Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 36
28 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR
SHAQUILLE O’NEAL
Skorar fyrir Los Angeles Lakers gegn San
Antonio Spurs.
KÖRFUBOLTI
Hneyksli í frjálsíþróttaheiminum:
Kelli White í tveggja ára bann
FRJÁLSAR Bandaríska spretthlaupa-
konan Kelli White hefur verið
dæmd í tveggja ára keppnisbann
eftir að hafa viðurkennt ólöglega
lyfjaneyslu. White var tekin í
lyfjapróf eftir sigurinn í 100
metra hlaupinu á HM í París í
fyrra. Hún reyndist hafa tekið
EPO, lyf sem eykur framleiðslu
rauðra blóðkorna, og ólöglega
stera auk lyfsins modafinil sem
White segist reyndar hafa tekið
við drómasýki og hafa fengið til
þess lyfseðil frá lækni.
Kelli White varð reyndar tvö-
faldur heimsmeistari á heims-
meistaramótinu í París en þar
vann hún einnig til gullverðlauna í
200 metra hlaupi. Þau verðlaun
hafa nú bæði verið tekin af hinni
27 ára White, sem lét hafa eftir-
farandi eftir sér þegar dómurinn
var birtur: „Með gjörðum mínum
hef ég ekki einungis sjálf svindlað
heldur líka farið á bak við fjöl-
skyldu mína, vini og alla í frjáls-
íþróttaheiminum. Mér þykir afar
leitt hvernig mál hafa farið og
ákvarðanir mínar voru augljós-
lega rangar.“
White vonast eftir að bannið
verði stytt því hún hyggst starfa
að forvarnarmálum í kjölfar
dómsins og gera allt hvað hún
getur til að bæta fyrir misgjörðir
sínar. ■
Æsispennandi
rimma í austrinu
Detroit Pistons og New Jersey Nets mætast í oddaleik í kvöld.
KÖRFUBOLTI Viðureignir New Jers-
ey Nets og Detroit Pistons hafa
verið hin besta skemmtun og hafa
miklar sviptingar orðið. Pistons,
sem hefur endurheimt gamla við-
urnefnið sitt, Bad Boys, vann báða
heimaleikina og lék liðið feikna-
sterka vörn. Eftir að hafa haldið
hinu geysiöfluga Nets-liði í 56
stigum í fyrsta leiknum voru
margir á því að hér væri við
ofurefli að etja fyrir leikmenn
New Jersey. En staðan átti heldur
betur eftir að breytast.
Næstu tveir leikir fóru fram á
heimavelli New Jersey og sýndu
leikmenn Nets að þeir eru full-
færir um að spila varnarleik, rétt
eins og Pistons. Þeir náðu til dæm-
is að halda liði Detroit í 64 stigum
í fyrri heimaleiknum. Skemmst er
frá því að segja að Nets vann þrjá
leiki í röð en Detroit náði að knýja
fram sigur í sjötta leik liðanna og
oddaleikur því staðreynd. Hann
fer fram í nótt á heimavelli
Detroit og miðað við tölur liðanna
(sem hingað til hafa verið
hnífjafnar hvað stigaskor,
stoðsendingar, fráköst og skot-
nýtingu varðar) ætti leikurinn að
verða æsispennandi.
Fréttablaðið fékk Hlyn Bær-
ingsson, fyrirliða úrvalsdeildar-
liðs Snæfells, til að spá í spilin.
„Ég held að Detroit vinni þetta,
það er nokkuð ljóst,“ segir Hlyn-
ur. „Mér finnst þeir vera með
miklu betra lið á meðan Nets virð-
ist standa og falla með einum leik-
manni, Jason Kidd. Ég myndi líka
vilja fá ný lið í úrslitin, ekkert
jafn gaman að fylgjast með sömu
liðunum kljást um þetta ár eftir
ár,“ bætir Hlynur við. „Reyndar
er ótrúlegt hvað Kidd rífur þetta
upp hjá Nets. Hann gerir menn í
kringum sig enn betri og er dug-
legur að mata samherjana,“ segir
Hlynur, fullur aðdáunar. „Þjálfari
Pistons, Larry Brown, virkar líka
betur á mig en unglambið hjá
Nets. En reynslan er meiri hjá
New Jersey, liðið hefur verið í
þessari stöðu áður en Pistons hef-
ur ekki komist svona langt síðan
Isiah Thomas og Joe Dumars voru
í liðinu,“ segir Snæfellingurinn.
„Ég vildi nú ekki vilja mæta
Wallace-gaurunum hjá Detroit,“
staðhæfir Hlynur. „Annar er lík-
amlega geðveikur og hinn er and-
lega geðveikur. Annars er Ric-
hard Hamilton minn maður í
Detroit, einn af skemmtilegustu
leikmönnum NBA í dag.“
Hlynur er sammála íþrótta-
deild Fréttablaðsins um að úr-
slitakeppnin í ár sé sú allra
skemmtilegasta í langan tíma.
