Fréttablaðið - 20.05.2004, Side 34
Me i s t a r a f l o k k a rBreiðabliks fengu á
sig tólf mörk í 1. umferð
Landsbankadeildanna.
Karlaliðið tapaði 4-0 í Njarðvík og
kvennaliðið tapaði 8-1 í Eyjum og
hafa meistaraflokkarnir aldrei
fengið aðra eins útreið í upphafi
móts.
Karlaliðið tapaði í 1. umferð
þriðja árið í röð. Í fyrra töpuðu
Blikar 2-1 fyrir Þór í Kópavogi og
2-0 fyrir Haukum árið 2002.
Kvennaliðið hefur hins vegar ekki
tapað í fyrstu umferð síðan 1986
þegar Blikar töpuðu 3-1 fyrir Val í
Kópavogi. Karlaliðið hóf mótið
árið 1986 með því að sigra Kefla-
vík 1-0 í Kópavogi. Upphafið var
samt ekki vísbending um endinn
því karlaliðið féll en kvennaliðið
varð í öðru sæti á eftir Val.
26 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR
RONALDINHO
Brasilíumaðurinn Ronaldinho á æfingu á
Stade de France fyrir landsleikinn gegn
Frökkum. Leikurinn er liður í hátíðar-
höldum vegna 100 ára afmælis FIFA.
FÓTBOLTI
ÍBV á ekki eftir
að ofmetnast
Úlfar Hinriksson, aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna, spáir Val, KR og
Stjörnunni sigri í leikjum dagsins.
FÓTBOLTI Fyrstu umferð Lands-
bankadeildar kvenna lýkur í dag
með þremur leikjum. FH og Valur
leika í Kaplakrika, KR og Fjölnir í
Frostaskjólinu og Stjarnan og
Þór/KA/KS leika á Hofsstaðavelli
í Garðabæ. Fréttablaðið bað Úlfar
Hinriksson, aðstoðarþjálfara A-
landsliðs kvenna, að spá í leiki
dagsins.
Fyrst var þó rétt að staldra að-
eins við stóran sigur ÍBV á
Breiðabliki á þriðjudag. „Ég sá
leikinn,“ sagði Úlfar. „Tölurnar
eru stórar en þetta þýðir í raun og
veru bara þrjú stig fyrir ÍBV og
þrjú stig töpuð fyrir Breiðablik.
Það kemur nýr leikur og ÍBV á
ekki eftir að ofmetnast við þetta.
Þær halda bara áfram sínu ferli
og Blikarnir hrista þetta af sér.
Það skemmtilega við fótboltann
er að það getur allt gerst í honum.
Við getum bara vitnað í 7-0 hjá FH
og KR í karlaboltanum í fyrra.“
„Það verður væntanlega Vals-
sigur þar,“ sagði Úlfar um leik FH
og Vals. „Val hefði kannski verið
spáð Íslandsmeistaratitlinum ef
úrslitaleikurinn í deildabikar-
keppninni hefði verið sólarhring
seinna. Ég held að þetta hafi snú-
ist þegar ÍBV vann.“
FH er búið að missa Sif Atla-
dóttur til KR. „Þá er broddurinn
farinn úr FH-liðinu, og ekki bara
inni á vellinum heldur er þetta
líka áfall fyrir hópinn. Hún var
stór póstur hjá FH og þær gætu
verið að vinna sig út úr þessu. FH
hefur verið að gera ágætis hluti
en Valur á að vinna þetta.“
„Menn ættu ekki að afskrifa
KR. Félagið hefur fengið fimm
mjög öfluga leikmenn og verður
með sitt sterkasta lið fram að 15.
ágúst og spilar við öll þessi stór-
lið. Þær spila svo tvo leiki sem
þær geta hugsanlega klárað án
þessara leikmanna,“ sagði Úlfar.
„Ég hef ekki séð Fjölni spila.
