Fréttablaðið - 07.05.2004, Page 62

Fréttablaðið - 07.05.2004, Page 62
Sala á miða á söngleikinn Fame,sem settur verður upp í Vetrar- garði Smáralindar í sumar, hefst þann 21. maí. Þá opnar sérstök miðasala í þjónustuborði Smára- lindarinnar og þar geta þeir sem vilja sjá sýninguna með þeim fyrstu stillt sér upp í biðröð þegar þar að kemur. Að sögn aðstandenda sýningarinnar er eftirspurnin þeg- ar orðin mikil og í Smáralindinni hefur fólk ekki undan því að svara símtölum þeirra sem vilja forvitn- ast um hvenær miðasalan byrjar. Því er sem sagt svarað hér með og um að gera fyrir þá sem bíða eftir að sjá Jónsa, Sveppa og fleiri á sviði í sumar að anda rólega næstu vikurnar og hvíla símkerfi Smáralindar. Söngleikurinn Fame byggir á samnefndri kvikmynd sem frum- sýnd var árið 1980 og sjónvarps- þáttaröð sem gerð var í kjölfarið. Í stuttu máli fjallar verkið um líf nokkurra ungmenna í listaháskóla í New York og er fylgst með þeim allt frá inntökuprófi til útskriftar. Á ýmsu gengur; sorgir og sigrar skiptast á og eldar ástarinnar loga. Öll þrá þau svo frægðina en slík þrá er jú oft erfið í sambúð. ■ 34 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR FAMEHÓPURINN Eftirvæntingin eftir söngleiknum er mikil og mikið er spurt hvenær miðasalan muni hefjast. Fame miðasalan hefst 21. maí Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur Bíldshöfða 10 • 110 Reykjavík • S. 587-8888 www.bilasalarvk.is PORSCHE 911 CARRERA • 18" álf. • Leður • Topplúga • Spolier • Xenon • Sólvörn • CD • Hraðastillir o.fl Skráður 07/00 svartsanz, 6 gíra, ek. 26 þ.km Áhvílandi lán Íslendingar standa vel Þrír nemar úr rekstrardeildTækniháskóla Íslands, þær Pálína Mjöll Pálsdóttir, Árdís Ár- mannsdóttir og Helga Kristjáns- dóttir sigruðu í alþjóðlegri nem- endakeppni í Austurríki í lok apr- íl. Verkefnin í samkeppninni áttu að fjalla með einum eða öðrum hætti um áskoranir sem fylgja ný- afstaðinni stækkun Evrópusam- bandsins og vann verkefni þeirra fyrstu verðlaun í sínum riðli sem náði yfir viðfangsefnið út frá efnahagslegum og viðskiptaleg- um sjónarmiðum. „Þetta var verkefni sem við höfum verið að vinna að ásamt nemendum í tveimur öðrum há- skólum, í Austurríki og Tékk- landi, síðan í byrjun janúar,“ segir Árdís Ármannsdóttir. „Við gerðum samanburðar- rannsókn á frumkvöðlastarfi í þessum löndum og gerðum PEST (polit- ical, economic, social og technological) greiningu á þessum þremur löndum. Nið- urstöðuna unnum við svo í sameiningu. Niðurstöður okkar voru að Tékkland yrði fyrir mestum áhrifum af þessari stækkun. Landið kemur nýtt inn í Evr- ópusambandið og fær væntanlega mesta aðstoð. Það kemur einnig skemmtilega á óvart hvað Íslendingar eru að gera mikið miðað við hvað við erum smá þjóð. Við stöndum okkur mjög vel í frum- kvöðlastarfi og það er gaman að sjá hvernig Ísland er statt miðað við önnur lönd.“ Árdís segir að velgengni þeirra megi þakka rannsóknarvinnunni sem bjó að baki verkefnisins. „Við skiluðum af okkur 60 blaðsíðna skýrslu til nefndarinnar úti. Kynningin tókst einnig mjög vel. Við settum þetta skýrt upp, þótt verkefnið hafi verið umfangsmik- ið og heilluðum þá upp úr skón- um.“ ■ Nói Albinói er með betri mynd-um sem gerðar hafa verið hér á landi. Tónlistin í henni undir- strikaði sérstætt andrúmsloftið afar vel og gerði góða mynd enn- þá betri. Dagur Kári Pétursson, hinn efnilegi leikstjóri myndarinnar, er annar hluti dúettsins Slowblow sem samdi kvikmyndatónlistina. Slowblow hefur verið lengi starf- andi og gefið út tvær fínar plötur en lítið hefur heyrst til hennar upp á síðkastið. Tónlist sveitarinnar er oftast róleg og afslöppuð þar sem lögð er áhersla á einfaldleika og naum- hyggju, sem er yfirleitt í uppá- haldi hér. Nói Albínói er einmitt þannig mynd og því hefur Dagur ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi og semja tónlistina bara sjálfur. Platan sem hér um ræðir er uppfull af stuttum ósungnum lagabútum í Slowblow-stílnum sem eiga vel við einmanaleikann og innilokunina sem lýst er í myndinni. Rólegt gítar- og píanó- spil er þar áberandi. Inni á milli brýst tónlistin þó út úr forminu rétt eins og Nói sjálfur reynir að gera í myndinni, meðal annars í hinu sérkennilega en fallega spiladósarlagi „Morgunn“ eftir Sigríði Níelsdóttur, í hinu rokkaða „Groove“ og lokalaginu fína „Aim For a Smile“. Þetta er góð plata sem getur í sjálfu sér staðið ein og sér, enda með nokkuð sterkan og fallegan heildarsvip. Þriðja plata Slowblow mun síðan vera á leið- inni og bíð ég að sjálfsögðu spenntur eftir henni. Freyr Bjarnason SIGURVEGARARNIR Sigurhópurinn í alþjóðlegri nemendakeppni um þær áskoran- ir sem fylgja nýafstaðinni stækkun ESB. Hópurinn (f.v.) Árdís Ármannsdóttir, Pálína Mjöll Pálsdóttir, Eggert Tryggvason deildarstjóri rekstrardeildar THÍ, Helga Kristjánsdóttir, Harald Gorucan frá Austurríki, Eva Cimulkova frá Tékklandi, Teresa Vercerova frá Tékklandi og Florian Rottensteiner frá Austurríki. Samkeppni NEMENDUR TÆKNIHÁSKÓLANS ■ sigruðu nemendakeppni í Austurríki. Umfjölluntónlist SLOWBLOW: Nói Albinói Innilokun og einmankennd KATIE PRICE Betur þekkt sem Jordan var rosalega kát þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara með nýju sjálfsævisöguna sína, Being Jor- dan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.