Fréttablaðið - 23.08.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 23.08.2003, Síða 12
Helgina 16. til 17. ágúst var það menningarnótt í Reykjavík sem yf- irskyggði allt annað. Reyndar stendur „nóttin“ núorðið aðeins til klukkan ellefu um kvöld og vin- sælasta „menningaratriðið“ er flug- eldasýning við höfnina. Ferða- mannastraumur til landsins jókst mjög þessa helgi því fréttamenn frá heimsfjölmiðlum flykktust hingað til að til að reyna að ná myndum af því hvernig Íslendingar fara að því að drepa hvali í vísindaskyni því mikil eftirspurn er jafnan eftir skemmtilegum myndum af blóðsút- hellingum í heimsfréttunum. Mánudaginn 18. ágúst tókst að stúta fyrsta hvalnum og „gekk aflíf- un dýrsins með hinum nýja sprengiskutli hratt og vel fyrir sig“ að sögn Hafró og einnig „ fór fram umfangsmikil sýnataka vegna rannsókna á viðkomu hrefnu, erfða- fræði, sníkjudýra- og meinafræði, ásamt rannsóknum á magni líf- rænna og ólífrænna mengunarefna í ýmsum vefjum hrefnunnar“ svo að nú þarf enginn að efast lengur um að kvikindið hafi látið líf sitt í þágu vísindanna – nema allar þjóðir heims fyrir utan Íslendinga og Jap- ani. Þriðjudaginn 19. ágúst sannaði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra virðingu sína fyrir réttlætinu með því að gera systkinabarn Dav- íðs Oddssonar að hæstaréttardóm- ara. Með þessu vill dómsmálaráð- herrann taka af skarið um að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum og enginn skuli þurfa að líða fyrir skyldleika sinn eða tengsl við ráða- menn þjóðarinnar. Miðvikudaginn 20. ágúst spurð- ist út að ítalska verktakafyrirtæk- inu Impregilo sem er að reisa handa okkur Kárahnúkavirkjun hafi tekist að ráða til sín kínverska rafvirkja sem ekki þiggja nema 12 þúsund krónur á mánuði í laun. Þetta vekur að sjálfsögðu upp spurningar um hvort kaupgjald á Íslandi hafi ekki farið gersamlega úr böndunum þegar þrælahald var aflagt. Þennan sama dag unnu Ís- lendingar frækilegan sigur á Fær- eyingum í knattspyrnu, 2:1, og hafa náð þeim frábæra árangri að ná fleiri stigum en Þjóðverjar og Skot- ar og eiga önnur lið ekki möguleika á að ná okkur nema með því að leika jafnmarga leiki og við. Fimmtudaginn 21. ágúst tókst Bandaríkjamönnum að handsama svonefndan Eiturvopna-Alí í Írak. En Alí þessi komst til mikilla áhrifa í Írak þrátt fyrir skyldleika sinn við Saddam Hússein. Leit stendur nú yfir að 3.000 löxum sem struku úr eldiskví í Norðfirði með það í hyggju að kynbæta hinn villta laxa- stofn landsins. Sömuleiðis stendur yfir leit að þeim starfsmanni Stöðv- ar 2 sem kjaftaði frá því að reynt hefði verið að þagga niður frétt um að stórlaxar hefðu boðið fjármála- ráðherra í laxveiðitúr. Föstudaginn 22. ágúst keyptu hagsýnar húsmæður og heimilis- feður sænautasteik í helgarmatinn fyrir 1.098 krónur kílóið... ■ Dómsmálaráðherra gekk þvertgegn niðurstöðu Hæstaréttar um skipun dómara við réttinn. Með því er brotið blað. Aldrei áður hefur umsögn réttarins verið hunsuð. Í umsögn Hæstaréttar er skýrt að sá sem fyrir valinu varð stendur öðrum úr hópi umsækj- enda langt að baki hvort sem litið er til þekkingar, reynslu eða menntunar. Ráðherra kallar þá niðurstöðu „vangaveltur“ sem séu „ágætar og gagnlegar“. „Hins veg- ar sé það ráðherra sem ráði því hver sé skipaður dómari.