„Þetta hefur verið frábær keppni
og vonandi hefur hún ekki farið
framhjá körfuboltaáhugamönn-
um. Til að mynda var fimmti leik-
ur Nets og Pistons þríframlengd-
ur og svo hafa lið eins og Miami
Heat komið á óvart. Rimman milli
Minnesota og Sacramento var líka
stórkostleg,“ segir Hlynur,
ánægður með gang mála. „Núna
er bara vonandi að einhverjir aðr-
ir en Lakers vinni þetta, þó svo að
þeir séu nú líklegastir til þess.
Þrátt fyrir að Shaq sé ekki að eiga
góða leiki þá er svo mikil breidd í
liðinu og Kobe Bryant gerir nátt-
úrlega það sem þarf,“ segir Hlyn-
ur að lokum.
Oddaleikur Detroit og New
Jersey er sýndur í kvöld á Sýn á
miðnætti. ■
Fernando Morientes:
Vill fara til
Englands
KNATTSPYRNA Heitasti framherjinn
í Evrópu í dag, Fernando Mori-
entes, greindi frá því í gær að
hann vildi ólmur fara til Eng-
lands. Arsenal og Chelsea eru
bæði talin hafa mikinn áhuga á
framherjanum, sem talinn er
kosta um 18 milljónir punda.
„Ég er stoltur af því að bæði
Arsenal og Chelsea skuli hafa
áhuga á mér,“ sagði Morientes í
gær. „Ef það kemur tilboð frá
Englandi þá er málið í höndum
Real Madrid en ég væri vel til í að
fara til Englands.“
Morientes fór á kostum með
Monaco í vetur en þar hefur hann
verið í láni frá Real Madrid. Hann
veit sem er að hann mun ekki
moka Raúl eða Ronaldo úr Ma-
drídarliðinu og því er hann opinn
fyrir ýmsum möguleikum. ■
Tími Houlliers á enda?
Ræðst á
næstu dögum
KNATTSPYRNA Framtíð Frakkans
Gerards Houllier ræðst á næstu
dögum er
stjórn Liver-
pool hefur
fundað um
mál fram-
kvæmdastjór-
ans. Eins og
gefur að
skilja er ekki
eintóm ham-
ingja með
störf hans hjá
félaginu þar
sem árangur-
inn síðustu ár hefur ekki verið í
takt við væntingar.
Stjórnarformaðurinn David
Moores mun ræða við Houllier
ásamt Rick Parry, yfirmanni
knattspyrnumála hjá félaginu. Á
þeim fundi þarf Houllier að heilla
Moores og Parry ef hann vill halda
starfinu. Hann þarf að sannfæra
stjórnarmennina um að nýju
mennirnir sem eru á leið til félags-
ins muni gera gæfumuninn á
næsta ári. Houllier hefur þegar
gert samning við Djibril Cisse,
framherja Auxerre, og svo er hann
að reyna við Joey Barton, leik-
mann Manchester City, og fram-
herjann Alan Smith hjá Leeds.
Nokkur nöfn eru þegar á lofti
þegar rætt er um arftaka Houlli-
ers og má þar nefna Martin
O’Neill, stjóra Celtic, Alan
Curbishley, stjóra Charlton, Rafa
Benitez, stjóra Valencia, og svo
hafa sum blöð talað um Kenny Dal-
glish. ■
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
17 18 19 20 21 22 23
Fimmtudagur
MAÍ
SAKBITIN
Spretthlauparinn Kelli White sést hér á
blaðamannafundi eftir að tilkynnt var um
tveggja ára keppnisbann hennar í kjölfar
ólöglegrar lyfjaneyslu.
3. deild karla í fótbolta:
Fengu 19 frá
Völsungi
FÓTBOLTI 3. deildar lið Boltafélags
Húsavíkur fékk góðan liðstyrk í
gær þegar 19 leikmenn frá Völs-
ungi og einn frá Þrótti skiptu yfir
í félagið en liðið spilar fyrsta leik
tímabilsins í kvöld þegar það tek-
ur á móti 2. deildar liði Leift-
urs/Dalvíkur í 1. umferð Visa-
bikars karla. Boltafélagið er ný-
stofnað og tekur nú þátt í Íslands-
mótinu í fyrsta sinn en Völsungur
frá Húsavík er nú í 1. deild karla í
fyrsta sinn í átta ár. Leikmennirn-
ir sem skiptu í félagið eru flestir
ungir að árum, þeir yngstu eru á
17. ári. ■
■ ■ LEIKIR
14.00 ÍA leikur við Grindavík á
Akranesvelli í Landsbankadeild
karla í fótbolta.
