Fréttablaðið - 20.05.2004, Page 16

Fréttablaðið - 20.05.2004, Page 16
16 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR BRÚÐKAUP Í BOSTON Tvær konur fagna í Boston eftir að hafa fengið hjónavígslu í kirkju í borginni. Hjónaband samkynhneigðra hafa verið leyfð í Massachusetts-ríki. Julia og Hillary Goodridge, sem sjást á myndinni, stóðu að málsókn sem leiddi til þess að hjóna- bönd samkynhneigðra voru leyfð. Auglýsingar í grunnskólum: Settar verði verklagsreglur SKÓLAMÁL Menntamálaráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til sveitarfélaga að þau taki upp við- ræður í hverju sveitarfélagi fyrir sig með það að markmiði að settar verði verklagsreglur í samvinnu við skólastjórnendur um aug- lýsingar í grunnskólum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að því hafi nýlega borist bréf frá grunnskóla þar sem vak- in var athygli á aukinni ásókn ým- issa fyrirtækja í að auglýsa beint eða óbeint í grunnskólum. Jafn- framt var ráðuneytið spurt hvort komið hefði til tals að semja regl- ur á landsvísu til að takmarka ásókn einkafyrirtækja í grunn- skólana. Ráðuneytið svaraði því til að ekki hafi komið til tals að mennta- málaráðuneytið semji slíkar regl- ur á landsvísu, enda skorti það heimildir til þess. Ráðuneytið tel- ur til fyrirmyndar að hvert sveit- arfélag setji sér verklagsreglur um auglýsingar í grunnskólum í samráði við grunnskóla sveitar- félagsins. Mikilvægt sé að slíkar reglur séu vel kynntar meðal nemenda, starfsfólks skóla og foreldra. Eðlilegt sé að birta slík- ar verklagsreglur í skólanámskrá skólans. ■ Aldrei fleiri skemmti- ferðaskip en í sumar Fimmtungs aukning er á komum skemmtiferðaskipa til landsins í sumar. Á síðustu tíu árum hefur komum skipa fjölgað um tæplega 80 prósent. Við komu skipanna verða hafnirnar afgirtar til að koma í veg fyrir hugsanleg hryðjuverk. SKEMMTIFERÐASKIP Aldrei hafa fleiri skemmtiferðaskip tilkynnt komu til landsins. Í sumar leggjast 69 skip að höfn í Reykjavík. Það stærsta, Adonia, er 71 þúsund brúttótonn og með rúmlega 2000 farþega innan- borðs. Ferðaskrifstofan Atlantik sér um skipulagningu dagsferða fyrir flest skipin. Ólafía Sveins- dóttir, deildarstjóri skipadeild- ar Atlantik, segir fyrirtækið sinna um 30 til 40 prósentum fleiri verkefnum í ár en í fyrra. „Það koma dagar þar sem yfir 3000 farþegar koma með skipunum. 70–80 prósent farþega fara í dagsferðir við komuna til landsins. Skipulagið er ansi mik- ið,“ segir Ólafía. Ferðaskrifstofan sér einnig um skipakomur á landsbyggðinni og eru 160 verkefni á tak- teininum þar í sumar. Pétur Ólafsson, skrifstofu- og markaðsstjóri Akureyrarhafnar, segir 53 skemmtiferðaskip væntan- leg til Akureyrar í sumar. Reikna má með að farþegar verði um 30.000 með þess- um skipum en árið 2003 komu 23.458 far- þegar með 45 skipum. Fjölgun gesta er því tæplega 28 prósent. Í fyrra voru gestirnir á Akureyri frá 48 þjóðum. Annasamasti dagur sum- arsins verður þann 27. júní þegar þrjú skip verða í höfninni og gest- irnir um 3.300 talsins. Í Reykjavík voru gestirnir 31.264 í fyrrasumar. Þjóðverjar eru duglegastir að heimsækja Ísland með skipunum og eru um 40 prósent gesta. Bretar og Bandaríkjamenn næstir með um 20 prósent hvor og Frakkar í fjórða sæti með fimm prósent heimsókna. Hvert fer fólkið? Flest skipin stoppa daglangt í höfn. Fyrir norðan kjósa farþegar gjarnan að kíkja í Mývatnssveitina, hvalaskoðun á Húsavík eða að fljú- ga til Grímseyjar. „Bandaríkja- menn og Bretar eru einnig mjög hrifnir af jólahúsinu í Eyjafirði og margir skoða sig um á Akureyri,“ segir Ólafía. Á Suðurlandi er vin- sælast að skoða Gullfoss og Geysi. „Þjóðverjar eru mjög duglegir að fara þessa ferð en Bandaríkjamenn- irnir vilja frekar fara styttri ferðir. Þeir fara meira í ferðir um Reykja- vík og í Bláa lónið. En farþegarnir eru svolítið að yngjast og þeir vilja vera virkari í því sem gert er og fara því í jeppaferðir, flúðasiglingar eða upp á jökul.