Þær eru kannski stórt spurninga-
merki en þjálfarinn þeirra,
Andrés Ellert Ólafsson, hefur ver-
ið í þessu áður og veit hvað hann
er að fara út í. Ef hann er þolin-
móður og nær að spila skynsam-
lega sleppur Fjölnir frá þessum
leik með lágmarksskaða. En hann
sækir væntanlega ekki stig í
Frostaskjólið.“
„Ég veit ekki nákvæmlega
hvernig Þór/KA/KS er. Þetta er
ungt lið, og eflaust sveiflukennt,
en ef þær hitta á góðan dag gætu
þær allt eins sigrað. Þær sigruðu
þarna í fyrra. Stjarnan er líka með
ungt lið en ég myndi hallast að
Stjörnusigri þó ég yrði ekki undr-
andi þó þetta endaði með jafntefli,
1-1 eða 2-2.“
Ásta Árnadóttir fór frá
Þór/KA/KS í Val og Tinna Mark
Antonsdóttir til Stjörnunnar og
Guðrún Viðarsdóttir, marka-
hæsti leikmaður þeirra í fyrra,
missir líklega af leiknum vegna
náms í Danmörku. „Á móti kem-
ur að Þór/KA/KS hefur fengið
Alexöndru Tómasdóttur frá
Neskaupstað, sem millilenti í
KR í fyrra, og tvær stelpur frá
Sauðárkróki, Margréti Vigfús-
dóttur og Ingu Birnu Friðjóns-
dóttur. Þór/KA/KS er örugglega
með nokkuð þétt lið en mjög
ungt. Stjarnan er kannski með
eldra lið en það munar samt
ekki miklu. Eigum við ekki að
segja 2-1 fyrir Stjörnuna,“ sagði
Úlfar Hinriksson. ■
Íslenska handbolta-
landsliðið:
Flanders-
hópurinn
tilbúinn
HANDBOLTI Íslenska landsliðið í hand-
knattleik tekur þátt á Flanders Cup í
Belgíu um helgina ásamt Tún-
ismönnum, Dönum og Serbum og
Svartfellingum. Guðmundur Guð-
mundsson landsliðsþjálfari valdi í
gær 15 manna hóp fyrir mótið en
hann var með 19 manna æfingahóp
fyrir mótið. Þeir leikmenn sem duttu
út fyrir mótið eru Vilhjálmur Hall-
dórsson, Hrafn Ingvarsson, Pálmar
Pétursson og Ólafur Gíslason.
„Þetta er eins og alltaf að maður
hefur völina sem og kvölina. Ég var
með fjóra markverði í hópnum og
mér fannst nóg að fara með tvo. Vil-
hjálmur gat aldrei verið með þar
sem hann meiddist á annarri æf-
ingu og Hrafn var ekki valinn að
þessu sinni,“ sagði Guðmundur.
Landsliðsþjálfarinn hefur oft
verið gagnrýndur fyrir að skilja
Birki Ívar eftir úti í kuldanum og lét
leikmaðurinn nokkuð stór orð falla í
viðtali við DV er hann var ekki val-
inn í landsliðið fyrir EM. Guðmund-
ur segir að þrátt fyrir það séu engin
leiðindi á milli hans og Birkis Ívars.
„Það er engin togstreita á milli
okkar. Ég hef þá einu reglu að velja
alltaf sterkasta liðið hverju sinni og
fara eftir minni sannfæringu með
það. Ég eltist ekkert við einhver um-
mæli sem menn láta falla í hita leiks-
ins svo framarlega sem þau fara
ekki úr böndunum. Ég er alls ekkert
hörundsár,“ sagði Guðmundur.
