Fréttablaðið - 19.02.2004, Page 36
ferðir o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Eftirminnilegt ferðalag:
Höfuðkúpubrotinn á
grísku sjúkrahúsi
Ein eftirminnilegasta ferð semég hef farið í var til Þessa-
lóníku í Grikklandi. Ég fór með
Djöflaeyjuna á kvikmyndahátíð
og á fyrsta degi datt ég á hausinn
og höfuðkúpubrotnaði,“ segir
Friðrik Þór Friðriksson kvik-
myndaframleiðandi. „Það eru
áhöld um það hvað gerðist ná-
kvæmlega en sú mynd sem situr
eftir í mínum huga er græn papr-
ika. Þetta var í partíi þar sem all-
ir gestir hátíðarinnar, um þúsund
manns, voru að borða mat af
pappadiskum. Á gólfinu var svart
granít og matur af diskunum
kominn á gólfið. Ég veit um
minnst fjóra aðra sem duttu á
þessu gólfi. En það brotnaði eng-
inn nema ég.“
Friðrik Þór var lagður inn á
grískan spítala og segist ekki óska
nokkrum lifandi manni hið sama.
„Við vorum fjórir karlar í svona
tíu fermetra herbergi. Þar var
kjötseyði í hvert mál.
Svo settu þeir mig á stera,
þessir doktorar, þannig að ég svaf
ekki neitt í þessar þrjár vikur
sem ég var þarna. Ég kann
arkitektúr þessarar spítala-
byggingar utan að því ég
strunsaði þarna um alla
ganga á nóttunni. Það
var eiginlega ferða-
lag í sjálfu sér og
mjög fróðlegt.“
Friðrik Þór
segir þó að þetta
hafi verið
s k e m m t i l e g
ferð, svona eft-
ir á að hyggja.
„Þetta er nátt-
úrlega löng
spítalasaga en
þeir sem voru
með mér þarna
voru mjög
s k e m m t i l e g i r
menn. Þetta voru sjó-
arar, eiturlyfjabarón-
ar og dílerar sem höfðu
verið skotnir í tætlur og
það kom alls konar lið inn á
stofuna. Ég fékk líka líf-
vörð, því algengustu ránin
eru á sjúkrahúsunum. Hann sat
við rúmstokkinn þessi maður sem
hafði boðið sig fram því hann hélt
að hann gæti lært ensku af mér.
En ég var svo viðskotaillur að ég
nennti aldrei að tala við hann og
hann lærði ekkert nema blóts-
yrði.“
Friðrik Þór neitar því að hafa
fengið bót meina sinna á þessu
sjúkrahúsi en hann var loks flutt-
ur á íslenskt sjúkrahús eftir þrjár
vikur. „Hausinn á mér var nú
aldrei mín sterkasta hlið og alls
ekki eftir þetta.“
audur@frettabladid.is
■ Út í heim
UTANLANDSFERÐIR
í boði á næstunni:
Skíðaferð til Crans-Montana í Sviss
02.-11.04.
Flogið um Kaupmannahöfn til Zürich og heim frá Genf.
VERÐ: 124.500,-
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli flugvalla og Crans-Montana,
gisting í tveggjamanna herbergi á 4stjörnu hóteli, morgunverður, kvöldverður og
íslensk fararstjórn. Fararstjóri William Þór Dison
Budapest-Vínarborg
24.04.-01.05.
Flogið til Vínarborgar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo ekið til
Budapest og gist þar 5 nætur.
VERÐ: 92.900,-
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgun-
verður, akstur milli flugvallar og gististaða, akstur milli Budapest og Vínarborgar,
skoðunarferðir um Vínarborg og Budapest og íslensk fararstjórn. Að auki verða í
boði skoðunarferðir meðan dvalið er í Budapest. Fararstjóri Emil Örn Krisjánsson
Berlín
19.-26.05.
Flogið til Kaupmannahafnar og ekið þaðan til Berlínar. Í Berlín er gist
í 6 nætur en á 7. degi er ekið aftur til Kaupmannahafnar og gist
þar síðustu nóttina.
VERÐ: 89.900,-
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgun-
verður, akstur milli Kaupmannahafnar og Berlínar, skoðunarferð um Berlín, skoð-
unarferð til Potsdam, skoðunarferð um Kaupmannahöfn og íslensk fararstjórn.