“ Mörg skipanna stoppa bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. „Þá er mjög vinsælt að ferðast yfir Kjöl á tveimur dögum. Farþeg- arnir yfirgefa lúxusinn um borð til að sjá og fræðast.“ Ekki má geyma því segir Ólafía að öllum skipum fylgir áhöfn. „Það er orðið meira um það að til að halda starfsfólkinu ánægðu sé boðið upp á ferðir í höfn- unum.“ Ólafía segir að séu mörg skip í höfn í einu geti verið erfitt að fá góða leiðsögumenn sem skipti geysilegu máli og rútur til að flytja fólkið á áningastaði. Hluti rútu- flotans sé einnig gamall og því geti verið erfitt að uppfylla gæðakröfur farþeganna á slíkum tímum. Betri aðstæður og öryggi Ólafía segir helsta vandamálið hérlendis að taka á móti mjög stór- um skipum því hafnaraðstaðan sé ekki nægilega góð. „Þessi stóru skip vilja geta lagst að bryggju. Það er mikið hagræði fyrir farþeganna. Þau vilja líka geta tekið vatn og vist- ir og losað sig við sorp og annað slíkt.“ Það stendur til bóta, segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri SMÁRALIND Sími 517 7007 Við höfum dregið út 25 heppnar konur sem þátt tóku í Sumarhappdrætti CHANGE þar sem hver þeirra vann 6.000 kr. úttekt á undirfatnaði eða baðfatnaði úr glæsilegri sumarlínu CHANGE. Vinningarnir bíða ykkar í CHANGE í Smáralind Björg Eir Birgisdóttir, Mosfellsbæ Edda Karlsdóttir, Rvík Ása Elísa Einarsdóttir, Akureyri Tinna G. Lúðvíksdóttir, Vogum María Björk Gunnarsdóttir, Hellu Sigurlín Ólafsdóttir, Seltjn. Heiðrún Sveinbjörnsdóttir, Akranesi Elsa Jónsdóttir, Bolungarvík Svava Þórðardóttir, Hveragerði Þóra Bjarnadóttir, Þorlákshöfn Birna F.S. Hannesdóttir, Bíldudal Katrín Þorláksdóttir, Akureyri Guðný S. Jónsdóttir, Reykjanesbæ Sandra R.H. Pálmadóttir, Rvík Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir, Rvík Guðmunda Ingim., Kópavogi Auður Þorgeirsdóttir, Kópavogi Sigrún Edda Sigurðardóttir, Hafnarf. Guðbjörg Oddsdóttir, Rvík Elísabet Guðrúnardóttir, Rvík Hlín Reykdal, Rvík Snædís Perla Sigurðardóttir, Rvík Dagbjört Rán Guðmundsdóttir, Hafnarf. Rósa Margrét Húnadóttir, Rvík Bryndís Arnþórsdóttir, Garði ÞÆR HEPPNU! HÉRAÐSDÓMUR Maður var sýknaður af því að hafa valdið árekstri af gáleysi. Skortur á rannsókn bifreiðarinnar: Sýknaður af gáleysisakstri DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavík- ur af því að hafa valdið árekstri af gáleysi. Maðurinn fór yfir á rangan vegarhelming á Eiðsgranda í Reykjavík og keyrði þar á annan bíl. Kona sem ók þeim bíl slasaðist al- varlega á höfði, hlaut innvortis áverka og beinbrotnaði. Þá úlnliðs- brotnaði farþegi í bíl konunnar. Hvorki konan né hinn ákærði muna aðdraganda slyssins. Þegar slysið varð var maðurinn að borða hamborgara, sem fannst á gólfinu fyrir framan farþegasætið við rann- sókn á bílnum. Þó nærtækast kunni að virðast að maðurinn hafi verið að beygja sig eftir hamborgaranum á gólfið liggur ekkert fyrir um það, að því er fram kemur í dómnum. Þá segir að nokkur skortur hafi verið á rannsókn á bíl mannsins og því sé ekki lögfull sönnun þess að slysið verði rakið til gáleysi mannsins svo það varði við lög. ■ GRUNNSKÓLAR Ásókn ýmissa fyrirtækja í að auglýsa í grunnskólum hefur aukist. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ MIÐAUSTURLÖND FANGELSAÐUR FYRIR GUÐSPJÖLL 21 árs Kúvæti hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir guð- spjöll. Maðurinn gaf í fyrra út snældu þar sem hann er sagður fara móðgandi ummælum um fylgi- sveina Múhameðs spámanns. Hon- um var sleppt úr haldi fyrir nokkru fyrir mistök og gengur enn laus. GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING AUKNING Á KOMUM SKEMMTIFERÐASKIPA Á AKUREYRI Vel á annað hundrað komur skemmtiferðaskipa eru skráðar í bækur hafna landsins í sumar. Flest skipanna stoppa í tveimur höfnum og það eykst að minni skipin fari hringferð um landið. Til Akureyri koma 53 skip í sumar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.