Fréttablaðið - 07.05.2004, Side 72

Fréttablaðið - 07.05.2004, Side 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Einræði og skítaveður Það er slæmur díll sem boðið erupp á hér á skerinu um þessar mundir. Í löndum þar sem er einræði er yfirleitt gott veður. Þess vegna sættir fólk sig hugsanlega við það aðeins lengur að kallinn í brúnni sé í stjórnsamara lagi og vilji vera með puttana í öllu. Fólkið getur þá alla vega legið úti og verið nokk sama. Það getur slæpst á ströndinni og kastað frisbídiskum eða verið í boltaleik. Okkar þjóðfélag er hins vegar miklu viðkvæmara fyrir öllum einræðistilburðum og það er vegna þess að hér er skítaveður, sérstak- lega þessa dagana. EKKI ER hægt að sætta sig við bæði í einu, skítaveður og einræði. Hvort tveggja gerir mann bilaðan. Ef það á að vera einræði, þá er lág- mark að það sé gott veður til þess að hafa mann rólegan. Og ef það á að vera skítaveður, þá verður að vera sæmilegt stjórnarfar. Annað er ótækt. Í skítaveðri og vondu stjórn- arfari endar fólkið samanherpt inni hjá sér í teygðri lopapeysu með flösu í hárinu, tuðandi ofan í hálsmálið á sér. Og það þarf að fyrirbyggja. AÐRAR skandinavískar þjóðir hafa komið auga á þessa staðreynd fyrir löngu. Þar tala menn saman, taka því rólega í stjórnarháttunum. Ef menn passa það ekki er hætta á því að fólkið – sem býr almennt við skítaveður – breytist í græn skrímsli sem einn daginn koma ark- andi út úr húsunum sínum í rokinu, kolbrjáluð með exi og jafni húsa- kosti ríkisins við jörðu. Enginn skyldi vanmeta þann ofsakraft sem myndast getur hjá fólkinu í einræði og skítaveðri. ÞAÐ ER útséð með það að á Íslandi verði einhvern tímann almennilegt veður. Hér mun verða skítaveður þangað til slokknar á sólinni eftir fimm milljón ár. Það er ekkert við því að gera. Við getum búið við það. En af því leiðir að ekkert rými er í geðheilsu þjóðarinnar fyrir einræð- istilburði. Ég vil því biðja menn um að hætta öllu slíku. Röksemdin getur ekki verið augljósari. Einræði og skítaveður. Eitt útilokar annað. Það er útséð með veðrið, en hinu getum við breytt. Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR VI Ð S EG J U M F R É T T I R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.