Fréttablaðið - 23.01.2004, Side 49
41FÖSTUDAGUR 23. janúar 2003
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR
A Ð E I N S 4 V E R Ð
690
990
1490
1990
Kringlunni - Smáralind
Guðmundur Guðmundsson þjálfari nær raddlaus eftir tapið gegn Slóvenum:
Ekki nógu agaðir og þolinmóðir
HANDBOLTI Guðmundur Guð-
mundsson bar höfuðið hátt í leiks-
lok þótt hann hefði augljóslega
verið mjög svekktur ásamt því
sem hann var nær raddlaus eftir
lætin.
„Þetta var rosalegur leikur og
ég var sáttur við hann framan af
og við vorum góðir lengstum. Það
var erfitt að missa þrjá af velli og
þar snerist leikurinn. Það sem
gerði hlutina erfiðari er að við
fórum með of mörg dauðafæri og
líka tvö víti. Í heildina var liðið
ekki að leika nógu vel til að sigra.
Aðstæðurnar voru bara þannig
að það hefði þurft algjöran topp-
leik til þess að sigra. Það var samt
margt jákvætt í leiknum og mikið
eftir af mótinu. Við vissum að
þetta yrði erfitt og sóknin var
ekki nægilega beitt en í heildina
var hún í lagi en betur má ef duga
skal. Þetta hafðist ekki að þessu
sinni og ástæðan er að nokkrir í
liðinu voru ekki að spila nógu
vel.“
Guðjón Valur Sigurðsson var
dapur í bragði í leikslok enda úr-
slitin ekki á þá leið sem hann
hafði kosið. „Það var erfitt er við
misstum þrjá menn af velli og
ofan á það komu 5000 brjálaðir
áhorfendur en þrátt fyrir það
fannst mér við spila vel fram að
þeim kafla. Svo fórum við líka illa
með góð færi og vorum ekki nógu
agaðir í sókninni. Að lenda 5-6
mörkum undir með 10 mínútur
eftir er of mikið. Aðstæður voru
annars í lagi því við þekkjum það
allir að spila í svona aðstæðum.
Það verður lítið mál að rífa sig
upp. Við svekkjum okkur aðeins í
kvöld en verðum klárir á morgun.
Það eru fjögur stig í boði og þau
viljum við,“ sagði Guðjón Valur
en hann gerði 6 mörk í leiknum.
Ísland spilar við Ungverja í
dag og hefst leikurinn klukkan
17:00 og er hann í beinni útsendin-
gu í Sjónvarpinu, RÚV, eins og
allir leikir Íslands á mótinu. ■
Sex marka tap
fyrir Slóveníu
Íslenska landsliðið byrjaði illa í fyrsta leik á EM í Slóveníu.
HANDBOLTI Íslenska landsliðið í
handbolta tapaði fyrsta leiknum
sínum á Evrópumótinu í Slóveníu
með sex marka mun, 28-34, í Celje
í gær eftir að jafnt hafði verið í
hálfleik, 13-13.
Íslenska liðið hafði í fullu tré
við heimamenn framan af leik en
úrslitin nánast réðust á fimm mín-
útna kafla um miðjan seinni hálf-
leik þegar slóvenska liðið skoraði
sjö mörk gegn engu og breytti
stöðunni úr 22-20 fyrir Ísland í 22-
27 fyrir Slóvena. Íslenska liðið
var að stórum hluta þessra fimm
mínútna skipað aðeins þremur
mönnum sökum þriggja brott-
rekstra og slóvenska liðið brunaði
framúr, ákaft stutt af troðfullri
höll. Slóvenarnir spiluðu leikinn
mjög gróft en íslensku leikmenn-
irnir fuku hinsvegar út af hver á
fætur öðrum í seinni hálfleik fyr-
ir litlar sem engar sakir. Guð-
mundur Hrafnkelsson var besti
maður íslenska liðsins og varði 18
skot þar af 11 þeirra í fyrri hálf-
leik en miklu munaði að Slóvenar
lokuðu á Ólaf Stefánsson sem
skoraði ekki mark utan af velli
síðustu 27 mínúturnar í leiknum.
Það voru helst Guðjón Valur
Sigurðsson (6 mörk) og Snorri
Steinn Guðjónsson (5 mörk) sem
tóku af skarið en ekkert gekk hjá
þeim Degi Sigurðssyni og Patreki
Jóhannessyni sem saman misnot-
uðu öll sjö skotin sín (Dagur 5)
auk þess Paterkur tapaði 4 bolt-
um. Tone Tiselj, þjálfari Slóveníu,
var að vonum ánægður í leikslok.
„Þetta var mjög erfiður leik-
ur. Ísland er með gott lið og ekki
auðunnið. Þeir berjast allan
timann og gefast aldrei upp og
því er ég virkilega ánægður með
sigurinn. Við verðum samt að
halda áfram og vonandi verður
sama stemning í næstu leikjum
því það eru einnig erfiðir leikir.“
„Við töpuðum „kúlinu“ og þess
vegna töpuðum við. Ekki vegna
dómaranna,“ sagði Sigfús Sig-
urðsson sem tók tapinu frekar
létt og var augljóslega ekki á leið
í neitt þunglyndi. Þetta voru
klaufaleg brot hjá okkur og því
er ekki hægt að neita. Þeir
komust í gírinn og fengu húsið
með sér og þar með var leikurinn
farinn. Það er ógeðslega erfitt að
spila hérna en líka ógeðslega
gaman. Öll umgjörð frábær og
stórkostlegir áhorfendur. Þeir
klöppuðu líka fyrir okkur er við
gerðum eitthvað gott. Þetta var
mjög gaman þótt það hafi verið
svekkjandi að tapa en við getum
sjálfum okkur um kennt. ■
SERBAR UNNU Serbar og Svart-
fellingar unnu Þjóðverja 28-26 á
Evrópumótinu í handbolta í gær.
Marko Krivokapic skoraði sex
mörk fyrir Serba/Svartfellinga en
Tosten Jansen var markahæstur
Þjóðverja með átta mörk.
DANIR OG SVÍAR UNNU Danir
unnu Portúgala 36-32 á Evrópu-
mótinu í gær og Svíar unnu
Úkraínumenn 31-25. Michael
Knudsen skoraði níu mörk fyrir
Dani og Johann Pettersson sko-
raði níu mörk fyrir Svía.
■ Evrópumótið
SNORRI STEINN MEÐ FIMM MÖRK
Snorri Steinn Guðjónsson brýst hér í gegn og skorar eitt af fimm mörkum sínum gegn Slóvenum í gær.