Eftir leikina í Belgíu fer Guð-
mundur með mikið breyttan leik-
mannahóp til Grikklands þar sem
landsliðið leikur tvo æfingaleiki
áður en það mætir Ítölum í umspils-
leik um sæti á næsta HM. Guð-
mundur sagði í gær að hann myndi
væntanlega taka þrjá leikmenn úr
þessum hópi til Grikklands. ■
■ TALA DAGSINS
12
FÓTBOLTI Dusko Dimitrijevic var
hetja Neistamanna í 1. umferð
Visa-bikars karla í knattspyrnu
þegar hann skoraði sigurmark
liðsins í framlengingu í 1-0 sigri á
GKS. Fagnaðarlæti Dimitrijevic
voru þó honum dýrkeypt því eftir
að hann skoraði markið úr víti á
115. mínútu fagnaði hann með því
að fara úr keppnistreyju sinni og
varð þar með fyrsta fórnarlamb
nýrrar reglubreytingar í knatt-
spyrnuheiminum. Dusko hafði
fengið gult spjald á 75. mínútu en
gleymdi sér í fögnuðinum eftir
markið og fékk þá sitt annað gula
spjald og þar með rauða spjaldið.
Frá og með þessu tímabili fá
menn áminningu fyrir að fagna
marki með því að fara úr keppnis-
treyju.
Það var Sverrir Pálmason dóm-
ari sem var vel með á nótunum og
fyrstur til að spjalda menn hér á
landi eftir þessa reglubreytingu
FIFA og KSÍ. Breytingin tekur
ekki gildi annars staðar fyrr en
eftir lokakeppni EM í Portúgal. ■
18 ára landsliðið til
Makedóníu:
Hópurinn klár
HANDBOLTI Heimir Ríkharðsson,
þjálfari U-18 ára landsliðs karla í
handknattleik, valdi í gær 16
manna hóp fyrir undankeppni
Evrópumótsins sem fram fer í
Skopje í Makedóníu og hefst á
morgun. Liðið, sem inniheldur sex
leikmenn Fram, hefur titil að
verja en það mun mæta Grikkjum
á föstudaginn, Makedónum á
laugardaginn og Frökkum á
sunnudaginn. ■
Handknattleikslið Hauka
fá liðsstyrk:
Liðstyrkur
til Ásvalla
HANDBOLTI Karla- og kvennalið
Hauka í handknattleik hafa fengið
liðsstyrk. Gunnar Ingi Jóhanns-
son er kominn til Ásvalla frá Ás-
garði en hann er uppalinn Stjörnu-
maður. Gunnar er sonur Gunnars
Inga Jóhannssonar, sálfræðings
og fyrrverandi þjálfara karla-
landsliðsins og karlaliðs Hauka,
og þykir efnilegur vinstri horna-
maður. Til kvennaliðsins er komin
aftur stórskyttan Nína Kristín
Björnsdóttir, sem lék með ÍBV í
vetur en var tvö árin þar á undan
í herbúðum Hauka. Hún var ekki í
sínu besta formi í vetur og lék þar
af leiðandi ekki mikið en takist
henni að koma sér í sitt gamla
góða form er alveg víst að hún
styrkir Haukaliðið mikið enda
afar öflug skytta. Mikill hugur er
í kvennaliðinu, sem ætlar sér mun
stærri hluti en í fyrravetur. ■
Jay-Jay Okocha:
Framlengir
við Bolton
KNATTSPYRNA Stuðningsmenn
Bolton önduðu léttar í gær þegar
fyrirliði liðsins, Jay-Jay Okocha,
skifaði loks undir samning við fé-
lagið. Nýi samningurinn er til
þriggja ára og tekur reyndar ekki
gildi fyrr en Okocha hefur fengið
atvinnuleyfi sitt á Englandi fram-
lengt.
