Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 1
KANNABIS Íslendingar rækta sjálfir megnið af því maríjúana sem selt er hér á landi. Þetta staðfestir lög- reglan í Reykjavík. Lögreglan hefur náð nokkru af tilbúnu marí- júana og eins af plöntum og öðru til ræktunar. Á síðasta ári voru til dæmis tekin rúm þrjú kíló af til- búnu maríjúana, tæp tíu kíló af kannabislaufum og 1.794 kanna- bisplöntur auk annars. Að sögn Halls Hilmarssonar, hjá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík, finnst maríjúana sjaldan í send- ingum hingað og þegar það finnst er það í litlu magni. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, segir að nokkur ár séu síðan ræktun jókst á ný eftir að minna hafði verið um það. Að- stæður til ræktunar og þekking hefur aukist og því hefur heima- ræktun komist aftur á skrið. „Við höfum fengið heilmikið af kannabisplöntum til rannsóknar, bæði sem eru ræktaðar hér á landi og annars staðar,“ segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefna- fræði við læknadeild Háskóla Ís- lands. Jakob segir að ekki sé langt síð- an farið var að rækta kannabis hér á landi í e inhverjum mæli. Erfitt er að segja til um hvort munur sé á ís- lensku og er- lendu efni. „ G r ó ð u r - húsalömpum hefur verið stolið héðan, líklega til að nota við rækt- un,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkis- ins. Hann segist halda að kanna- bisplönturnar séu ekki ræktaðar í gróðurhúsum, heldur í lokuðu og gluggalausu rými. „Ég á ekki von á að ræktun gangi vel án dags- birtu.“ Sveinn segir ekki mikið um að gróðurhúsalömpum hafi verið stolið að undanförnu. Sveinn segir að hægt sé að nota vaxtahormón til að breyta vexti plantna en þannig fæst hvorki réttur vöxtur né góðar plöntur. Framleiðsla fíkniefna var 11,5 prósentum meiri í fyrra hér á landið en árið á undan. hrs@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 FÖSTUDAGUR ● enn ósátt við ruth reginalds ▲ SÍÐA 54 Hefur ekki húmor fyrir rangfærslum Ríkey Ingimundardóttir: ● hvað segja börnin um þorramatinn? ▲ SÍÐUR 38–39 börn o.fl. Einelti í skólum minnkar um þriðjung Þorlákur Helgason: vínsýning um helgina ● þorrablót í frankfurt ▲ SÍÐUR 34–36 matur o.fl. Verslar með lífrænar vörur Hildur Guðmundsdóttir: MÆTA UNGVERJUM Íslenska lands- liðið í handbolta mætir Unghverjum á Evrópumótinu í Slóveníu. Leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint í Sjónvarpinu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 23. janúar 2004 – 22. tölublað – 4. árgangur RÁÐHERRA BREYTTI RÉTT Hæsti- réttur telur að umhverfisráðherra hafi tekið rétt á málum þegar úrskurði Skipulags- stofnunar, sem hafnaði byggingu Kára- hnjúkavirkjunar, var snúið. Sjá síðu 2 MIKIL VÖXTUR Fimm stærstu félögin í Kauphöllinni hafa vaxið að verðmæti um tæplega 190 milljarða króna á einu ári. Þetta er meiri verðmætaaukning en sem nemur öllum fjárfestingum vegna virkjunar og stóriðju á Austurlandi. Sjá síðu 4 BUSH GAGNRÝNDUR Andstæðingar Bush Bandaríkjaforseta meðal demókrata gagnrýna stefnu hans harðlega og segja hann stunda blekkingaleik. Sjá síðu 6 BRUTU EKKI JAFNRÉTTISLÖG Ráðning leikhússtjóra á Akureyri fól ekki í sér brot á jafnréttislögum að mati Hæsta- réttar. Fyrrum framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu segir dóminn mikinn létti. Sjá síðu 10 LUNDÚNIR, AP Breska ríkisútvarpið afhjúpaði eigin mistök í heim- ildarþætti þar sem fjallað var um þátt BBC í þeirri atburðarás sem leiddi til dauða vopnasérfræð- ingsins Davids Kelly. Kelly svipti sig lífi í júlí í fyrra eftir að fjölmiðlar upplýstu að hann hefði verið heimildarmaður BBC í frétt um skýrslur ríkis- stjórnarinnar varðandi vopna- eign Íraka. Nefnd sem skipuð var til að rannsaka dauða Kellys mun skila skýrslu í næstu viku en bú- ist er við harðri gagnrýni á vinnu- brögð BBC og bresku ríkis- stjórnarinnar. Í heimildarþættinum kom fram að fréttamaðurinn, sem ræddi við Kelly, hefði áður verið áminntur fyrir ónákvæm vinnu- brögð. Því var einnig haldið fram að yfirmanni fréttadeildar BBC hefði láðst að kynna sér gögn málsins áður en hann ákvað að verja gjörðir fréttamannsins. Sýnd voru brot út viðtali við Kelly þar sem hann sagði að heimsbyggðinni stafaði sannar- lega ógn af gereyðingarvopnum Íraka. Hann hélt því fram að Írakar gætu að líkindum gripið til gereyðingarvopna með nokkurra daga fyrirvara en sagðist draga það í efa að þeir myndu beita slík- um vopnum nema í stríði. ■ Heimildarþáttur um David Kelly málið: BBC afhjúpar eigin mistök Kalli Bjarni: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Snaggaralegur sonur þjóðarinnar birta það besta í bænum ● einstakir vettlingar ÓLAFUR GUNNARSSON OG GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Tóku við Íslensku bókmenntaverðlaunum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á gær. Ólafur fékk verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir sögulega skáldsögu sína um Jón Arason, Öxina og jörðin, en Guðjón var verðlaunaður í flokki fræðirita fyrir seinna bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar. Þetta er í þriðja sinn sem Guðjón hlýtur verðlaunin. Nánar á bls. 54 Geimreiðin Spirit: Sambandið rofnaði BANDARÍKIN, AP Bandaríska geim- ferðastofnunin, NASA, tilkynnti í gær að nær allt samband hefði rofnað við geimreiðina Spirit frá reikistjörnunni Mars. Að sögn Petes Theisinger, talsmanns NASA, hefur ekki náðst sam- band við geimreiðina síðan snemma á miðvikudag og einnig hafi litlar sem engar sendingar borist frá Mars. Annaðhvort sé um að kenna meiriháttar bilun í sjálfum drifbúnaði geimreiðar- innar eða tölvukerfi hennar. „Þetta er alvarlegt vandamál og eitthvað sem við áttum ekki von á,“ sagði Theisinger. Geimreiðin Opportunity, sem er tvíburasmíð Spiritar, lendir á Mars á sunnudaginn. ■ HVESSIR UM ALLT LAND SÍÐ- DEGIS. Djúp lægð er að ganga yfir land- ið. Hvessir af norðri í kjölfar hennar. Mjög hvasst á Vestfjörðum síðdegis og í kvöld og á öllu Norðurlandi í nótt. Kólnandi veður. Sjá síðu 6. DAVID KELLY BBC sýndi brot úr viðtali við breska vopna- sérfræðinginn David Kelly í heimildar- þættinum Panorama. Íslenskt maríjúana annar neyslunni Framleiðsla fíkniefna á síðasta ári jókst um 11,5 prósent frá árinu á undan. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er megnið af því maríjúana sem selt er hér á landi íslensk framleiðsla. Munið bóndadaginn MARÍJÚANA Heimaræktað maríjúana náði ekki á markaðinn hér í fyrstu þar sem magn virka efnisins var mjög lágt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.