Fréttablaðið - 23.01.2004, Síða 47

Fréttablaðið - 23.01.2004, Síða 47
39FÖSTUDAGUR 23. janúar 2003 Sent heim: Hagfiskur – Lyngási 12 – Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is Stærðin skiptir máli Sent heim: Hagfiskur – Lyngási 12 – Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is SCOTT PARKER Chelsea vill kaupa en Charlton vill ekki selja. Stjórnarformaður Charlton: Farðu í rass og rófu FÓTBOLTI „Við viljum enga Chelsea- peninga,“ sagði Martin Simons, stjórnarformaður Charlton. „Ég segi „farðu í rass og rófu Abramovich“ og ég held ég mæli fyrir munn annarra innan knatt- spyrnunnar. Það verður að sýna Chelsea að félagið geti ekki tekið besta leikmann okkar án þess að við veitum viðnám,“ sagði Simons. Chelsea hefur boðið 7,5 millj- ónir punda í Scott Parker en Charlton vill ekki selja. „Við erum í fjórða sæti deildarinnar og þeir í þriðja sæti. Við höfum nálgast þá á undanförnum vikum. Það er pirrandi að félag með þeirra kaupmátt geti litið til félagsins fyrir neðan þá og sagt „Eyðum nokkrum milljónum og hirðum besta leikmann þeirra“. ■ KIMI RAIKKONEN Það veltur svo mikið á nýja bílnum. Kimi Raikkonen: Þarf mjög góðan bíl FORMÚLA 1 „Ég þarf mjög góðan bíl til þess að sigra í keppninni, en einnig heppni af og til,“ sagði Finninn Kimi Raikkonen, ökumað- ur McLaren. „Árangur okkar velt- ur á því hversu vel við vinnum sem lið og hversu góðan bíl okkur tókst að búa til fyrir tímabilið.“ Raikkonen var aðeins tveimur stigum á eftir Schumacher í fyrra en vill ekki gefa upp væntingar sínar fyrir tímabilið í ár. „Ég vil ekki spá í hversu góðan mögu- leika við höfum en við þurfum að sigra í nógu mörgum keppnum til þess að ná titlinum. Það veltur svo mikið á nýja bílnum. Við vitum ekki hversu góður hann er fyrr en í Melbourne,“ sagði Raikkonen en fyrsta keppnin í Formúlunni verð- ur í Melbourne 7. mars. ■ Leikmenn Leeds United: Stöndum með félaginu FÓTBOLTI „Við viljum taka það skýrt fram að við stöndum heils- hugar með félaginu og vinnum með Trevor Birch og samtökum atvinnuknattspyrnumanna í þeirri von að leysa vandamálið,“ sagði í yfirlýsingu frá leikmönnum Leeds United. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta í breskum blöðum um að þeir væru ekki til viðræðu um lækkun launa. „Sumar frétt- anna sem við höfum lesið eru rangar. Við stöndum saman sem liðsheild og engin ákvörðun hefur verið tekin hvort við gefum eftir hluta af launum okkar. Við höfum sagt að við séum tilbúnir að styðja félagið verði þess þörf.“ Ray Fell, formaður stuðnings- mannafélags Leeds, sagði við fréttavef BBC að stuðningsmenn- irnir virðist vera þeir einu sem hafi áhuga á að hjálpa félaginu. Þeim sé það hins vegar um megn. Fell vill ekki missa fleiri leik- menn frá félaginu og ef Alan Smith færi, missti Leeds síðasta hálmstráið. Hann segir hin félög- in voka yfir Leeds eins og hrægammar í þeirri von að fá þá fyrir lítið fé og ekkert fari jafn mikið í taugarnar á stuðnings- mönnunum. ■ LEEDS UNITED „Við höfum sagt að við séum tilbúnir að styðja félagið verði þess þörf,“ segja leikmennirnir. LENGRA LEIKHLÉ? Þýska knatt- spyrnusambandið hefur farið fram á það við FIFA að fá að lengja leik- hlé í fótboltaleikjum úr fimmtán mínútum í tuttugu. „Þetta hefur ekkert með leikmennina að gera heldur sölu á varningi,“ sagði tals- maður sambandsins. Þýsk fótbolta- félög eru í kröggum eftir gjaldþrot fjölmiðlarisans Kirch. ■ Fótbolti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.