Fréttablaðið - 23.08.2003, Page 41

Fréttablaðið - 23.08.2003, Page 41
41LAUGARDAGUR 23. ágúst 2003 Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Á Hólmsheiði. 18 mánuðir. Íslandsflug. Það er mikill hiti á Reyðarfirðivegna byggingar BMVallár á tveimur sementssílóum sem skyggja víst ekki bara á smábáta- höfnina heldur alla fjallasýn. Að sögn endar þetta með því að líta út eins og tveir Hall- grímskirkju- turnar. Á besta stað í bænum, nota bene. Íbúar ættu að geta huggað sig við að þetta eigi að vera tímabundið og talsmenn BM Vallár segja turnana fara fyrr eða síðar. Fólk er bara hrætt um að þegar búið sé að reisa svona flykki fari þau aldrei. ■ Breyttir tímar Hilmir lík- lega ekki í stórmynd STÓRMYND „Ég hugsa að þetta sé bara dottið upp fyrir,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari. „Það merkir það oft þegar maður heyrir ekki neitt frá svona köllum í dáld- in tíma.“ Hilmir fór í prufu fyrir skömmu og kom þá til greina í aðalhlutverkið í næstu stórmynd Milos Formans sem gerði Man on the Moon með Jim Carrey, en Hilmir átti að leika á móti Winonu Ryder. „Svo nú fer ég bara að æfa Rík- harð þriðja í Þjóðleikhúsinu,“ segir Hilmir Snær. ■ Áhorfendur 70 mínútna á Popp-Tíví hafa tekið eftir því að það vantar Sveppa, Sverri Sverrisson, þann mikla snill- ing. Margir eru ef- laust súrir því Sveppi er mjög vinsæll og gerir þáttinn frekar geggjaðan. En mál- ið er að hann er kominn í fæðingar- orlof. Ætlar að sinna konu sinni og litla barninu sem er væntanlegt. Hans verður sárt saknað en hann kemur eflaust endurnærður á skjáinn fyrr en síðar. Fréttiraf fólki Svala Björgvinsdóttir söngkona vinnur nú í róleg- heitunum að annarri sólóplötu sinni. Í FYRRA... ... átti ég engan kött. NÚNA... ... á ég hreinræktaða golden persalæðu sem heitir Susie. HILMIR SNÆR GUÐNASON Milos Forman hefur ekki haft samband við hann svo nú fer Hilmir bara að æfa Ríkharð þriðja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.