Fréttablaðið - 07.05.2004, Síða 61

Fréttablaðið - 07.05.2004, Síða 61
33FÖSTUDAGUR 7. maí 2004 Við áttum skilið að vinna Guðríður Guðjónsdóttir og stelpurnar hennar í Val jöfnuðu úrslitaein- vígið gegn ÍBV með 28-27 sigri á Hlíðarenda í gær. HANDBOLTI Valsstúlkur jöfnuðu metin gegn ÍBV í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta þegar þær unnu annan leikinn, 28–27, á Hlíðarenda í gær. ÍBV vann fyrsta leikinn í framlengingu og báðir hafa þessir leikir verið æsispennandi og frábær skemmtun fyrir áhorfendur. Berglind Íris Hansdóttir varð 14 af 21 skoti sínu í seinni hálfleik, þar af tvö víti frá stórskyttum Eyjaliðsins, Önnu Yakovu og Öllu Gokorian, á síðustu fjórum mínútum leiksins. Berglind Íris hefur varið 42 skot í fyrstu tveimur leikjum liðanna, þar af 3 víti og 9 hraðaupphlaup. Þjálfari Valsliðsins, Guðríður Guðjónsdóttir, var í skýjunum eftir leik. „Við erum bara staðráðnar í því að við ætlum að selja okkur alveg rosalega dýrt. Við vorum ofboðslega ósáttar við leikinn á þriðjudaginn því okkur fannst við eiga skilið að vinna. Það var því bara að duga eða drepast fyrir okkur. Vörnin er grunnurinn og svo Berglind í markinu. Það er náttúrulega ekkert ódýrt að fá svona tvö víti í lokin,“ sagði Guðríður og vísar til vítanna sem Berglind Íris varði á lokamínútunum en hún greip seinna vítið frá Öllu Gokorian. „Við áttum skilið að vinna þennan leik því mér fannst þær stela sigrinum í fyrsta leiknum. Við erum með rosalega góðan mannskap sem er í góðu formi. Þetta var frábær sigur, nú er bara að vinna úti í Eyjum og klára síðan hér heima,“ sagði Guðríður. Ágústa Edda Björnsdóttir átti mjög góðan leik hjá Val í vörn og sókn, skoraði 7 mörk og átti 6 stoðsendingar. Sigurlaug Rún- arsdóttir og Elfa Björk Hreggviðsdóttir skoruðu báðar fimm mörk en Elfa skoraði 5 af 12 hraðaupphlaupsmörkum Valsliðsins. Bestu menn Valsliðsins skoruðu þó hvorugar mark, Berglind Íris varði frábærlega í markinu allan leikinn og Anna María Guðmundsdóttir lokaði miðju Valsvarnarinnr og braut niður flestallar sóknir Eyjaliðsins. Anna María hefur komið gríðar- lega á óvart með grimmum en skynsömum varnarleik sínum. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjál- fari ÍBV, var óánægður með leik sinna stelpna. „Valsliðið er á mikilli siglingu, er búið að bæta sig jafnt og þétt seinni hluta móts og þær eru að koma upp eftir gríðarlega góða hvíld en á sama tíma erum við búin að keyra á fullri ferð frá því í febrúar. Það á ekki að koma neinum á óvart hvað þær eru að spila vel. Við getum fyrst og fremst okkur sjálfum um kennt hvernig við erum að spila þessu frá okkur. Það vantar aga til að klára vissa hluti og þess vegna erum við ítrekað að missa þetta frá okkur. Sóknarleikur liðsins er afleitur í augnablikinu og leikmenn leyfa ekki boltanum að vinna. Við þurfum að fara yfir okkar leik og hvernig við ætlum að spila úr framhaldinu því þetta einvígi ræðst fyrst og fremst á því,“ sagði Aðalsteinn en leikirnir hafa verið frábær skemmtun og afar spennandi. „Þetta er full mikil spenna fyrir marga enda hefur maður heyrt að nokkrir séu komnir í sprengitöflurnar í Eyjum. Nú er bara að girða sig í brók og mæta tilbúnar í næsta leik í Eyjum,“ sagði Aðalsteinn að lokum. Birgit Engl var best hjá ÍBV í vörn sem og sókn þar sem hún skoraði 7 mörk í 7 skotum. Alla Gokorian og Anna Yakova sko- ruðu báðar 6 mörk og Sylvia Strass bætti við fjórum. Yakova hefur þó „aðeins“ skorað 9 mörk úr 27 skotum í einvíginu og gengur illa gegn frábærri vörn