Fréttablaðið - 07.05.2004, Page 14

Fréttablaðið - 07.05.2004, Page 14
14 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR TIL REYNSLU HJÁ ARSENAL? Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, er í opinberri heimsókn í Bretland. Hann notaði tækifærið og leit á heimavöll Arsenal þar sem hann sýndi leikni sýna með bolta. Viðbótarhúsaleigubætur: Alls hafa 54 fengið bætur FÉLAGSMÁL Alls hafa 54 einstak- lingar fengið greiddar út viðbót- arhúsaleigubætur hjá Félagsþjón- ustunni í Reykjavík frá því nýjar reglur um þær tóku gildi hjá Reykjavíkurborg 1. mars síðast- liðinn. Langflestir þeirra sem fengið hafa bæturnar eru ein- stæðir foreldrar, en meðal bóta- þega eru einnig einhleypar konur og karlar og hjón með börn. Upphaflega var gert ráð fyrir að umsækjendur þyrftu að ná tólf stigum til þess að uppfylla skilyrði fyrir viðbótarbætur, en á fundi borgarráðs á þriðjudag var samþykkt að rýmka regl- urnar og lækka stigafjöldann, þannig að fleiri gætu uppfyllt skilyrðin. Félagsþjónustan hefur greitt út tæplega 1,8 milljónir króna í viðbótarhúsaleigubætur frá því í mars. Svipuð upphæð hefur verið greidd út í almennar húsaleigu- bætur, eða 1,7 milljónir króna, og hafa því samtals verið greiddar út 3,5 milljónir króna í húsaleigu- bætur. Til þess að eiga rétt á við- bótarbótum þurfa umsækjendur meðal annars að hafa átt lögheim- ili í Reykjavík í þrjú ár og skilyrði er að viðkomandi eigi ekki mögu- leika á að kaupa eigið húsnæði. Þá er einnig tekið mið af tekjum og félagslegum aðstæðum. ■ Breytingar á barnabóta- kerfinu æskilegar Skýrsla um fátækt á Íslandi hefur verið lögð fyrir Alþingi. Lagt er til að barnabótakerfið verði endurskoðað til að létta undir með fátækum fjölskyldum. Mætti tekjutengja leikskólagjöld, segir í skýrslunni. ALÞINGI Lagt er til í skýrslu for- sætisráðherra um fátækt á Ís- landi að kannaður verði möguleiki á að endurskoða barnabótakerfið, með það fyrir augum að styðja betur við fátækar barnafjölskyld- ur. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs 2003 til að skoða fátækt á Íslandi, en í honum sátu fulltrúar fjögurra ráðuneyta. Hann hefur nú skilað skýrslu sem forsætisráðherra hefur dreift á Alþingi, en kanna átti sérstaklega skilgreiningar á fátækt og hvaða hópar féllu undir slíkt og benda á leiðir til úrbóta. Fátækir eru þeir skilgreindir sem samkvæmt ákveðnum stöðl- um hafa minna ráðstöfunarfé en gengur og gerist í þjóðfélaginu. Yfirleitt er svo- nefnd fátæktar- lína dregin þannig að undir henni lenda þeir sem teljast hafa innan við helm- ing af meðal- og millitekjum. Af þeim sem leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustu sveitarfélaga er barnafólk, ekki síst einstæðar konur með börn, nokkuð stór hóp- ur. Fátækt kemur ekki síður niður á börnum en foreldrum og er lík- legt að börn fátækra foreldra hafi færri tækifæri en önnur. „Breytingar á barnabótakerf- inu gætu verið æskilegar til að koma fátækum barnafjölskyldum til hjálpar. Rætt hefur verið um að skerðingarmörk barnabóta séu of lág og komi því illa við þá fátæk- ustu. Hækkun kemur ekki fátæk- um barnafjölskyldum sérstalega til góða og hefur ekki mikil áhrif á ráðstöfunartekjur tekjulægstu hópanna,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn telur að þegar horft sé til