Fréttablaðið - 23.01.2004, Blaðsíða 8
8 23. janúar 2004 FÖSTUDAGUR
■ Sjávarútvegur
■ Landbúnaður
Best klædda konan
„Ég á náttúrlega nálægt 50 síð-
kjólum og dressum sem ég kalla
skítagalla, það eru sko vinnu-
fötin mín.“
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Fréttablaðið 22. janúar
Litli ljóti andarunginn
„Ef mönnum væri hlátur í hug
væri hægt að hlæja með öllum
kjaftinum að gaggi Lómatjarn-
arálftarinnar, þegar hún upplýs-
ir að hún hafi orð kaupendanna
á Rifi fyrir því að fyrir öllu verði
vel séð á Akureyri.“
Sverrir Hermannsson um söluna á ÚA,
Morgunblaðið 22. janúar.
Vandinn leystur
„Kerfið sem slíkt er orðið innan-
mein í þjóðfélaginu, það er að
sligast undan heilbrigðu fólki á
meðan þeir sjúku komast ekki
að.“
Lýður Árnason læknir um vanda
heilbrigðiskerfisins, DV 22. janúar.
Orðrétt
Deildarforseti lagadeildar um ákvörðun dómstólaráðs:
Finnum einhvern flöt á þessu
MENNTUN „Við höfum átt góða sam-
vinnu við dómstólana og ég reikna
með að svo verði áfram. Við finn-
um einhvern flöt á þessu,“ sagði
Eiríkur Tómasson, deildarforseti
lagadeildar Háskóla Íslands, um
þá ákvörðun dómstólaráðs að hér-
aðsdómstólar taki ekki laganema í
námsvist á þessu ári.
Eiríkur sagði að sér hefði ekki
verið kunnugt um þessa ákvörðun
fyrr en hann hefði lesið um hana í
Fréttablaðinu í gær. Þar var jafn-
framt greint frá því, að ákvörðun-
in væri tekin vegna fjárhagsstöðu
dómstólanna.
Eiríkur sagði að nemendur
hefðu víða leitað fanga með náms-
vist, til dæmis hjá lögmanna-
stofum, sýslumannsembættum og
ýmsum opinberum stofnunum og
fyrirtækjum.
„Við höfum ekki orðið vör við
annað en að þeim hafi gengið vel
að fá slíka vinnu,“ sagði Eiríkur.
„Ég held að það séu að minnsta
kosti ekki vandræði enn sem kom-
ið er. En ef nemendum fjölgar þá
kunna að skapast vandræði. Við
munum bregðast við þessu til-
tekna máli fyrr en við fáum form-
lega tilkynningu um þetta.“ ■
Löglegt en siðlaust
Fyrirtæki á Akureyri hafa boðið starfsfólki í veikindaleyfi að skrifa undir
starfslokasamninga án þess að viðkomandi hafi nýtt áunninn veikindarétt.
Oftar en ekki eiga eldri konur í hlut sem komnar eru fast að starfslokum.
KJARAMÁL Félag verslunar- og
skrifstofufólks á Akureyri vill að
gefnu tilefni vara félagsmenn
sína við að skrifa undir ráðningar-
samninga og/eða
starfslokasamn-
inga án samráðs
við félagið.
„Það hafa komið
upp nokkur tilfelli
á síðustu mánuðum
þar sem starfsfólk
hefur skrifað undir
samninga við atvinnurekendur án
þess að þekkja réttindi sín. Í haust
hafa komið upp þrjú tilfelli þar
sem starfsfólki í veikindaleyfi
hefur verið boðið að gera starfs-
lokasamninga, án þess að nýta
áunninn veikindarétt sinn. Við
getum lítið gert þegar búið er að
skrifa undir. Þetta er löglegt en
siðlaust,“ segir Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir, framkvæmdastjóri
félagsins.
Hún segir að í hlut eigi fjöl-
mennir vinnustaðir á Akureyri,
fleiri en einn.
Úlfhildur segir að í öllum til-
fellum sé um að ræða einstaklinga
sem komnir séu nálægt starfslok-
um vegna aldurs. En vegna krank-
leika, treysti þeir sér ekki lengur
til að stunda vinnu sína.
„Þetta eru eldri konur sem um
ræðir og þeim hefur verið boðið
að skrifa undir formleg starfslok.
