Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 34

Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 34
matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Vínin frá Bouchard Ainé &Fils hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess á Íslandi og eru líklega þau Búrgundarvín sem mestra vinsælda hafa notið á undanförnum árum. Vínin eru stílhrein, gefa góða mynd af einkennum héraðs- ins og henta vel al- þjóðlegum smekk. Víngerðarmaðurinn Stephane Oudar kom hingað til lands í morgun og verður gestur á vínsýningunni á Hótel Loftleiðum um helgina. Á s u n n u d a g i n n mun hann flyt- ja fyrirlestur um héraðið og leyfa gestum að smakka á vínum frá f y r i r t æ k i sínu, meðal annars þess- um tveimur kunnu vínum: Cavalier de France Einfalt og aðgengilegt vand- að rauðvín á hagstæðu verði. Hentar vel flestum kjötréttum og ostum. Verð í Vínbúðum 840 kr. Pouilly-Fuissé Eitt sölu- hæsta „gæða- hvítvín“ á Ís- landi enda með hæst s k r i f u ð u h v í t v í n u m Búrgundar- h é r a ð s . Ferskt og þurrt með titrandi ávex- ti. Fer vel með öllum betri sjávar- réttum og hvítu kjöti. Verð í Vín- búðum 1.790 kr. ■ Víngerðarmaður frá Bouchard Ainé & Fils Vínsýningin um helgina Eiginkonur, unnustur, - allar konur! BÓNDADAGSTILBOÐ á rómantískasta staðnum í bænum R A U Ð A R Á R S T Í G 3 7 Fordrykkur Humarsúpa - cappuccino Alvöru bóndasteik Nauta prime 250-300 gr Desert- grand marnier pönnuköku ís. kr. 4200! Borðapantanir í síma 562 6766 og 699 2363 Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Eiginkonur - unnustur Eigið dúndurkvöld með eiginmanninum á Bóndadaginn. Lostafullar körfur af þorramat. Pantið í tíma í síma 562 2738. V E R S L U N I N S V A L B A R Ð I Reykjavíkurvegi 68, s. 564 2783 Framnesvegi 44, s. 551 2783 HAFRAMJÖLSKAKAN Hneturnar gefa henni heilsufæðisblæ og gott bragð. Hafra- mjölskaka 1 bolli hveiti 1 bolli sykur 1 bolli haframjöl 2 tsk. lyftiduft 1 bolli brætt smjörlíki 2 egg 100 g saxaðar heslihnetur 1/2 bolli mjólk Allt sett í skál og hrært. Sett í stórt tertuform og bakað í 40 mín- útur við 175 gráður. KREM 150 g flórsykur 1 msk. kakó 2 msk. brætt smjör 1 msk. heitt vatn piparmyntudropar eða vanilla Hrært og breitt á kökuna heita. ■ Einar Thoroddsen með fyrirlestur á Vínsýningunni: Fékk ekki að koma fram í Dómkirkjunni í Reims Á vínsýningunni á Hótel Loftleið-um um helgina mun Einar Thoroddsen læknir halda fyrirlest- ur um vín frá Bordeaux en hann er einn þekktasti vínspekúlant Ís- lands. Hann hefur mikið skrifað bækur um vín og sést reglulega í Ís- landi í bítið þar sem hann kynnir svefndrukknum Íslendingum vín- listina í morgunsárið. Einar tók fyrstur Íslendinga þátt í Ruinart- vínkeppninni fyrir 12 árum síðan en vínþjónar keppa einmitt í Ruinart- keppninni á sýningunni. „Ruinart vildi endilega fá einhvern frá Ís- landi, þjón eða einhvern sem hefði vínkjallara, og það var hægt að þræla mér inn í þann ramma. Ég hélt því til keppni í Reims þar sem Jóhanna af Örk krýndi kónginn sinn en fékk nú reyndar ekki að koma fram í dómkirkjunni! Þetta var mik- ið prógramm, skriflegt próf og blindsmakk og svo verklegur hluti, til dæmis umhelling eftir vissum settum reglum sem mér voru ekki kunnar þá. Vínþjónum eru uppá- lagðar vissar seremóníur eða rútín- ur við þetta og ég er náttúrlega ekki vínþjónn og gerði þetta eftir mínu höfði. Ég keppti aftur tveimur árum seinna og þá gekk þetta allt saman mikið betur, er mér sagt. Ég mun fylgjast með keppninni um helgina og svo ætla ég að tala um það vín- svæði sem er í mestu uppáhaldi hjá mér, Bordeaux. Þetta er stærsta gæðavínsvæði heims og væntan- lega það fjölbreytilegasta. 80% vína sem safnarar sjá ástæðu til að fjár- festa í og geyma í vínkjöllurum koma frá Bordeaux og Búrgund nema menn séu með dellu fyrir ein- hverju öðru.“ ■ EINAR THORODDSEN Heldur fyrirlestur á vínsýningunni á Hótel Loftleiðum um helgina. ÓLÍFUOLÍA Ólífuolía er bragðmikil matarolía. Hún er mikið notuð í mat sem á ættir að rekja til Miðjarðar- hafsins, einkum þó Suður-Frakklands og Ítalíu. Í grófum dráttum má skipta olíunni í venjulega ólífuolíu sem er gul að lit og jómfrúarolíu sem er græn. Ólífuolía er notuð bæði til steikingar, einkum sú gula og til dæmis út á sallat og þá er jómfrúarolían til muna fínlegri á bragðið. Flestar bragðbættar olíur eru einnig með ólífuolíu sem grunn. Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.