Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 33
Þegar gítarleikarinn WesBorland hætti í Limp Bizkit fór Fred Durst í heljarinnar leit um Bandaríkin í von um að finna gítar- leikara sem gæti fyllt upp í tóma- rúmið. Þegar það skilaði engum ár- angri hvatti hann aðdáendur sveit- arinnar til þess að senda Borland tölvupóst og biðja hann um að koma aftur. Þegar það skilaði engum ár- angri fór Durst í fýlu og hélt því fram í viðtölum að hann hefði samið alla gítara sem Borland spilaði. Einhvern veginn trúi ég því ekki. Það ætti því ekki að koma nein- um á óvart að greyið hann Durst veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga á nýju plötunni. Það vantar brodd í rokklögin og popptilraun- irnar mistakast. Hiphoplagið með Snoop Dogg er bæði honum og sveitinni til skammar. Durst er snjall útsetjari og engin ástæða að halda að hann geti ekki gert ágætis plötu einn, þó það takist ekki í þetta skiptið. Því miður. Kannski er Britney um að kenna? Mömmustelpan kreisti víst blóð úr hjarta Durst og er hann bit- ur og reiður maður í ástarsorg á plötunni. Slíkt hentar sumum, en ekki honum. Hann og tónlist hans virka best í uppsveiflunni, í lögum á borð við „Rollin“ eða „Nookie“ þar sem Durst hefur verið í hlutverki spillta og ríka partídrengsins. Og er ég sá eini sem finnst nýja smáskífulagið „Eat You Alive“ minna heilmikið á „Heima er best“ með Botnleðju? Án efa versta plata sveitarinnar frá upphafi. Birgir Örn Steinarsson LIMP BIZKIT: Results May Vary Durst í fýlu 33FIMMTUDAGUR 25. september 2003 Næturvörður á stærsta forn-safni Ástrala var á dögunum handtekinn fyrir að stela rúmlega 2.000 munum af safninu á fimm ára tímabili frá 1997. Þar á meðal var uppstoppað ljón. Maðurinn hafði komið því og öllum munum fyrir á heimili sínu, sem var orðið skreytt af ómetanlegum munum. Þótt ótrúlegt megi virðast gerði maðurinn lítið sem ekkert til þess að reyna að fela aðgerðir sínar og notaði m.a. lyftara safns- ins í nokkur skipti til þess að fjar- lægja munina af stöðum sínum í safninu. Á meðal muna sem vörð- urinn tók voru hauskúpur, heilar beinagrindur og skinn. Ljónið uppstoppaða, sem mað- urinn stal, var sett á safnið árið 1911. Talsmaður safnsins segir það augljóst að maðurinn hafi verið að reyna að setja upp sitt eigið safn á heimili sínu. Hvort hann hafði í huga að hagnast á því eður ei er ekki vitað. Maðurinn var auðvitað rekinn og kærður, bæði fyrir stuld og ósiðlegt athæfi. Þetta mun vera í fyrsta skiptið í 124 ára sögu safnsins sem næturvörður er ákærður fyrir að hnupla safn- munum. ■ Næturvörður stelur ljóni Skrýtnafréttin Frumsýningarum helgina Dómar í erlendum miðlum Jeepers Creepers 2 Internet Movie Database - 4.9 /10 Rottentomatoes.com - 25% = Rotin Entertainment Weekly - C- Matchstick Men Internet Movie Database - 7.4 /10 Rottentomatoes.com - 81% = Fersk Entertainment Weekly - B- Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) Gildir til 28. september eða á meðan birgðir endast. Úlpur á ótrúlegu verði 1.999kr verð áður 2.999- 3.999kr verð áður 4.999- 2.499kr verð áður 3.499- 2.499kr verð áður 3.999- Ökklaskór svartir st. 29-39 Kuldaskór rauðir, bláir, bleikir st. 22-34 Gönguskór dökkgráir, ljósgráir st. 28-41 Kuldaskór loðfóðraðir svartir st. 36-41 2.999kr 2.999kr 2.999kr 3.999kr Ekta leður Umfjölluntónlist

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.