„Að klára þennan samning við
Okocha sýnir þann metnað sem
félagið hefur til þess að ná enn
lengra í ensku úrvalsdeildinni,“
sagði Sam Allardyce, stjóri
Bolton, í gær. ■
FÓTBOLTI Eyjakonur byrjuðu
Landsbankadeild kvenna á besta
hugsanlega hátt með því að
bursta Breiðablik, 8-1. Þótt athygl-
in væri öll á Margréti Láru Viðars-
dóttur eftir leikinn, þökk sé frá-
bærum leik hennar og fernu, þá
náði félagi hennar í framlínunni,
Olga Færseth, að skora í níunda
heimaleiknum í röð. Olga hefur
þannig skorað í öllum heimaleikj-
unum sem hún hefur spilað með
ÍBV í deild og bikar á Hásteins-
vellinum í Eyjum, 14 mörk í átta
deildarleikjum og þrjú mörk í ein-
um bikarleik. Samtals gera þetta
17 mörk í níu leikjum og að minns-
ta kosti eitt mark í hverjum ein-
asta leik. Mark Olgu gegn Breiða-
bliki kom með glæsilegri hjól-
hestaspyrnu á 66. mínútu en Mar-
grét Lára hafði þá þegar skorað
þrjú af fjórum mörkum sínum í
leiknum. Margrét Lára hefur sjálf
skorað 17 mörk í umræddum níu
leikjum (spilaði ekki tvo fyrstu af
þeim vegna meiðsla) og samtals
hefur því þetta stórhættulega
framherjapar skorað 34 mörk í
síðustu níu leikjum ÍBV á Há-
steinsvelli eða 3,8 mörk að meðal-
tali í leik.Næsti heimaleikur ÍBV
er gegn FH á mánudaginn og þá er
að sjá hvort Olga, sem er marka-
hæsti leikmaður efstu deildar
kvenna frá upphafi með 209 mörk
í aðeins 153 leikjum, skori í tíunda
leiknum í röð. ■
Visa-bikar karla í knattspyrnu:
Skoraði en fékk rautt
spjald á 115. mínútu
HÓPURINN
Markverðir
Björn Friðþjófsson Fram
Hjalti Þorvarðarson Fjölni
Aðrir leikmenn
Arnór Þór Gunnarsson Þór Ak.
Ernir Hrafn Gunnarsson Aftureldingu
Elvar Friðriksson Val
Fannar Friðgeirsson Val
Gunnar Harðarson Fram
Gísli Jón Þórisson Haukum
Guðmundur Örn Arnarson Fram
Gunnar Steinn Jónsson Fjölni
Jón Brynjar Ólafsson Fram
Ingvar Árnason Val
Magnús Einarsson Aftureldingu
Rúnar Kárason Fram
Sigfús Páll Sigfússon Fram
Sveinn Þorgeirsson Fjölni
OLGA Á HEIMA Í EYJUM
Olga Færseth hefur skorað í öllum níu
heimaleikjunum sem hún hefur spilað
með ÍBV í deild og bikar.MÖRK Í 9 HEIMALEIKJUM
ÍBV 2003-2004
Olga Færseth 17
Margrét Lára Viðarsdóttir 17
Aðrir leikmenn ÍBV 20
Mótherjar ÍBV 10
Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu:
Olga skorar alltaf í Eyjum
LANDSBANKADEILD KVENNA
FH og Valur mætast í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna eins og í fyrra.
LANDSBANKADEILD KVENNA
Leikir í dag kl. 16
FH - Valur Kaplakrikavöllur
KR - Fjölnir KR-völlur
Stjarnan - Þór/KA/KS Hofsstaðavöllur
ÍSLENSKI LANDSLIÐSHÓPURINN
Markverðir
Birkir Ívar Guðmundsson Haukar
Björgvin Páll Gústavsson HK
Aðrir leikmenn
Sturla Ásgeirsson ÍR
Baldvin Þorsteinsson Valur
Bjarni Fritzson ÍR
Þórir Ólafsson Haukar
Róbert Gunnarsson Århus GF
Vignir Svavarsson Haukar
Arnór Atlason KA
Ingimundur Ingimundarson ÍR
Heimir Örn Árnason Valur
Kristján Andrésson GUIF
Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukar
Einar Hólmgeirsson ÍR
Valdimar Þórsson Fram
AFTUR Í NÁÐINNI
Birkir Ívar Guðmundsson er aftur kominn í
íslenska landsliðið í handbolta eftir frá-
bæra frammistöðu með Haukum í vetur.