“ Hæstiréttur á ekki að ráða end- urnýjun í hópi dómara alfarið. At- beini ráðherra og þjóðþinga er til að útiloka að rétturinn verði lokað- ur klúbbur einsleitra einstaklinga. Hæstiréttur Íslands virðir þetta með því að tilgreina fleiri en einn sem heppilegan kost. Brýnast þyk- ir að styrkja dómstólinn á sviði réttarfars. Nýlegir áfellisdómar Mannréttindadómstóls Evrópu eru næg rök í því efni. Engum hefur þó áður dottið í hug að ráðherra taki sér alvald um skipan Hæstaréttar. Hingað til hefur hann valið milli bestu kosta á grundvelli umsagnar Hæstaréttar. Dómsmálaráðherra snýr hins vegar öllu á haus. Hann afneitar þeirri skyldu að velja hæfasta dómarann. Nauðvörn ráðherrans er að Hæstiréttur hafi ekki talið skjólstæðing sinn það langt að baki öðrum umsækj- endum að hann væri vanhæfur! Þetta er orðhengilsháttur. Dómsmálaráðherra er fullljóst að lágmarkskröfur til hæfni hæstaréttardómara eru skil- greindar í lögum. Hæstiréttur gat ekki hækkað rána í því efni þótt hann feginn vildi. Ef Alþingi hefði ekki slakað á hæfniskröfum til Hæstaréttar með lagabreytingu fyrir skemmstu hefði hinn nýi dómari hins vegar ekki komið til greina. Þegar leikreglur lýðræðisins eru svínbeygðar er umbóta þörf. Hæstiréttur þarf að tala skýrar í umsögnum sínum til að verjast ásælni stjórnlyndra manna. Um- sækjendum má raða í hæfnisröð eins og tíðkast í háskólasamfélag- inu hvað sem lágmarkskröfum líður. Ráðherra á að þurfa að gera Alþingi grein fyrir tillögu sinni um skipan dómara. Stuðning þingsins á að þurfa til að skipa dómara í andstöðu við Hæstarétt. Fréttatilkynning og skipunarbréf eiga ekki að duga til ómálefna- legrar skipunar í æðsta dómstól landsins. ■ 12 23. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Nú væri auðvitað rakið aðskrifa um skipan hins nýja dómara í Hæstarétt og þann mikla sigur í mannréttindabaráttu 2. flokks – nei, afsakið – 2. einkunn- ar lögfræðinga sem þar var unn- inn. En háði og spéi af því tagi verð ég þó að sleppa að sinni. Því alvörumál kom upp á yfirborðið í vikunni. Þarf „sérfræðing“ til að segja okkur hvað á að gera? Sú frétt að á Vestfjörðum hefði barn tilkynnt níðingsskap og of- beldi af hendi fullorðins „heimil- isvinar“ en þar til gerð barnaverndar- yfirvöld hefðu kos- ið að gera ekkert í málinu – sú frétt var eiginlega ömur- legri en svo að tár- um taki. Tilhugsunin er beinlínis skelfileg. Við eigum öll að vita núorðið hvaða helvíti barn gengur í gegnum sem verð- ur fyrir níðings- skap. Það tjóir ekki að afsaka sig með fávisku og þekking- arleysi – við eigum að vita að enginn glæpur er alvar- legri en níðings- skapur gegn börn- um. Því þeir sem þann viðbjóð fremja eru ekkert annað en sálar- morðingjar. Við eigum líka öll að vita hve hræðilega erfitt það er fyrir barn að láta vita af slíkum níðingsskap. Og það á ekki að þurfa að segja okkur hvaða viðbragða er þörf þegar lítið barn mannar sig loks upp til þess að skýra frá þeim hryllingi sem það hefur upplifað. Við eigum ekki að þurfa „sér- fræðinga“ til þess að segja okkur það. Það er þess vegna í hæsta máta ómerkileg afsökun ef á að hvítþvo hin svokölluðu „barna- verndaryfirvöld“ í plássi stúlk- unnar á Vestfjörðum með því að þau hafi ekki haft neinn „sérfræð- ing“ í vinnu. Það þarf engan „sér- fræðing“ til að segja öllu venju- legu fólki hvers er þörf þegar barn tekur til máls um þessa hluti. Níðingurinn var ekki einn En hvað gerðist þarna á Vest- fjörðunum? Barnið segir frá – málið kemur til kasta „barnaverndarnefndar“ á staðnum. Og hvað gerist? Ekkert. Málið er ekki kært. Níðingur- inn fer sinna ferða. Málið er þagg- að niður. Hvaða skilaboð eru barn- inu send með því? Annað hvort þau að fullorðna fólkið trúi barninu ekki. Það sé bara að ljúga. Eða hin, sem eru ennþá verri – þetta skiptir engu máli. Þú skiptir engu máli. Níðingurinn er pott- þéttur kall hér á staðnum – hvaða máli skiptir þó hann hafi níðst á þér? Þú ert bara ómerkilegur krakki. Og vertu svo ekki að fleipra meira um þetta! Það líður hálft ár – þá fer auð- vitað eins og hlaut að fara. Níðing- urinn lætur aftur til skarar skríða. Og hver er reynsla barnsins? Jú, ekki aðeins einn maður hefur níðst á