Fréttablaðið - 20.05.2004, Síða 22

Fréttablaðið - 20.05.2004, Síða 22
Alcatraz, Pier 39 og Golden Gate, hvar erum við núna? Við erum að sjálfsögðu í San Francisco. Erum búnir að skoða marga þekkta staði svo sem Hyde- og L o m b a r d - stræti, Pier 39 og Fishermans wharf. Frá San F r a n c i s c o héldum við til Y o s e m i t e - þjóðgarðsins sem er í um fimm tíma fjarlægð frá Frisco. Í hon- um er hæsta bera granít- berg í heimi (1.200 m), stórfeng- legir fossar og miklir dalir. Þar eru einnig eldgömul og gríðar- lega stór rauðviðartré (giant sequoias), hið elsta, kallað Great Grizzly, er talið vera um 2.700 ára. Þaðan keyrðum við til Las Vegas, sem má með sanni kalla borg ljósanna. Við komum í gegnum eyðimörkina að kvöldi til og sáum borgina uppljómaða í næturmyrkrinu. Það er hægt að gera ýmislegt hérna á glæsi- hótelunum í Las Vegas, til dæm- is fara á ströndina, fara í gondól, rússíbana, sjá danssýningar og tónleika. Við fórum í hæsta rús- síbana í heimi (380 metra hár uppi á Stratosphere turninum. Þegar rökkva tekur færist líf í borgina sem er eins og draugabær að degi til. Flest glæsihótelin eiga það sam- eiginlegt að þau eru innan- tóm, endalaus- ar raðir af spi lakössum og borðum. Í stað þess að spila, nýttum tímann á dag- inn til að skoða Dauðadalinn og Hoover-stífluna. Á kvöldin höfð- um við nóg að gera að skoða all- ar sýningarnar sem boðið er upp á, meðal annars gosbrunnasýn- ingu við Bellagio-hótelið og sjó- ræningasýninguna við Treasure Island. Eftir stutt stopp í Las Ve- gas héldum við vegaferðalaginu okkar áfram. Þegar við skilum bílaleigubílnum verðum við bún- ir að keyra um 5.700 kílómetra á átta dögum (rúmlega fjórum sinnum hringinn). Með kveðju, Þórir og Gunnar. Fjórum sinnum hringinn á átta dögum Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR SKRIFA FERÐAPISTLA ÚR 120 DAGA HEIMSREISU SINNI. Las Vegas lifnar við á kvöldin. Útlit er fyrir að besta veðrið verði á Austurlandi um helgina. Á morgun verður áttin suðlæg með rigningu eða súld nema fyrir austan. Á laugardag verður áttin vestlæg og áfram verður rigning eða súld nema austanlands þar sem verður léttskýjað. Á sunnudag verður hægviðri og víða bjart. Helgarhitinn er frá 4 og upp í 15 stig austanlands. [ SKÝ KOMIÐ ÚT ] Nýtt útlit með nýjum ritstjóra Fyrsta tölublað af tímaritinu Skýi í rit- stjórn Anne Kristine Magnúsdóttur er komið út. Tímaritið er gefið út annan hvern mánuð fyrir farþega Flugfélags Ís- lands svo og aðra Íslendinga. Í ný- útkomnu tölublaði er meðal annars að finna úttekt Aldísar Baldvins um það hvað heillar karlmenn við konur, gein um hinn nýja metrosexúal karlmann, grein um samskipti mennskra við huldufólk eftir Vilmund Hansen, viðtal við Eggert Þorleifsson sem er frægur orðinn fyrir garðinn sinn og grein um Barcelona. Þá er spáð í framtíð Davíðs Oddssonar í haust og viðtal við Örn Svavarsson í Heilsuhúsinu að ógleymdri stjörnuspá og mörgu fleira. Tímaritið hefur breytt um útlit en hönnuður blaðsins er Helga Guðný Ásgeirsdóttir sem er nýkomin úr námi frá Boston. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 netfang: outgoing@gjtravel.is heimasíða: www.gjtravel.is GÓÐAR FERÐIR BERLÍN-DRESDEN-PRAG 01.