14.00 ÍBV fær Fram í heimsókn á
Hásteinsvöll í Landsbankadeild
karla í fótbolta.
16.00 FH og Valur keppa á
Kaplakrikavelli í Landsbankadeild
kvenna í fótbolta.
16.00 KR mætir Fjölni á KR-velli í
Landsbankadeild kvenna í fót-
bolta.
16.00 Stjarnan og Þór/KA/KS
leika á Hofsstaðavelli í Lands-
bankadeild kvenna í fótbolta.
19.15 Leik Fylkis við FH á Fylkis-
velli í Landsbankadeild karla í fót-
bolta hefur verið frestað.
19.15 Keflavík og KR keppa á
Keflavíkurvelli í Landsbankadeild
karla í fótbolta.
■ ■ SJÓNVARP
16.10 NBA á Sýn. Útsending frá
leik Minnesota og Sacramento.
18.10 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
18.30 Saga EM í fótbolta á RÚV.
19.30 Bandaríska mótaröðin á
Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku
mótaröðina í golfi.
20.00 Sterkasti maður heims á
Sýn. Í þættinum verður fjallað um
keppnina árið 1986.
20.10 Leiðin á EM 2004 á RÚV.
21.00 Bandaríska mótaröðin á
Sýn.
21.55 Fótboltakvöld á RÚV. Þáttur
um Landsbankadeildina í fótbolta.
22.00 Íslensku mörkin á Sýn. Þátt-
ur um Landsbankadeildina í fót-
bolta.
23.25 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Enski boltinn frá ýmsum
hliðum.
23.40 Aldarafmæli FIFA á RÚV.
FAGNAÐARLÆTI NEW JERSEY
Rodney Rogers og Richard Jefferson, leikmenn New Jersey Nets, fagna hér sigrinum á
Detroit Pistons í fimmta leiknum.
Intertoto-keppnin:
Fylkir
mætir Gent
FÓTBOLTI Nú er orðið ljóst að Fylk-
ismenn mæta belgíska liðinu Gent
í 1. umferð Inter-
toto-keppninnar í
knattspyrnu í
næsta mánuði.
Fylkismenn höfn-
uðu í fjórða sæti
L a n d s b a n k a -
deildarinnar á síðasta ári en Gent
hafnaði í níunda sæti belgísku
deildarinnar, aðeins stigi á undan
Íslendingaliðinu
Lokeren sem hafnaði í tíunda
sæti. KA-menn léku í Intertoto-
keppninni í fyrra en duttu út í
fyrstu umferð eftir tap fyrir bosn-
íska liðinu Slobodan Tuzla í víta-
keppni á Akureyrarvelli. ■
KÖRFUBOLTI Indiana Pacers er
komið í úrslit austurdeildarinnar í
NBA-körfuboltanum í fyrsta sinn
síðan árið 2000 eftir sigur á Miami
Heat, 73-70 í sjötta leik liðanna í
Miami í fyrrinótt.
Það var ljóst að leikmenn
Miami ætluðu ekki að leyfa
Pacers að sleppa auðveldlega frá
verkefninu. Þeir byrjuðu með
miklum látum strax í fyrsta fjórð-
ung og náðu mest átta stiga for-
skoti. Pacers náði þó að saxa á
muninn og komust yfir rétt fyrir
lok fyrri hálfleiks, 33-36. Liðið
hélt fengnum hlut út þriðja leik-
hluta en Miami var aldrei skammt
undan. Þeir minnkuðu muninn í
71-67 þegar fáeinar mínútur voru
til leiksloka en Jermaine O’Neal
gulltryggði Pacers sigurinn með
því að verja skot frá Caron Butler.
O’Neal var ánægður með sigurinn
en sagði að viðureignin hefði ver-
ið erfið. „Heat er með mjög gott
og vel þjálfað lið,“ sagði O’Neal.
„Það þarf að hafa mikið fyrir sigri
á þessum heimavelli.“
O’Neal gekk ekki vel í sókn-
inni, skoraði aðeins sjö stig en tók
13 fráköst og spilaði góða vörn.
Ron Artest var stigahæsti maður
vallarins með 27 stig en í liði Heat
var Dwayne Wade atkvæða-
mestur með 24 stig.
Með sigrinum er Indiana
Pacers komið í úrslit austurdeild-
arinnar og mætir Detroit Pistons
eða New Jersey Nets, sem mætast
í hreinum úrslitaleik í nótt. ■
REGGIE MILLER
Skoraði fimmtán stig í sigri Indiana á
Miami Heat.
Indiana komið í úrslit austursins:
O’Neal bjargaði Pacers
BALLIÐ BÚIÐ?
Framtíð Gerards Houlli-
er ræðst á næstu dög-
um og hann hefur fulla
ástæðu til þess að hafa
áhyggjur af stöðu mála.