því. Heldur allt það samfé- lag. Því miður geta víst flestir átt á hættu að rekast á einn og einn níðing og/eða ofbeldismann í líf- inu. En reynsla þessa barns hlýtur að vera sú að níðingurinn sé ekki aðeins einn. Fyrirgefiði – hvað erum við Ís- lendingar að þykjast fjalla af hneykslun um hvernig kaþólska kirkjan hefur þaggað niður níð- ingsskap gegn börnum gegnum tíðina? Eigum við virkilega að fara varlega? Hvað á að gera? Fara ægilega varlega eins og forstöðumaður Barnaverndarstofu virðist vilja gera? Ekki fordæma „barna- verndarnefndina“ á Vestfjörðum af því við þekkjum ekki allar „að- stæður“ og af því nefndin hafði ekki aðgang að neinum „sérfræð- ingi“? Ja, svei! Við skulum víst fordæma þessa nefnd. Mér er skapi næst að leggja til að hún verði kærð og sökuð um aðild að níðingsskapnum. Því það VERÐUR að koma í veg fyrir að annað eins og þetta geti nokkurn tíma átt sér stað aftur. ÞAÐ VERÐUR. ■ ■ Bréf til blaðsins Ráðherra ræður Hvalveiðar, frændsemi og þrælahald ■ Við eigum öll að vita núorðið hvaða helvíti barn gengur í gegnum sem verður fyrir níð- ingsskap. Það tjóir ekki að af- saka sig með fávisku og þekkingarleysi – við eigum að vita að enginn glæpur er al- varlegri en níð- ingsskapur gegn börnum. Því þeir sem þann viðbjóð fremja eru ekk- ert annað en sálarmorðingj- ar. Skoðun dagsins DAGUR B. EGGERTSSON skrifar um ráðningu hæstaréttardómara. ILLUGI JÖKULSSON ■ skrifar um kynferð- islega misnotkun á börnum. Um daginnog veginn Byrgið ber af R.H. skrifar: Óttar Guðmundsson geðlæknirbirti grein í Morgunblaðinu 12. ágúst sl. þar sem hann stað- hæfir að meðferðarúrræði hér séu fleiri en annars staðar í Vest- ur-Evrópu. Gott, en betur má ef duga skal. Það er ekki magn held- ur gæði sem skipta máli. Óttar segir mikilvægt að finna önnur úrræði fyrir fólk en að loka það inni á meðferðarheimilum. Þá hafi nútímageðlækningar horfið fyrir löngu. Eins eigi að hverfa frá því að líta á langvarandi inni- lokun sem heppilegt meðferðar- úrræði. Slík meðferð geti gert meiri skaða en gagn. Óttar minn, ekki rugla ykkar meðferðar- úrræðum saman við önnur sem tvímælalaust sýna góðan árangur. Óttar segir Gistiskýlið gott fé- lagslegt úrræði í grein sinni. Að mínu mati er Gistiskýlið ekki lausn heldur geymslustaður yfir blánóttina. Útigangsmenn taka strax upp fyrri iðju að morgni. Með þessu er verið að viðhalda sjúkdómnum í stað þess að finna varanlega lausn. Það þarf að fæða einstaklinginn og næra jafnt and- lega sem líkamlega. Láta viðkom- andi axla ábyrgð, treysta honum fyrir því smæsta þar til hann veldur því stærsta. Mér virðist að enginn sé tilbúinn að gera það sem til þarf nema Byrgið. Um málefni útigangsmanna í Reykjavík segir Óttar ástandið ekki mikið verra en áður, og vitn- ar í þá sem til þekkja. Hversu vont þarf það að vera? Þá segir Óttar umræðu síðustu daga um málefni útigangsmanna hafa farið of geyst af stað. Eru hraðatak- mörk fyrir því hversu fljótt má bregðast við vandanum? Óttar telur að endurskoða þurfi þau meðferðarúrræði sem notast er við. Ég er sammála honum. Spurningin er hver metur bestu úrræðin. Ég legg til að þar fari Byrgismenn fremstir í flokki. ■ HÆSTIRÉTTUR „Ráðherra á að þurfa að gera Alþingi grein fyrir tillögu sinni um skipan dómara. Stuðning þingsins á að þurfa til að skipa dómara í andstöðu við Hæstarétt.“ Níðingar á Vestfjörðum BÖRN AÐ LEIK „Sú frétt að á Vestfjörðum hefði barn til- kynnt níðingsskap og ofbeldi af hendi full- orðins „heimilisvinar“ en þar til gerð barnaverndaryfirvöld hefðu kosið að gera ekkert í málinu – sú frétt var eiginlega öm- urlegri en svo að tárum taki.“ Eitt eilífðarsmáblóm ÞRÁINN BERTELSSON ■ hraðspólar fréttir vikunnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.