launamanna sé ljóst að þeir hafi kröppust kjörin, sem lægst hafi launin, og meginhlut- verk stjórnvalda sé að skapa grundvöll fyrir áframhaldandi kaupmáttaraukningu þess hóps. Bent er á að sveitarfélögin geti gert ýmislegt til að létta undir með fátækum og þá sérstaklega efnalitlum barnafjölskyldum. „Það mætti tekjutengja leik- skólagjöld og létta þannig undir með fátæku barnafólki, en leik- skólagjöld eru veigamikill þáttur í útgjöldum slíkra heimila. Leik- skólinn er talinn fyrsta skólastig- ið og er ekki óeðlilegt að hugsa sér að þátttaka í því skólastigi sé ókeypis, en greitt verði fyrir fæði og annað,“ segir í skýrslunni. bryndis@frettabladið.i „Leikskólinn er talinn fyrsta skóla- stigið og er ekki óeðlilegt að hugsa sér að þátttaka í því skólastigi sé ókeypis, en greitt verði fyrir fæði og annað. LÖGREGLUMÁL Mörgum þykir ótrú- legt að enginn hafi slasast illilega í bílveltu sem átti sér stað á Ný- býlavegi í Kópavogi um miðjan dag í fyrradag þegar ungur öku- maður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að bílnum hvolfdi og valt í veg fyrir aðkom- andi umferð á næstu akrein. Þrír voru í bílnum en þeir kenndu sér lítils meins og fengu að fara heim að lokinni skoðun. ■ Ný varnaráætlun: Viðbúin hitabylgju PARÍS, AP Minnug þess að andlát nær 15.000 manns síðasta sumar er rakið til mikillar hitabylgju hafa frönsk stjórnvöld tekið í notkun nýja varnaráætlun til að takast á við vandann ef önnur eins hitabylgja brestur á. Franski heilbrigðisráðherrann Philippe Douste-Blazy kynnti áætl- unina í gær. Hún byggir á fjögurra þrepa skilgreiningu á hitastiginu. Þegar hitinn er kominn í hæsta stig getur heilbrigðisráðherra gripið til víðtækra ráðstafana til að berjast gegn hitanum, meðal ann- ars með því að virkja herinn og óbreytta borgara. ■ Lækning við kvefi: Reyndist vera eitur LONDON, AP Bresk stjórnvöld mega eiga von á fjölda lögsókna ef ný rannsókn á láti flugmanns í breska flughernum fyrir 51 ári leiðir í ljós að hann hafi látið lífið vegna þess að taugagas var prófað á honum. Fjölskylda Ronald Maddison, sem var tvítugur þegar hann lést í maí 1953, hefur lengi barist fyrir því að andlát hans yrði rannsakað á nýjan leik. Upphafleg rannsókn hersins fór fram bak við luktar dyr og lauk með því að sagt var að hann hefði látist vegna óhapps. ■ VIÐBÓTARHÚSALEIGUBÆTUR Félagsþjónustan í Reykjavík hefur greitt út tæplega 1,8 milljónir króna í viðbótarbætur frá því 1. mars þegar reglur um þær tóku gildi. Langflestir umsækjenda eru einstæðir foreldrar. Bílvelta í Kópavogi: Sluppu með skrekkinn ILLA FARINN Ótrúlegt þykir að enginn hafi slasast enda bíllinn því sem næst ónýtur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LEIKSKÓLAR Í skýrslu um fátækt á Íslandi er lagt til að leikskólagjöld verði tekjutengd til að létta þannig undir með fátæku barnafólki, en leikskóla- gjöld eru veigamikill þáttur í útgjöldum slíkra heimila. LISTUM SKILAÐ Ástþór Magnús- son forsetaframbjóðandi hefur skilað listum með tilskyldum fjölda meðmæla fyrir forsetakosn- ingarnar. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Ástþóri. Alls þarf 1.500 meðmælendur til að bjóða sig fram til forseta. Yfirkjörstjórn fer nú yfir listana. ■ Forsetakosningar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.