Fréttablaðið - 19.02.2004, Side 32

Fréttablaðið - 19.02.2004, Side 32
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Y O G A Y O G A Y O G A Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. www.yogaheilsa og NÝTT! Astanga joga 2 vikur í júní - 3 vikur í ágúst. Íslenskir hópstjórar. Skráning daglega í síma 8917576 og erlaara@simnet.is Enskunám í Englandi fyrir 12-16 ára Upplýsingar og myndir á www.simnet.is/erlaara nskunám í Englandi fyrir 12-16 ára Enskuskóli Erlu Ara 2 vikur í júní og 3 vikur í ágúst. Íslenskir hópstjórar. Skráning daglega í síma 8917576 og erlaara@simnet.is Nýtt Náttúrufræðahús: Lesa frammi á gangi Líffræði- og jarðfræðinemar íHáskóla Íslands eru óánægðir með lesaðstöðuna í nýju Náttúru- fræðahúsi, en bókasafnið hefur enn ekki verið opnað og eru nemend- urnir einungis með lesaðstöðu frammi á gangi. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Bryndís Marteins- dóttir, formaður Haxa, hagsmuna- félags líffræðinema. „Ekki síst þeg- ar prófin fara að nálgast. Fólk situr frammi í þessu stóra rými þar sem allt heyrist og ekkert næði er til að lesa. Við höfum tekið málið upp á skorarfundum og rætt hefur verið við arkitektinn en við vitum enn mjög lítið um gang mála.“ Bryndís segir að á bókasafninu sé jafnframt aðeins gert ráð fyrir um tuttugu borðum fyrir almenna nemendur. „Við vorum með svipað- an fjölda borða á gamla staðnum en þar voru bara líf- fræðinemar og nú hafa jarðfræði- nemar bæst við. Að auki eru glerveggir á bókasafninu og mastersnemar sem eru búnir að fá að- stöðu á efri hæð safnsins hafa þegar minnst á að þegar mikill umgangur er á kaffistofunni heyrist það inn á bókasafnið.“ Framkvæmdir standa enn yfir í byggingunni en Ásgeir Brynjar Torfason, skrifstofustjóri rekstr- ar- og framkvæmdasviðs háskól- ans, segir að bókasafnið og les- aðstaða nemenda verði tilbúin á næstu vikum, löngu áður en próf hefjast. Aðstaða er fyrir nemend- ur á svölunum í húsinu, en hún er ekki lokuð af. Þar eiga eftir að koma vinnuborð fyrir nemendur í viðbót við þau hringborð og hóp- vinnuborð sem eru þar fyrir. Ás- geir segir verkið ekki fullklárað og ástandið tímabundið. Fólk sé að flytja inn í þetta hús úr sjö mis- munandi húsum og hafi haft ólíka aðstöðu fyrir. Þarna sé komin betri samnýting á aðstöðunni. ■ Sigríður Ólafsdóttir héraðs-dómari hefur farið nokkrum sinnum á golfnámskeið erlendis, bæði til Spánar og Danmerkur. Hún vill þó fara varlega í yfirlýs- ingar um að hún sé mikil golf- manneskja. „Ég er nú ekki búin að ná mér í forgjöf og reyni að trúa því að þegar maður byrjar svona fullorðinn gangi þetta svo- lítið hægar. En mér finnst alveg óheyrilega gaman að þessu.“ Sigríður segist hafa byrjað að spila golf af einhverri alvöru fyr- ir þremur árum, en fyrir fjórum árum fór hún á námskeið hér heima. „Vinkona mín hafði farið á námskeið og taldi sig fullfæra til að kenna mér golf. Hún hafði ekki farið á völl en dró mig með sér á svona æfingapalla og reyn- di að sýna mér hvernig átti að slá kúlu. Kúlan fór nú aldrei í loftið hjá mér heldur skreið eftir jörð- inni þann dag. En ég er svo þrjósk að ég hugsaði með mér „ég verð að lyfta henni.“ Við fór- um svo saman á námskeið ári seinna, fórum svolítið á palla en ekki strax á völl. Þegar við fréttum af þessum námskeiðum ákváðum við að skel- la okkur í vikuferð til Matalascanas á Spáni. Það var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt. Sama sumar var önnur vinkona mín að fara með hópi kvenna á námskeið í Danmörku. Ég fór síðan aftur í fyrra í hálfsmánað- arferð til Spánar og hún var eiginlega ennþá skemmtilegri. Þá dreifðist nám- skeiðið og þá hafði ég meiri tíma inn á milli til að vinna úr því sem ég lærði. Kennslan var al- veg frábær og svo kynntist ég skemmtilegu fólki.“ ■ BRYNDÍS MARTEINS- DÓTTIR Formaður hags- munafélags líf- fræðinema. SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Hefur skellt sér á nokkur golfnámskeið í Danmörku og á Spáni. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON „Ég prófaði að kenna fyrir tveimur árum, líkaði það vel og líst vel á námið. Svo verður maður að mennta sig. Ég er á fyrsta ári á grunn- skólabraut og líkar vel, hér vilja allir allt fyrir mann gera.“ Hvers vegna Kennó?KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS Um 1.800 nem- endur stunda nám í Kennaraháskólanum. Sex brautir í grunnnámi standa til boða; grunn- skólabraut, íþróttabraut, kennsluréttinda- braut, leikskólabraut, tómstundabraut og þroskaþjálfabraut. Einnig er hægt að leggja stund á framhaldsnám við Kennaraháskólann. Námið er hægt bæði að stunda sem staðnám og fjarnám. Golfnámskeið á Spáni: Toppkennsla og skemmtilegt fólk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.