Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 45
45LAUGARDAGUR 25. janúar 2003
Taktu lífinu létt
– ostur fullkomnar salatið
LANDBÚNAÐUR Fjöldi bænda víða
um land stundar nám við bænda-
skólann á Hvanneyri án þess þó að
vera þar. Þeir læra heima á milli
þess sem þeir stunda hefðbundin
sveitastörf. Fjarnámið á Hvann-
eyri hófst fyrir fimm árum og þá
voru nemendur aðeins fimm tals-
ins. Nú eru þeir hins vegar fjöru-
tíu. Bændurnir sem þannig stunda
nám sitt verða þó að heimsækja
skóla sinn í upphafi hverrar annar
auk þess að vinna verklega hluta
námsins á staðnum. Að öðru leyti
eru þeir heima hjá sér.
Umsjónarmaður fjarnámsins á
Hvanneyri er Edda Þorvaldsdótt-
ir og hefur hún lýst mikilvægi
bændamenntunar með þeim orð-
um að landbúnaður sé stærsta
framleiðsla á matvælum á heims-
vísu en í faginu starfi fjöldi fólks
með enga menntun. Því sé fjar-
námið ekki aðeins spennandi kost-
ur fyrir bændur heldur ekki síður
mikilvægt. ■
Fjarnám á Hvanneyri:
Bændur
læra heima
LANDBÚNAÐUR
Aukinn áhugi bænda á menntun.
FINGURKOSS
Bandaríska leikkonan Goldie Hawn sendi
ljósmyndurum fingurkoss á hóteli í
Hamborg í gær. Hawn er stödd í
Þýskalandi til þess að kynna nýju myndina
sína „Groupies Forever“, sem frumsýnd
verður þar í landi í byrjun næsta mánaðar.
V-DAGURINN Ríkisstjórnin hefur
samþykkt tillögu dómsmálaráð-
herra að styrkja verkefni í tilefni
V-dagsins, 14. febrúar, um eina
milljón króna. V-dagurinn var
haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 14.
febrúar í fyrra og voru þá stofnuð
samtök sem hafa það að markmiði
að vinna gegn ofbeldi á konum á
Íslandi. Markmiðið með íslensk-
um V-degi er það sama og á hinum
alþjóðlegu V-dögum, að vekja fólk
til umhugsunar um kynferðisof-
beldi gegn konum og breyta hug-
arfari fólks varðandi nauðganir.
Áhersla er lögð á forvarnir gegn
nauðgunum og hafa þekktir aðilar
úr þjóðfélaginu lagt málefninu lið,
konur jafnt sem karlar.
Fjölbreytt hátíðardagskrá
verður í Borgarleikhúsinu, heima-
síða samtakanna verður opnuð
formlega þennan dag og efnt
verður til málþings í hátíðarsal
Háskóla Íslands. Þá ætla samtök-
in að hrinda af stað auglýsinga-
herferð sem mun verða hluti af V-
deginum 2003. ■
V-dagurinn á Íslandi:
Milljón frá ríkisstjórninni
V-DAGUR
Efnt verður til hátíðardagskrár og málþings
14. febrúar næstkomandi en myndin er
tekin á V-deginum í fyrra.
HEILBRIGÐISMÁL Unnið er að því að
leggja lokahönd á frágang nýja
Barnaspítala Hringsins en hann
verður vígður á sunnudag klukk-
an 10 árdegis. Iðnaðarmenn vinna
af kappi og þrátt fyrir að ýmsu
hafi ekki verið lokið mun svo
verða á tilskildum tíma, að sögn
formanns byggingastjórnar,
Hjálmars Árnasonar. „Það er ver-
tíðarhugsun Íslendinga að vinna á
meðan stætt er sem þar gildir. Við
erum vön að segja að allt reddist
og ég efa ekki að allt verður
klappað og klárt þegar gestirnir
koma á sunnudag,“ segir Hjálmar.
Íslendingum gefst færi á að
skoða nýja spítalann á sunnudag
að lokinni formlegri athöfn klukk-
an 14 til 18. Rétt er að vekja at-
hygli á að þetta er eina tækifærið
sem almenningi gefst til að ganga
um stofur og ganga því spítalinn
verður síðan tekinn í notkun. ■
IÐNAÐARMENN UNNU AF KAPPI
Það var mikið að gera í gær við að leggja lokahönd á Barnaspítala Hringsins sem
vígður verður á sunnudagsmorgun. Eftir það gefst almenningi kostur á að skoða
þetta glæsilega hús.
Barnaspítalinn:
Opinn
almenningi
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT