Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 2
2 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Já, vonandi bræðum við það líka. Eyjólfur Sverrisson lék lengi knattspyrnu í Þýska- landi. Þá er hann fyrrum fyrirliði íslenska lands- liðsins, sem mætir þýska landsliðinu á Laugar- dalsvelli 6. september. Spurningdagsins Eyjólfur, pressum við þýska stálið? Ákært vegna stór- fellds kvótasvindls Viðamesta kvótasvindlmál Íslandssögunnar hefur verið þingfest í Hér- aðsdómi Vesturlands. Flókið mál þar sem fjöldi manna og útgerða tengist broti á fiskveiðilögum. Einnig ákært fyrir umboðs- og skattsvik. DÓMSMÁL Ríkislögreglustjóri hef- ur ákært sex menn og sex útgerð- arfyrirtæki í Ólafsvík fyrir stór- fellt kvótasvindl. Málið hefur ver- ið þingfest í Héraðsdómi Vestur- lands og má búast við því að dóm- ur verði kveðinn upp eftir tvo til þrjá mánuði. Í ákærunni kemur fram að skip útgerðarinnar hafi m.a. veitt rúm- lega 400 tonn af þorski og tæplega 100 tonn af ýsu utan kvóta. Einnig kemur fram að skipin hafi veitt nokkuð magn af kola, steinbít, skötusel, þykkvalúru, ufsa og karfa án þess að hafa aflaheimild- ir. Aflaverðmætið er talið nema a.m.k. tugum milljóna króna og í ákærunni er farið fram á að mennirnir endurgreiði ríkinu and- virði hins ólöglega afla. Útgerðirnar sem um er að ræða eru: Bervík ehf., Snoppa ehf., Blíða ehf., Dritvík ehf., Feng- sæll ehf. og Kristján ehf. Skipin sem stunduðu hinar ólöglegu veið- ar eru: Bervík SH, Aðalvík SH, Stormur SH, Klettsvík SH, Feng- sæll ÍS og Sandafell ÍS og Grótta RE. Hin meintu brot áttu sér stað á árunum 2001 og 2002. Þegar upp komst um málið kærði Fiskistofa útgerðirnar og svipti sex báta veiðileyfi. Gísli Rúnar Gíslason, deildarstjóri lögfræðisviðs Fiski- stofu, segir að aldrei hafi jafn- viðamikið mál komið upp áður. Fiskistofa líti á þetta mál sem bæði stórfellt auðgunarbrot og skýrt brot á lögum um stjórn fisk- veiða. „Að okkar mati eru þarna sömu aðilarnir en í aðskildum einka- hlutafélögum,“ segir Gísli Rúnar. „Það er mat okkar að þarna hafi verið um skipulagða brotastarf- semi að ræða. Ekki bara fiskveiði- lagabrot heldur auðgunarbrot líka. Í okkar kæru fórum við fram á að ágóðinn yrði gerður upptæk- ur og við erum mjög sáttir við að það sé komið inn í ákæruna.“ Gísli Rúnar segir að í fyrstu hafi fyrirtækin átt smá kvóta, en að strax í fyrstu veiðiferðinni hafi skipin veitt umfram þann kvóta. Síðan hafi þau farið í fleiri veiði- ferðir og veitt meira án aflaheim- ilda. M.a. hafi eitt skipanna farið út um páska til þess að Fiskistofa myndi ekki komast að veiðunum. Hins vegar hafi allt komist upp fljótlega eftir páska, en þá hafi skipið verið búið að veiða í 9 daga. Af þessu sé ljóst að um skýr ásetningsbrot hafi verið að ræða. Auk þess að vera ákærðir fyrir ólöglegar veiðar hafa tveir mann- anna verið ákærðir fyrir umboðs- svik og skattsvik. Þeir stóðu ekki skil á virðisaukaskatti. Þá hefur Landsbankinn krafið höfuðpaur- inn um tæpar 16 milljónir í skaða- bætur vegna gjaldþrots Bervíkur. trausti@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Samtök ferðaþjón- ustunnar hafa verulegar áhyggjur af því að ímynd Íslands skaðist vegna umfjöllunar um hvalveiðar í fjölmiðlum um víða veröld. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir versta dæmið mynd af hvalveiðimanni sem heldur sigri hrósandi á hjarta úr hval. „Ímynd Íslands hefur verið mjög góð, en þessar hvalveiðar skaða ímyndina með þeim afleið- ingum að sá markhópur sem við höfum til þess að selja okkar ferðaþjónustu minnkar,“ segir Erna. „Við erum þegar farin að verða vör við afbókanir á ferðum vegna þessa.“ Að sögn Ernu hafa samtökin sérstakar áhyggjur af ráðstefnu- hópum, sem séu mjög mikilvægir. „Það eru mörg fyrirtæki sem hafa áhyggjur af því að ef ímynd er orðin sködduð eru minni líkur á að við fáum ákveðnar ráðstefnur, þar sem það eru auðvitað fleiri lönd sem eru að reyna að fá ráðstefnur til sín. Við höfum lagt á það áherslu að reynt verði með öllum leiðum að skaðinn verði lágmarkaður eins og hægt er en á meðan hvalveiði- menn láta taka myndir af sér með hjörtun úr hvalnum brosandi út að eyrum eykur það skaðann en dregur ekki úr honum,“ segir Erna. ■ Barnaklámsmálið: Börn notuð í myndbönd BARNAKLÁM Ungmenni hafa gefið skýrslur í héraðsdómi Reykjavík- ur síðustu daga vegna umfangs- mesta barnaklámsmáls sem upp hefur komið hér á landi. Ríkisútvarpið greindi frá því að ungmennin hefðu verið notuð við gerð heimabíómynda og þau hafi verið á aldrinum 13 til 15 ára þegar brotin voru framin en þau spanna fjögurra til fimm ára tímabil. Í vor þegar lögreglan gerði leit á heimili manns á fertugsaldri fundust tugir þúsunda barna- klámsmynda á ljósmyndum, geisladiskum og myndböndum. ■ Vélstjórafélagið: Krefst afsagnar DEILA Stjórn Vélstjórafélags Ís- lands krefst þess að Hermann Guðjónsson, for- stjóri Siglinga- stofnunar Íslands, segi af sér eða verði vikið úr embætti í kjölfar þess að hann veitti rétt indalausum vélstjóra undan- þágu. Hermann sagði undanþág- una veitta í kjölfar óskar samgöngu- r á ð u n e y t i s i n s , sem vísaði því á bug að hafa haft bein afskipti af málinu. Auk þess for- dæmir stjórn Vél- stjórafélagsins vinnubrögð Sigl- ingastofnunarinnar í eftirliti og skráningu á afla íslenskra skipa. Stjórnin segir stofnunina ganga erinda Landssambands íslenskra útvegsmanna. ■ Borgir heims: Osló dýrust GENF, AP Osló, höfuðborg Noregs, hefur tekið sæti Tókíó í Japan sem dýrasta borg í heimi, sam- kvæmt nýrri rannsókn svissneska bankans UBS. Í öðru sæti er Hong Kong og Tókíó í því þriðja. Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, er aftur á móti ódýrasta borg heims. Í rannsókninni var tekið mið af tekjum og framfærslukostnaði í 70 borgum um heim allan. Í niður- stöðunum kemur fram að í Los Angeles og Chicago þarf fólk að- eins að vinna í tíu mínútur til að geta keypt sér Big Mac hamborg- ara á móti 185 mínútum í Nairobí í Kenýa. ■ Könnun ASÍ á verði skólabóka gagnrýnd: Allt að 96% munur SKÓLABÆKUR Samkvæmt úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands er töluverður verðmunur á skólabókum á milli bókabúða. Kannað var verð á níu stöðum og reyndist verðmunur töluverður, allt upp í 96%. Griffill reyndist oftast vera með lægsta verðið í könnun ASÍ en Bókabúðin Hamraborg oftast með hæsta verðið. Ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu verslana í þess- ari könnun. Forsvarsmenn Office 1 hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir gagnrýna harðlega vinnubrögð ASÍ. Í tilkynningunni kemur fram Office 1 hafi ekki ver- ið haft með í könnuninni og að það sé óskiljanlegt. Telja þeir einnig að ýmislegt hafi verið ábótavant við framkvæmd könnunarinnar. ■ sérverslun með utanhússklæðningar VELJIÐ VARANLEGT Á HÚSIÐ Húsaklæðningar úr stáli, kopar og múrsteini Þakefni úr áli, kopar og stáli Opið á laugardag og sunnudag frá 13 til 17 Komið og kynnið ykkur úrvalið KÚRANT Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík Sími 553 1111 kurant@kurant.is www.kurant.is KJARAMÁL Stéttarfélög við sunnan- verðan Faxaflóa hafa ákveðið að kljúfa sig frá Starfsgreinasam- bandinu á ný í komandi kjara- samningum og semja sér við at- vinnurekendur. Sigurður Bessa- son tilkynnti endurnýjun Flóa- bandalagsins, með Eflingu í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur innanborðs, á fram- kvæmdafundi Starfsgreinasam- bandsins á miðvikudag. Fjöldi fé- lagsmanna innan Flóabandalags- ins myndar meirihluta Starfs- greinasambandsins. Með ákvörðun verkalýðsfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu og Keflavík eru stéttarfélög á land- inu klofin í tvær fylkingar. For- ystumenn á landsbyggðinni hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun Flóabandalagsins og telja hana veikja stöðu verka- lýðsfélaganna í samningum við atvinnurekendur, sem verða laus- ir um áramótin. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, var höfundurinn að Flóabandalaginu árið 2000. „Ég hef miklar áhyggj- ur af því að þetta gæti riðið Starfsgreinasambandinu að fullu. Flóabandalagið telur sig hafa betri stöðu til að endurnýja samninginn sem gerður var árið 2000. Hann er reyndar að veru- legu leyti alveg eins og samning- ur Starfsgreinasambandsins,“ segir hann. ■ Japanir vígbúast: Kaupa bandarísk flugskeyti TÓKÍÓ, AP Japanir íhuga að kaupa bandarísk flugskeyti fyrir sem svarar hátt í 100 milljörðum ís- lenskra króna vegna þeirrar ógnar sem þeir telja að stafi af vígbúnaði Norður-Kóreu. Japanskir ráðamenn og sér- fræðingar hafa bent á að landið sé illa í stakk búið til að verjast hugs- anlegri árás Norður-Kóreumanna, sem grunaðir eru um að vera að þróa kjarnorkuvopn. Heimildir herma að yfirmenn varnarmála í Japan hafi farið fram á sem nemur rúmum 90 milljörðum íslenskra króna úr ríkissjóði til að þróa bún- að til að verjast flugskeytaárásum. Meðal annars á að kaupa banda- rísk flugskeyti sem kosta tæplega 1,4 milljarða króna stykkið. ■ HALLDÓR BJÖRNSSON Formaður Starfsgreinasam- bandsins telur að ákvörðun Flóabandalagsins um að semja sér við atvinnurekend- ur geti riðið sambandinu að fullu. Starfsgreinasambandið klofið í kjarasamningum: Flóabandalagið endurnýjað HELGI LAXDAL Formaður vél- stjórafélagsins segir Siglinga- stofnun hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að veita réttindalaus- um vélstjóra und- anþágu. Hvalveiðar skaða ímynd Íslands að mati Samtaka ferðaþjónustunnar: Þegar vör við afbókanir ERNA HAUKSDÓTTIR Framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunn- ar telur ímynd Ís- lands skaðast verulega af völd- um hvalveiða. BERVÍK SH Bervík SH-143 hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn frá því á síðasta ári. Skipið var svipt veiði- leyfi vegna meints brots á fiskveiðilögum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.