Vinnuveitendurnir sem í hlut eiga
hafa ekki haft fyrir því að kynna
viðkomandi rétt sinn, sem getur
verið allt upp í sex mánuðir á full-
um launum. Við megum ekki
gleyma því að kjarasamningar
eru gagnkvæmir og báðum aðil-
um ber að túlka hann á sama hátt.
Þeir sem í veikindatilfellum,
skrifa undir starfslokasamninga,
án þess að nýta áunninn veikinda-
rétt sinn, skerða þannig rétt sinn
til sjúkradagpeninga hjá stéttar-
félagi. Það er full ástæða til að
vara fólk við og hvetja það til að
leita upplýsinga hjá sínu stéttar-
félagi áður en slíkir samningar
eru gerðir,“ segir Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir.
the@frettabladid.is
PETER SCHOOMAKER
Schoomaker segir að hernaðarátökin í Írak
og Afganistan hafi skilað hernum
mikilvægri reynslu.
Átökin í Írak:
Mikilvæg
reynsla
BANDARÍKIN, AP Peter Schoomaker,
hershöfðingi og yfirmaður banda-
ríska hersins, segir að hernaðar-
átökin í Írak og Afganistan hafi
skilað hernum mikilvægri
reynslu. Þetta kom fram í viðtali
við AP-fréttastofuna og sagði
Schoomaker, sem tók við yfir-
stjórn hersins í ágúst, að þátttak-
an í átökunum hefði gefið gott
tækifæri til þess að bæta stríðs-
hæfni hermannanna.
Hann neitaði því þó að
stríðsæsingar hefðu verið hafðar í
frammi en sagði að her þyrfti
ávallt að vera tilbúinn til átaka og
að hermenn þyrftu ekki síður að
venjast þeirri spennu sem fylgi
stríðsátökum. ■
SLÁTRUN Í TAÍLANDI
Grunur leikur á að fólk hafi smitast af
fuglaflensu í Taílandi.
Fuglaflensan í Asíu:
Japanar
stöðva inn-
flutning
JAPAN, AP Japönsk stjórnvöld hafa
stöðvað innflutning á kjúklingum
frá Taílandi eftir að grunur vakn-
aði um þrjú fuglaflensutilfelli í
mönnum í landinu, en sýni úr fólk-
inu eru nú til rannsóknar.
Grunur leikur á að fuglaflensa
hafi þegar komið upp í kjúkling-
um í Taílandi en þarlendir hafa
ítrekað neitað því á síðustu dögum
þrátt fyrir fjöldaslátrun.
Talsmaður japanska heilbrigð-
isráðuneytisins sagði í gær að
ákveðið hefði verið að stöðva inn-
flutninginn meðan beðið væri nið-
urstaðna rannsókna.
Að minnsta kosti fimm dauðs-
föll eru rakin til fuglaflensu í
Víetnam. ■
VEIÐA VEL AF LOÐNU Góður
gangur er í loðnuveiði hjá skipum
Eskju að því er fram kemur á vef
félagsins. Hólmaborg fyllti sig á
30 klukkutímum og sneri aftur í
höfn með 2.300 tonna afla. Jón
Kjartansson hefur einnig fiskað
vel og var væntanlegur til Eski-
fjarðar í gærkvöldi með full-
fermi.
SÍLDARKVÓTINN LANGT KOMINN
Lítið er orðið eftir af síldarkvót-
anum. 122.000 tonn hafa borist á
land það sem af er fiskveiðiárinu
en heildarkvótinn er tæplega
131.000 tonn. Mest hefur borist á
land hjá Skinney-Þinganesi, tæp
20.000 tonn.
FINNUR INGÓLFSSON
Segir erfitt fyrir VÍS að sitja, með hreinan
skjöld, undir áralangri rannsókn.
Rannsókn á
tryggingafélögum:
Óvissan
erfiðust
RANNSÓKN „Ég fagna því ef menn
sjá fyrir endann á þessu. Þetta
hefur tekið óskaplega langan
tíma,“ segir Finnur Ingólfsson,
forstjóri VÍS, um rannsókn Sam-
keppnisstofnunar á tryggingafé-
lögunum. Stefnt er að því að rann-
sókninni ljúki í mars en það ber
þó að hafa í huga að rannsókninni
hefur oft seinkað frá því sem ætl-
að var. Þannig sagðist Valgerður
Sverrisdóttir viðskiptaráðherra á
Alþingi í byrjun nóvember á síð-
asta ári hafa vissu fyrir því að
rannsókninni lyki fyrir áramót.
