Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 31
31LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 Soðin ýsa og kokk- teilsósa Ef hið íslenska eldhús er einhvers staðar að finna þá er það hjá Úlf- ari Eysteinssyni, matreiðslu- meistara á Þremur frökkum. Þú ert það sem þú étur, stendur ein- hvers staðar. Samkvæmt því eru Íslendingar: „... soðin ýsa, salt- fiskur, steikt hvalkjöt, kjötfars og lambalæri og sveskjugrautur á sunnudögum,“ segir Úlfar. „Og vildu menn breyta út frá því þá kannski hakkabuff með spældu eggi og bixímat. Á fínum veitinga- stöðum upprúlluð rauðsprettuflök með morní-ostasósu. Mjög staðlað allt og þá væntanlega þjóðarsálin í samræmi við það.“ Þannig var mataræðið lengi vel – einkenndist af fábreytni. Þó fram komi í rannsóknum Kolbeins Óttarssonar Proppé að fátt eitt virðist breytast í viðhorfi fólks þá hafa matarvenjur tekið stakka- skiptum. Enn ein þverstæðan í þjóðarsálinni: nýungagirni og íhaldssemi í senn. Í kringum 1980 fara Íslendingar í auknum mæli til útlanda og kynnast þá að sögn Úlfars alvöru mat. Bylting verður í kjölfarið á veitingastöðum. „Við hentum einfaldlega dönsku kokkabókinni sem eldað hafði verið upp úr allt frá árinu 1926 og fórum að „experimenta“. Meiri sósur með matnum, gratinering- ar... í gegnum tíðina hef ég verið að poppa upp íslenska matinn eins og plokkarann og gellurnar.“ Heimilin héldu reyndar lengi sínu striki og elduðu einfalt og ódýrt svo sem bjúgu, pylsur og ýsu í raspi. Úlfar nefnir eitt áber- andi einkenni á matarmenningu Íslendinga, sem er hamborgari og franskar. Íslendingar eru ekkert ginkeyptari fyrir skyndibitanum en aðrir íbúar jarðar en það er á því sviði sem fram kemur merkasta framlag Íslendinga til matargerðarlistarinnar. „Nefni- lega sjálf kokkteilsósan, sem Magnús á Aski fann upp. Hún er alíslensk og er nú að hasla sér völl víða um heim. Næsta framlag okkar verður plokkfiskurinn.“ Úlfar nefnir fleira sem telja má séríslenskt. Hákarlinn er til að mynda séríslenskt fyrirbæri sem Íslendingum finnst gaman að hrekkja erlenda gesti með. Kæst skata er hvergi annars staðar etin í heiminum nema hér ef undan er skilin Kórea. Harðfiskurinn getur einnig talist íslenskur sem og þorramaturinn sem Íslendingar eru einir þjóða til að nota mysu til geymslu matvæla. Því má segja að Íslendingar geti talist útsjónar- samir. „Auðvitað má tína eitt og annað til. Visin lúðurafabelti. Þetta er feitasti biti lúðunnar. Sé hann hengdur upp roðnar hann aðeins. Þetta var notað sem hátíðismatur fyrir almúgann á öldum áður með- an höfðinginn borðaði hangikjöt. Ég lét verka þetta fyrir mig og reyndist þrælgott. En þú finnur þetta ekki á þjóðminjasafni,“ seg- ir Úlfar. „Þetta sagði mér gömul kona.“ ■ ÚLFAR EYSTEINSSON Kokkteilsósan okkar merkasta framlag til alþjóðlegrar matar- gerðarlistar. BJÖRK JAKOBSDÓTTIR LEIKKONA: „Guðni.“ H va ð er í sl en sk ar a en a llt s em í sl en sk t er ? MAGNEA J. MATTHÍASDÓTTIR RITHÖFUNDUR „Súrsaðir hrútspungar.“ H va ð er í sl en sk ar a en a llt s em í sl en sk t er ? Að benda á eigið ágæti Dugar þessi ágæta skilgreining Guðna? Kannski, kannski ekki. Kolbeinn Óttarsson Proppé sagn- fræðingur skrifaði BA-ritgerðina „Dýrkun á hátíðarstundum“ þar sem hann greinir þjóðernisvitund Íslendinga. Niðurstöður hans eru um margt merkilegar. „Ég skoðaði þjóðhátíðir frá 1874 og til 1994. Aðalniðurstaðan er sú að ekkert hefur breyst! Menn eru alltaf að segja hið sama. Ræður Davíðs Oddssonar og Fjölnismanna eru eins. Því má segja að rómantíkin sé enn alls- ráðandi í vitund þjóðarinnar. Menn tala eins og þeir séu staddir í miðri sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Sömu þættir sem menn leggja áherslu á og sömu einkenni,“ seg- ir Kolbeinn. Samkvæmt þessari söguskoð- un eru Íslendingar einstök þjóð. Orðræðan snýst um tunguna og náttúruna. Þeir horfa til þeirrar gullaldar sem var á þjóðveldis- tímum: gullaldarmálið og Íslend- ingasögurnar. Einkum eru það tungan og náttúran sem menn leg- gja áherslu á. Menn eru að horfa aftur til gullaldar sem var öld þjóðveldisins. Kolbeinn telur aug- ljóst að þjóðernisvitundin hafi mótast í sjálfstæðisbaráttunni og menn hafi ekki þorað að takast á við ríkjandi viðhorf fyrr en á allra síðustu árum. „Það er líkt og við séum enn með minnimáttarkennd þjóðar sem ekki er sjálfstæð. Þjóðernis- vitund sem þrífst á þessu felst náttúrulega mikið í að benda á eigið ágæti. Slík þjóðernishyggja felst í að útiloka aðra. Og þar í felst kannski stærsta hættan. Eðli málsins samkvæmt reynist öðrum erfitt að tilheyra þessum „exlúsí- va“ klúbbi.“ ■ KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ: Minnimáttar- kennd þjóðar sem enn hefur ekki öðlast sjálf- stæði. hentar íslenskri veðráttu. Og þetta þykir mér skemmtileg tíska sem við í búðinni verðum að taka tillit til. Ef pils eru í tísku eru oft töflur notaðar við erlendis en við þurfum að vera vel búin til fót- anna. Ætli orðið veglegt lýsi ekki ágætlega því sem getur talist ís- lenskt tískueinkenni: Veglegri skór, veglegri húfur, veglegri treflar... við viljum hafa þetta svoldið almennilegt.“ Svava segir kannski ekki neitt sem kalla megi sér-íslenskt í framleiðslu og talar um að hönn- un hér sé flott en vanti að færa þá getu á framleiðslustigið. „Fiskiroð og ull eru kannski efni sem að einhverju leyti geta talist séríslensk í fatagerð.“ ■ þannig má lengi telja. „Söngurinn er kominn frá Guði og ég veit enga betri leið til að þjappa mönn- um saman. En Íslendingar eru vissulega söngglaðir og nokkuð lagviss þjóð. Þannig hef ég sam- anburð af Bandaríkjamönnum en ég var eitt sinn í stórum hópi þeirra og enginn hélt lagi. Þeir sungu samt mikið og hátt.“ Valgeir var einn lykilmanna við gerð kvikmyndarinnar Með allt á hreinu, sem er vinsælasta íslenska kvikmyndin. Ágætt er að horfa til hennar í tenglsum við húmor þjóð- arinnar. „Hún er afskaplega ís- lensk að mörgu leyti,“ segir Val- geir. „Eiginlega svo íslensk að öll- um öðrum en Íslendingum finnst hún ekkert fyndin. Þegar ég var í Stuðmönnum skilgreindum við okkur púkalega en samt töff. Þess- ar ár renna allar að sama ósi. Það er svoldið íslenskt.“ ■ SIGURJÓN KJARTANS- SON, ÚTVARPSMAÐUR OG GRÍNISTI: „Bubbi Morthens.“ H va ð er í sl en sk ar a en a llt s em í sl en sk t er ? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.