Önnu Maríu og Hafrúnar Kristjánsdóttur sem vinna vel saman við að stoppa þessa stórskyttu. ■ www.bluelagoon.com ferskleika Gefðu Verð aðeins 2.490 kr. Fáanlegt í verslunum Bláa Lónsins í heilsulind og við Aðalstræti 2 í Reykjavík. Mæðradagur Blue Lagoon rakakrem fyrir líkamann inniheldur steinefni, kísil og þörungakjarna úr Bláa lóninu sem viðhalda rakastigi húðar- innar og auka mýkt hennar og styrk. Léttur og frískandi ilmur. algae & mineral body lotion – rakagefandi krem fyrir líkamann Prufa af Blue Lagoon andlitskremi fylgir með. Kvennalið Stjörnunnar verður fyrir áfalli: Tvær í þýska boltann HANDBOLTI Hið efnilega kvennalið Stjörnunnar í handknattleik mun væntanlega verða fyrir miklu áfalli á næstu dögum þegar tvær af sterkustu leikmönnum liðsins skrifa undir samning við þýska úrvalsdeildarfélagið TuS Weibern. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, mun stýra þessu liði á næstu leiktíð og hann stendur fyrir því að félagið semji við þessar efnilegu örvhentu stúlkur. Þær eru Jóna Margrét Ragn- arsdóttir og Sólveig Lára Kjærne- sted en Jóna Margrét sagði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að hún biði bara eftir því að fá samning- inn til undirskriftar. Samkomulag hefði tekist um einstök atriði og ef það stæði líka á pappírunum væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa undir og byrja að pakka. ■ Seinni undanúrslitaleikir Evrópukeppni félagsliða: Newcastle datt úr leik FÓTBOLTI Seinni undanúrslitaleik- irnir í Evrópukeppni félagsliða fóru fram í gærkvöld en þá mætt- ust annars vegar vegar Marseille og Newcastle í Frakklandi og hins vegar Valencia og Villareal á Spáni. Fyrri leikirnir enduðu báðir með markalausu jafntefli en reyndin varð önnur nú því bæði heimaliðin tryggðu sér sigur. Marseille bar sigurorð af Newcastle með tveimur mörkum gegn engu. Bæði mörkin gerði Knattspyrnumaður ársins í Frakklandi, Didier Drogba, það fyrra á 18. mínútu og það seinna á þeirri 82. Þar með heldur ævin- týri Frakka áfram en í gær tryggði Mónakó sér einmitt sæti í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Í hinum leiknum fóru leður- blökurnar frá Valencia með 1-0 sigur af hólmi í Spánarbardagan- um mikla. Eina mark leiksins gerði Miguel Mista úr vítaspyrnu á 16. mínútu. Valencia á því enn góðan möguleika á að hampa tveimur titlum á þessari leiktíð en liðið er með fjögurra stiga forskot á Real Madrid í deildarkeppninn á Spáni þegar aðeins tveimur um- ferðum er ólokið. Úrslitaleikurinn fer fram 19. maí á Ullevi-leikvanginuum í Gautaborg í Svíþjóð. ■ JÓNA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR Á leið til Þýskalands ásamt stöllu sinni Sólveigu Láru Kjærnested. Valdimar Þórsson: Fer hvergi HANDBOLTI Einn besti leikmaður Fram í handboltanum, miðjumað- urinn Valdimar Þórsson, verður að öllu óbreyttu áfram í herbúð- um Framara næsta vetur. Samn- ingur Valdimars við Framara rann út eftir tímabilið og fjöldi liða hafði áhuga á að tryggja sér þjónustu þessa snjalla leikmanns. Valdimar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að samninga- viðræður hans og Framara væru á réttri leið og að hann væri bjart- sýnn á að þeir myndu ná saman fljótlega. Hann sagðist helst kjósa að vera áfram í herbúðum Framara enda liði honum vel hjá félaginu. ■ ÁGÚSTA EDDA BJÖRNSDÓTTIR Í GÓÐUM GÍR Í GÆRKVÖLD Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði sex af sjö mörkum sínum í seinni hálfleik og lék vel í vörn sem sókn. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.