing. Það var nú það sem mér fannst mæla með kvótakerfi í þessu. En að mér dytti í hug þá að kerfið þróaðist í það sem það er í dag? Að menn færu að versla svona með þetta? Það hvarflaði ekki að mér og ég veit ekki hvort það hvarflaði að einhverjum. Var ekk- ert inni í umræðunni.“ Brask með kvótalaus skip En hvað er til ráða? Útgerðar- bóndinn segist því miður ekki hafa lausnina en ástandið sé að sönnu óviðunandi. „Ég skil alveg að þetta fari í taugarnar í fólki. Hitt er annað mál að það hefur alltaf gerst í sög- unni að einhver útgerð hætti. Að menn sneru sér að einhverju öðru og seldu bátinn, þess vegna úr byggðarlaginu. Þetta er ekkert að gerast fyrst núna í Íslandssög- unni. Og um leið og einhver bátur fór úr plássinu kom aflinn úr hon- um ekki meira þar í land. Þetta er ekki nýtt þannig. En sjálfsagt eru meiri peningar í spilinu núna. Bát- arnir sem slíkir eru einskis virði í dag. Það er bara kvótinn sem tel- ur. Þetta fyrirtæki sem ég á nú í er að selja bát til Ameríku fyrir einhverjar sjö milljónir! Þetta er bara hlægilegt. Fínn bátur til að stunda netaveiðar eins og var gert. Þetta er langt undir öllu sem heitir raunvirði. Ég veit ekki hvað svona bátur nýr myndi kosta. Ein- hver hundruð milljóna. En þeir eru nánast einskis virði því ekkert þýðir að eiga bát ef maður má ekki fiska á hann.“ Dagbjartur segir liggja í aug- um uppi að verðmætamatið sé orðið brenglað, svo ekki sé meira sagt. „Það náttúrulega leiðir af sjál- fu sér. Nú er orðið svo vont að fá leigukvóta. Hann kostar svo mik- ið. Menn eru búnir að vera að braska við það lengi að gera út kvótalaus skip. Ég hef aldrei botn- að í því. Hvernig í andskotanum það er hægt að leigja sér kvóta í sífellu og svo eru bara einhverjir örfáir tíkallar eftir? Ég hef aldrei skilið það en það er svo margt sem ég ekki skil.“ Þrátt fyrir allt er Dagbjartur bjartsýnn og telur margvíslega möguleika í stöðunni fyrir Grind- víkinga. Hann vill ekki trúa öðru en þorskstofninn fari að eflast. „Fjögur ár í röð hefur seiða- mæling mælst vel og maður verð- ur að trúa því að það skili sér. Hins vegar líst mér ekkert á stjórnunina í síldar- og loðnuveiðum. Þetta hel- vítis troll! Fiskifræðingarnir hafa fengið að ráða þessu undanfarin ár og alltaf hefur verið farið eftir þeirra tillögum. Þeir geta ekki kennt neinum öðrum um. En það gengur allt of hægt að ná þessu upp. Ég hef vantrú á þessu trolli úti um allt, að andskotast svona í loðnunni og síldinni. Við byrjuðum að veiða síld eftir stopp. Síldin var friðuð í þrjú ár og alltaf stækkaði stofninn. En nú næst ekki kvótinn þó næturnar séu orðnar þrisvar sinnum stærri en þessir koppar voru með þegar ég var í þessu. Haldiði að það sé ekki eitthvað að? Ég er alveg hissa hvað þessir fiski- fræðingar eru sljóir gagnvart þessu. Svo eru kolmunnatroll uppi um allan sjó. Þeir eru veiðandi svo og svo mikið af öðrum tegundum. Væri betra að það fengi að synda og stækka í sjónum. Ég held það. Mér líst ekkert á þetta og er ekki einn um það.“ Dagbjartur Einarsson, útvegs- og frístunda- bóndi í Grindavík, liggur ekki á skoðunum sínum. Hann undrast sljóleika fiskifræðinga, bölvar trollinu, fordæmir kvóta- kerfið og er til í að opna veskið ef það má verða til að Lee Sharpe komi til að leika fótbolta með Grind- víkingum. Trúði bláeygur á kvótakerfið DAGBJARTUR EINARSSON FRÍSTUNDABÓNDI: Segir Grindvíkinga standa ótrúlega vel miðað við annars staðar á Suð- urnesjum, en svo virðist að lands- mönnum þyki í lagi þó þaðan hverfi atvinna og kvóti. DAGBJARTUR EINARSSON SÆGREIFI: Það hvarflaði ekki að honum að fiskveiðikerfið myndi þróast út í slíkt kvótabrask sem raun ber vitni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.