„Við höfum hitt þá, það voru
ekki samningafundir heldur ein-
vörðungu til að fara yfir stöðu
málsins,“ segir Finnur um sam-
skipti VÍS við Samkeppnisstofnun
vegna málsins. „Það sem er erfið-
ast fyrir félögin að búa við er
óvissan, og það sem ýmsir hafa
gaman af að láta að liggja að ein-
hverju og stundum jafnvel full-
yrða að hlutir séu ekki með eðli-
legum hætti. Fyrir þá sem eru
með hreinan skjöld, eins og VÍS
en ég get ekki talað fyrir hin fé-
lögin, er erfitt að sitja undir
slíku.“ ■
ATVINNUSKÖPUN Í SVEITUM
Stefnt er að því að efla atvinnu-
sköpun á bændabýlum með
tveggja ára átaksverkefni Bænda-
samtakanna og Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins. Að því er fram
kemur á vef Bændasamtakanna er
meginmarkmiðið að vinna með
bændum í leit að hvers konar at-
vinnutækifærum og möguleikum
til aukinnar tekjuöflunar til sveita.
SKIPAFLUTNINGAR Trans Atlantic
Lines, systurfélag Atlantsskipa,
hefur gert nýjan fimm ára samn-
ing við flutningadeild Bandaríkja-
hers. Samningurinn er metinn á
15 milljónir dollara eða um 1.050
milljónir króna.
„Samningurinn nær yfir er-
lendan hlut útboðsins, sem er um
35% af heildarflutningum í magni
en um 60% af útgjöldum hersins,“
segir í tilkynningu frá Atlants-
skipum. Í henni kemur einnig
fram að Eimskip hafi boðið í þenn-
an hluta útboðsins í samstarfi við
fyrirtæki í Bandaríkjunum.
Atlantsskip munu ekki gera
neinar breytingar á skipastól sín-
um vegna samningsins. Flutn-
ingaskipið M/S Geysir verður not-
að við flutningana.
Fyrr í mánuðinum samdi Eim-
skip við herinn um íslenska flutn-
ingshlutann og er sá samningur
metinn á um 10 milljónir dollara
eða um 700 milljónir króna. Í til-
kynningu Atlantsskipa segir að
það hafi óveruleg áhrif á starf-
semi og þjónustu Atlantsskipa að
annar hluti flutninganna sé ekki
lengur á vegum fyrirtækisins. ■
EIRÍKUR TÓMASSON
Það kunna að skapast vandræði ef
nemendum fjölgar.
Skurðaðgerð:
80 kílóa æxli
fjarlægt
BÚKAREST, AP Bandarískur læknir
fjarlægði í fyrradag 80 kíló-
gramma góðkynja æxli úr rúm-
enskri konu á sjúkrahúsi í
Búkarest.
Lucia Bunghez, sem er 46 ára, er
með sjaldgæfan litningagalla sem
veldur því að æxli myndast í lík-
ama hennar. Hún hefur verið
rúmföst í þrjú ár vegna æxlis sem
þekur allt bakið og nær niður á
mið læri. Bunghez vegur 120 kíló
en án æxlisins væri hún aðeins
um 40 kíló að þyngd.
Læknirinn McKay McKinnon
bauð fram þjónustu sína án endur-
gjalds. ■
ATLANTSSKIP
Engar breytingar á skipastól Atlantsskipa
vegna samningsins.
Atlantsskip semja um flutninga fyrir varnarliðið:
Milljarðssamningur
við Bandaríkjaher
■
Það er full
ástæða til að
vara fólk við og
hvetja það til
að leita upplýs-
inga hjá sínu
stéttarfélagi
ÚLFHILDUR RÖGNVALDSDÓTTIR
Framkvæmdastjóri Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri varar félagsmenn við að undirrita starfslokasamninga við vinnuveitendur
nema að höfðu samráði við stéttarfélag. Dæmi eru um að fólk hafi afsalað sér nokkurra mánaða veikindarétti.