Auk þess verður í boði dagsferð til Dresden. Fararstjóri: Emil Örn Kristjánsson
Norðurlandaferð
17.-24.06.
Flogið til Kaupmannahafnar, ekið um Svíþjóð og Noreg til Bergen.
Þaðan er siglt með Norrænu þann 22. júní um Hjaltland og Færeyjar og
komið til Seyðisfjarðar 24. júní. Ekið til Reykjavíkur.
VERÐ: 83.700,-
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggjamanna herbergjum
(í fjögurra manna klefum í Norrænu) og allur akstur. Einnig er áætluð ferð í
september með siglingu til Danmerkur, akstri um Danmörku og Þýskaland og
flugi heim frá Frankfurt.
Berlín-Dresden-Prag
01.-07.08.
Flogið til Berlínar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo haldið til Dresden
og gist eina nótt og svo áfram til Prag þar sem gist er 3 nætur.
VERÐ: 81.900,-
Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgun-
verður, akstur Berlín-Dresden-Prag, skoðunarferð um Berlín, skoðunarferð um
Dresden, skoðunarferð um Prag, skoðunarferð um Terezín með hádegisverði og
íslensk fararstjórn. Fararstjóri: Emil Örn Kristjánsson
Beint flug til Prag
25.07.-07.08.
VERÐ 18.900
Innifalið í verði er flug og flugvallaskattar.
Stangveiðiferðir til Grænlands
Fjögurra og fimm daga stangveiðiferðir
til Suður-Grænlands í júní, júlí og ágúst.
VERÐ FRÁ 74.900,-
FERÐASKRIFSTOFA
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF.
Borgartúni 34, sími 511 1515
netfang: outgoing@gjtravel.is
heimasíða: www.gjtravel.is
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
Hefur upplifað margt eftirminnilegt á ferðalögum
en man sérstaklega eftir dvölinni á gríska spítalan-
um.
SUMARFRÍIÐ?
„Ég ætla að leyfa fimmtán ára dóttur minni að ráða því
hvert við förum en mér sýnist að það verði annað
hvort Benidorm eða Portúgal. Ég fór
síðast í sólarlandaferð árið 1992 en
þá fór ég með þrjár dætur mínar
til Benidorm og líkaði bara vel.
Núna langar mig að fara aftur með
þá yngstu en það getur þó ekki orð-
ið af því fyrr en í lok ágúst.“
Sigrún Sæmundsdóttir, matar-
tæknir á Hólum í Hjaltadal.
TIL DYFLINNAR UM HELGINA
Beint flug verður til Dyflinnar
nú um helgina, 20.-22. febrúar, á
vegum Úrvals-Útsýnar. Aðeins
fáein sæti í boði. Verð á flugsæti
27.340 kr. með sköttum. Flugið
tekur ekki nema tvær klukku-
stundir, farið er út á föstudags-
morgni og komið til baka á
sunnudagskvöldi.
JAMAÍKA Á MORGUN Á morgun
er sérflug á vegum Heimsferða
til Jamaíka. Síðustu sætin eru
seld tvö á verði eins og kosta þá
39.950 á mann ef bókað er á Net-
inu. Að auki er hægt að velja um
úrval hótela hjá Heimsferðum.
Netverð.
SÍÐUSTU SÆTIN TIL KANARÍ Á
ÞRIÐJUDAGINN Tveggja vikna
ferð til Kanarí á þriðjudaginn 24.
febrúar á verði frá kr. 59.995.
Hitastigið á Kanarí um miðjan
febrúar er um 25 stig. Verðið
miðast við tvo fullorðna og tvö
börn, tveggja til ellefu ára, og að
bókað sé á Netinu. Símbókunar-
gjald er kr. 2.000.
GOLFFERÐ Á TILBOÐI GB ferðir
eru með tilboð á fimm daga golf-
ferð 25. mars á kr. 69.900. Inni-
falið er flug með Iceland Ex-
press, gisting í 4 nætur með
morgunverði á Hanbury Manor
og fjórir golfhringir á Jack Nick-
laus Championship vellinum.
Flugvallarskattar kr. 4.260 eru
ekki innifaldir í verðinu.