-07.08. Flogið til Berlínar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo haldið til Dresden og gist eina nótt og svo áfram til Prag þar sem gist er 3 nætur. Flogið heim frá Prag. VERÐ: 81.900,- Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður, akstur Berlín-Dresden-Prag, skoðunarferð um Berlín, skoðunarferð um Dresden, skoðunarferð um Prag, skoðunarferð um Terezín með hádegisverði og íslensk fararstjórn. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson AKSTUR OG SIGLING 01.-12.09. Ekið til Seyðisfjarðar og siglt um Færeyjar og Hjaltland til Danmerkur, litast um á Jótlandi, dvalið 5 daga í Tra- vemünde við Eystrasaltsströnd Þýskalands og farnar dagsferðir þaðan, ekið um Mósel- og Rínardali og flogið heim frá Frankfurt. VERÐ: 105.300,- Innifalið í verði er sigling, flug, flugvallarskattar, gisting í tveggjamanna herbergjum (í fjögurra manna klefum í Norrænu) morgunverður á hótelum, 4 kvöldmáltíðir á Hótel Maritim í Travemünde og allur akstur. BEINT FLUG TIL PRAG 25.07.-07.08. VERÐ 18.900 Innifalið í verði er flug og flugvallaskattar. Brekkugötu 27a sími: 461 2500 • gsm: 895 0625 • fax: 461 2502 600 Akureyri • akurinn@hotmail.com MAÍ TILBOÐ Gistiheimilið Akur Inn 3 nætur á 15.000 2 manna herbergi fjórða nóttin frí Paradísin Gardavatn á Ítalíu: Heimilislíf á draumkenndum stað við rætur Alpafjalla Einn draumkenndasti staður ver- aldar er við Gardavatn á Ítalíu. Vatnið er það stærsta á Ítalíu og liggur upp með ítölsku Alpafjöll- unum; umkringt glæfralegum fjallstindum og fádæma fagurri náttúru. Gardavatn er val þeirra sem vilja upplifa ítalska töfra og munúð í litlum, ævintýralegum þorpum þar sem gestrisnin er eft- irtektarverð og aðbúnaður allur fyrsta flokks. Fremur dýrt er á ítalskan mælikvarða að gista á hótelum við Gardavatn, en þeim mun eftirsóknarverðara er að leigja íbúðir í sjarmerandi hverf- um þorpanna fyrir miklum mun lægra verð. Fanney Sigurðardóttir, sem búið hefur í Sirmione við Garda- vatn síðastliðinn áratug, hefur milligöngu um íbúðaleigu í Sirmione og nágrenni. Hægt er að leigja íbúðirnar, sem allar eru heimilislegar og búnar nútíma þægindum, í allt frá viku upp í lengri tíma. Göngufæri er frá hús- unum að freistandi ströndum Gar- davatns þar sem hitastigið leyfir sund og busl yfir sumartímann og víst liggja vegir til allra átta frá vatninu að hinni ómótstæðilegu Ítalíu; Veróna, Feneyjum, Mílanó, Flórens og fjallaþorpum Alpanna, en bíltúr á þessa staði eru margir innan við klukkustund. Gardavatn er staður elskenda því rómantík svífur yfir vatninu en ekki er síðra að fara með börn á þessar slóðir því steinsnar er í Gardaland, sem er með stærstu skemmtigörðum Evrópu, og Caneva, sem er glæsilegur vatna- garðar með spennandi renni- brautum og vatnaupplifun. Matar- listin er sverð og skjöldur Ítala og öruggt að finna girnileg veitinga- hús við vatnið, auk þess sem Fanney gefur vísbendingar um heimilislega matsölustaði í fá- förnum uppsveitum Gardavatns þar sem Ítalir sitja að borðum og ítölsk mamma sér um matar- galdrana. Þess má geta að Sirmione þykir kóróna Gardavatns; með forn- frægum kastala og óviðjafnan- legu náttúruumhverfi. Vikuleiga á íbúðum í Sirmione yfir sumar- tímann er frá 300 evrum. Nánari upplýsingar gefur Fanney í síma 0039-030 919 438 og netfanginu: fannar@inwind.it ■ Gardavatn er með fegurstu stöðum jarðar. Fanney Sigurðar- dóttir sér um útleigu íbúða við vatnið allt árið um kring. Blað fyrir farþega Flugfélags Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.