Fréttablaðið - 07.05.2004, Side 19

Fréttablaðið - 07.05.2004, Side 19
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Eignarhald á fjölmiðlum landsmanna Um þessar mundir fer fram mikil og snörp umræða á háttvirtu Al- þingi Íslendinga um væntanlega löggjöf sem takmarkar eignarétt manna á fjölmiðlum á Íslandi. Sá sem hyggst eiga sjónvarpsstöð má ekki samhliða því eiga og reka dag- blað, samkvæmt lögunum, ef þau verða að veruleika. Menn telja sem sagt töluverða hættu samfara því ef þær aðstæður skapast að of fáir aðilar ráði íslenska fjölmiðla- markaðnum. Að slíkt muni raun- verulega þrengja kost margra að- ila í samfélaginu til eðlilegra skoð- anaskipta og tjáskipta, jafnvel úti- loka sumt frá að taka opinberlega þátt í umræðunni sem fram fer í íslensku samfélagi, eins og það sé nýtt fyrirbæri í þessu landi þegar fjölmiðlarnir eru annars vegar. Samkvæmt minni bestu vitund hefur ætíð verið erfiðleikum bund- ið að koma skoðunum á framfæri fyrir hinn almenna mann og ekki á færi nema fárra útvalinna að gera slíkt. Fjölmiðlarnir hafa ávallt ver- ið með takmarkaðan aðgang fyrir almenning. Og þá er átt við hinn venjulega Jón eða Gunnu út í bæ sem vilja láta í sér heyra um það sem brennur kannski á hjörtum þessa fólks. Frelsi fjölmiðlanna hefur ævinlega einskorðast við þá sem sitja aftan við skrifborð rit- stjórnarinnar og vega og meta hvað er birtingarhæft og hvað óhæft til prentunar og útgáfu. Það sem hins vegar er að gerast núna er að ákveðnum stjórnmála- mönnum hefur fundist að sér veg- ið í umræðunni og að fjölmiðlarnir séu um of farnir að ganga erinda eigenda sinna og endurspegla þeirra hugmyndir kannski á kostn- að ráðandi valdhafa í landinu. Þess vegna má spyrja sig hver viðbrögð sömu manna væru ef umfjölunnin í þessum fjölmiðlum væru vald- höfum meira í vil en að þeirra mati hún hefur verið. Að mínu áliti hafa miðlarnir ekki verið að kasta á stjórnvöld einhverjum óhreinind- um, nema kannski í hita einhverra mála sem hæst bera hverju sinni. Þá segja menn reyndar ýmislegt sem betur færi á að þegja um. En þannig er nú bara einu sinni mann- legur veruleiki sem lagasetning breytir engu um. Lög um takmarkað eignarhald manna sem koma í veg fyrir að einn eða tveir aðilar hirði allan pakkann er ekki endilega röng. En þegar gripið er í taumana eftir að stór og mikil eignatilfærsla hefur átt sér stað á markaðnum og þegar fyrirséð er að menn tapi háaum fjárhæðum á lagasetningunni erum við farin að tala á dálítið öðr- um nótum og sú spurning vaknar hvort ekki sé nauðsýnlegt að þeir sem höfðu sín leyfi fyrir lagasetn- ingu haldi sínum leyfum eftir að lögin hafa öðlast gildi. Síðan má skoða málin þegar kemur að end- urnýjun leyfanna. ■ 19FÖSTUDAGUR 7. maí 2004 KONRÁÐ RÚNAR FRIÐFINNSSON SKRIFAR UM FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ www.nokia.com Co py ri gh t © 2 00 3/ 20 04 N ok ia . A llu r ré tt ur á sk ili nn . N ok ia o g N ok ia C on ne ct in g Pe op le e ru s kr ás et t vö ru m er ki í ei gu N ok ia C or po ra tio n. Taktu ljósmyndir me› a›drætti e›a taktu upp vídeó og sko›a›u á stórum og björtum hágæ›a litaskjá. Bættu vi› texta og sendu úr símanum sem MMS e›a tölvupóst. Geymdu hundru› mynda á minniskortinu og fær›u flær svo flrá›laust yfir á tölvu me› blátönn. Ger›u fletta allt í flægilegu, myndrænu, notendavænu vi›móti. Me› n‡ja Nokia 6600 símanum er framtí›ars‡n or›in a› veruleika. Framtí›ars‡n. Sími Myndavél me› a›drættiMinnisbók Tölvupóstur Netvafri 65.536 lita skjár Dagatal Myndaalbúm Vídeó- upptökuvél Blátönn Veruleiki. BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU Linda Maria Bellere skrifar: Mig langar til að segja frá hrakförum mínum í viðskiptum við Iceland Express. Ég keypti flug- miða til London í nóvember síðastliðnum og fór