Fréttablaðið - 20.05.2004, Side 37

Fréttablaðið - 20.05.2004, Side 37
FIMMTUDAGUR 20. maí 2004 FÓTBOLTI Spænska liðið Valencia, nýkrýndir Spánarmeistarar, bar sigurorð af franska liðinu Marseille, með tveimur mörkum gegn engu í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða sem fram fór á Ullevileikvanginum í Gautaborg í gærkvöld. Valencia var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að ná afgerandi tökum á leiknum. Alger vendipunktur varð í leiknum þegar komið var fram í uppbótartíma í fyrri hálfleik en þá braut Fabien Barthez, markvörður Marseille, illa á Miguel Mista innan vítateigs. Barthez fékk rautt spjald og Valencia víti sem Vicente skor- aði úr af miklu öryggi. Eftir þetta var ekki mikil spenna og nokkuð ljóst hvoru megin sigurinn myndi lenda. Miguel Mista innsiglaði síðan sigurinn með fallegu marki á 58. mínútu og engin vafi á því hver var maður leiksins en þetta var tuttugasta og fimmta mark hans á leiktíðinni. Fyrsti Evróputitill Valencia frá árinu 1980 því staðreynd en þá vann liðið sigur í Evrópu- keppni bikarhafa. Liðið hefur tvisvar áður beðið lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. ■ Lokahóf HSÍ fór fram í gærkvöld: Arnór og Sylvia best HANDBOLTI KA-maðurinn Arnór Atlason var maður kvöldsins í gær þegar HSÍ hélt árlegt lokahóf sitt á Broadway. Arnór var valinn handknattleiksmaður ársins auk þess sem hann var valinn efnileg- asti leikmaður ársins. Arnór, sem gengur til liðs við þýska stórliðið Magdeburg í sumar, var einnig markahæsti leikmaður deildar- innar sem og besti sóknarmaður- inn. Hin austurríska Sylvia Strass, sem leikur með ÍBV, var valin handknattleikskona ársins. Strass var lykilmaður í sterku liði ÍBV sem vann alla þrjá titla vetrarins auk þess sem liðið komst í undanúrslit í Áskor- endakeppni Evrópu. Anna Úr- súla Guðmundsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn hjá konunum en litháíska stórskytt- an Ramune Pekarskyte hjá Haukum var besti sóknarmað- urinn sem og markahæst í RE/MAX-deild kvenna. ■ Valencia Evrópumeistarar félagsliða eftir sigur á Marseille: Miguel Mista maður kvöldsins ARNÓR ATLASON Efnilegastur, markahæstur og bestur í sókn hjá körlunum. Þetta var kvöldið hans. SYLVIA STRASS Lykilleikmaður ÍBV var valin besti leikmaður ársins. VERÐLAUN RE/MAX-deild karla Markahæsti leikmaður Arnór Atlason KA Besti varnarmaður Júlíus Jónasson ÍR Besti sóknarmaður Arnór Atlason KA Besti markmaður Ólafur Helgi Gíslason ÍR Besti þjálfari Óskar Bjarni Óskarsson Val Efnilegasti leikmaður Arnór Atlason KA Besti leikmaður Arnór Atlason KA Re/MAX-deild kvenna Markahæsti leikmaður Ramune Pekarskyte Haukum Besti varnarmaður Birgit Engl ÍBV Besti sóknarmaður Ramune Pekarskyte Haukum Besti markmaður Berglind Íris Hansdóttir Val Besti þjálfari Aðalsteinn Eyjólfsson ÍBV Efnilegasti leikmaður Anna Úrsúla Guðmundsd. Gróttu/KR Besti leikmaður Sylvia Strass ÍBV VALENCIA EVRÓPUMEISTARI Leikmenn nýkrýndra Spánarmeistara Valencia sjást hér fagna verðskulduðum sigri á Marseille í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.