ásamt dóttur minni. Við lögðum af stað á þriðjudegi og áttum bókað far heim á föstu- degi, þremur dögum síðar. Því miður komum við fimm mínútum of seint í innritun og var okkur því ekki hleypt um borð. Okkur var jafn- framt tjáð að hálftími væri í flugið en við máttum alls ekki fara með hvernig sem við ræddum við starfsmenn og þeir vildu nánast ekkert við okkur tala, en komu þó seinna til þess að segja okkur að hlusta á flugvélina, sem var að fara í loftið, og sögðu okkur fliss- andi að þetta væri flugið til Íslands. Við yrðum að reyna seinna. Við létum fyrirberast á flug- vellinum um nóttina í von um að Iceland Ex- press myndi liðsinna okkur. En það var öðru nær, við náðum í starfsmann frá skrifstofunni sem sagði okkur að ekki væri hægt að breyta miðunum og við þyrftum að kaupa nýja. Ég átti engan pening og kortið tómt og sagði ég þeim það og bauðst til þess að borga þeim miðana á mánudegi um leið og bankar opn- uðu. En allt kom fyrir ekki, Iceland Express neitaði algjörlega að hjálpa okkur, hvernig sem við sögðum þeim að við ættum ekki fyr- ir gistingu eða mat og þurftum við að láta fyr- irberast á flugvellinum til mánudagskvölds, en þá var loksins flogið. Við mæðgurnar vor- um mjög hraktar og illa á okkur komnar vegna hungurs, kulda og svefnleysins eftir þessa för og vorum mjög lengi að ná okkur eftir þessa martröð sem var algjörlega hægt að afstýra af hálfu Iceland Express. Broslegur Ég kemst ekki hjá því að brosa út í annað þeg- ar ég hlusta á gervifrjálshyggjumanninn Hann- es Hólmstein Gissurarson fara mikinn í fjöl- miðlum þessa dagana í umræðum um fjöl- miðlafrumvarp forsætisráðherra. Þessi dyggi aðdáandi Miltons Friedmans, Hayeks og nú, að mér virðist, Marxs líkist alltaf meir og meir því sem hann sakar andstæðinga sína svo oft um að líkjast. Vindhana. Hannes hefur verið ófeiminn við að kalla pólitíska andstæðinga sína vindhana vegna þess að þeir, að hans mati, skipta svo oft um skoðun og þeir eru ósamkvæmir sjálfum sér. En hvað með sjálfan Hannes, andlegan foringja frjálshyggjumanna á Íslandi síðustu áratugi? Hann segist hlynntur frelsi, en þó aðeins þegar Davíð og Flokkurinn leggur blessun sína yfir boðskapinn Sigurður Hólm Gunnarsson á skodun.is Allt of háir vextir Við lifum við alltof háa vexti hér á landi. Ef við berum saman þau vaxtakjör sem bjóðast til húsnæðiskaupa í Danmörku og á Íslandi, þá eru vextir tvöfalt hærri á Íslandi en í Dan- mörku. Tökum eitt dæmi: Ef tekið er hús- næðislán í Danmörku uppá 8 milljónir króna, þá eru vextir 3,2% og engin vísitala - vextir á ári eru því 256.000 kr. Ef tekið er sama lánsupphæð á Íslandi, þá eru vextir 5,1%. Gerum ráð fyrir 2% hækkun vegna vísitölu - þá eru vextir á ári 568.000 kr. Kolbeinn Már Guðjónsson á uf.xf.is Of stutt frí Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hvarf af landi brott til þess að sitja námskeið um Evrópu út í London, héldu margir að tilgangur hennar væri að halda sér frá pólitískum skarkala þannig að hún gæti átt ferska innkomu inn á leiksvið ís- lenskra stjórnmála. Ef það var tilgangurinn er ljóst að það hefur algjörlega mistekist. Í tengsl- um við umræður um fjölmiðlafrumvarpið hefur borgarfulltrúinn látið til sín taka á nýjan leik. Það fer þó ekki mikið fyrir ferskleika heldur eru gömlu slagorðin um samræðustjórnmálamenn og umræðustjórnmál rifin upp, alveg jafn löng og innihaldslaus eins og þau voru áður en farið var á námskeið í London. Ég veit líka ekki hvort fyrirtækjum eins og Baugi, Norðurljósum og KB banka sé nokkur greiði gerður með því að Ingi- björg rifji stöðugt upp Borgarnesræðu sína, eins og hún hefur gert á síðustu dögum, og þannig sífellt dregin af henni í pólitískan bás. Torfi Kristjánsson á deiglan.com

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.