Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 39
31FIMMTUDAGUR 20. maí 2004
O U T L E T 1 0
F A X A F E N I 1 0I
RISA GÖTUMARKAÐUR Í DAG
Allt á 500 eða 900 Kr.
(ÞÚ KAUPIR TVÆR FLÍKUR OG FÆRÐ ÞRIÐJU FRÍTT)
ÞRIÐJA HVER FLÍK FRÍ !!!
MERK
JAVAR
A
Á ÓTR
ÚLEGU
VERÐ
I
s í m i 5 3 3 1 7 1 0m e r k i f y r i r m i n n a
opið 12-18
í dag
DKNY
DIESEL
LEVI'S
INWEAR
FCUK
TARK
WRANGLER
LEE
MATINIQUE
4YOU
EVERLAST
FILA
STUDIO NY
GERARD DAREL
IMITZ
SAINT TROPEZ
KOOKAI
MORGAN
EINBEITTUR KONUNGUR
Bandaríski blúsgítarleikarinn B.B. King er lifandi goðsögn í tónlistarheiminum og er jafnan
talinn með betri gítarleikurum sögunnar. Hér sést King leika listir sínar á tónleikum í
Kreml í Moskvu á dögunum. Vantaði greinilega ekkert upp á einbeitinguna hjá konungin-
um frekar en fyrri daginn.
TÓNLIST Söngkonan Björk, sem er
að klára að taka upp næstu plötu
sína, ætlar að gera aðra strax á
eftir. Þetta kemur fram í viðtali
sem tímaritið I-D tók við hana og
hljómsveitina Sigur Rós.
Þar kemur fram að Björk
hlakki til að spila aftur á tónleik-
um eftir að hafa verið í hljóðveri
undanfarin misseri. „Þegar mað-
ur er á tónleikaferðalagi getur
verið erfitt að semja ný lög,“
sagði Björk. „Ég fór í tvær tón-
leikaferðir í röð, vegna plötunn-
ar Vespertine og Greatest Hits,
og ætla því að verðlauna mig
með því að gera tvær plötur í
röð. Ég hef alltaf klárað plötu,
hljóðblandað hana og farið á tón-
leikaferðalag. Síðan hef ég hugs-
að: „Hvað ef ég hefði verið
heima í einn mánuð í viðbót?“
Stundum semurðu þitt besta efni
þegar þú ert nýbúinn að hljóð-
blanda og ert ennþá í stuði.“ ■
Maus hitar upp fyrir Placebo
TÓNLIST Rokksveitin Maus kemur til
með að hita upp Laugardalshöllina
fyrir tónleika Placebo þann 7. júlí
næstkomandi. Liðsmenn Placebo
fengu afhenta nokkra geisladiska
með íslenskum sveitum sem þóttu
koma til greina. Musick, nýjasta
breiðskífa Maus þótti falla best að
eyrum og verður sveitin sú eina
sem sér um upphitun.
Maus mun leika í um þrjú korter,
bæði eldra og splunkunýtt efni. Í
haust gefur Skífan út tvöfalda safn-
plötu með öllum þekktustu lögum
Maus og einhverjum nýjum. Auk
þess mun fylgja með sérstakur
aukadiskur sem mun innihalda áður
óútgefið efni. Hvort sem það eru
óheyrðar útgáfur af eldri lögum, lög
sem komust aldrei á breiðskífurnar,
tónleikaupptökur eða endurhljóð-
blandanir. Sveitin stefnir svo á út-
gáfu sinnar sjöttu breiðskífu á
næsta ári.
Miðasala á Placebo fór vel af
stað en fljótlega hægðist á sölunni
eftir að tilkynnt var um tónleika
Metallica í Egilshöll, þremur dögum
fyrr. Eitthvað mun vera eftir af
miðum ennþá. ■
Greenwood
ráðinn til BBC
TÓNLIST Jonny Greenwood,
gítarleikari Radiohead, hefur
verið ráðinn sem tónskáld
hjá breska ríkisútvarpinu,
BBC. Mun hann semja nýtt
tónverk fyrir eina af útvarps-
stöðvum stofnunarinnar.
Reiknað er með að verk-
efnið standi yfir í þrjú ár.
Greenwood fær að nota alla
tónlistaraðstöðu sem BBC
getur boðið upp á, þar á með-
al getur hann nýtt sér sinfón-
íuhljómsveit útvarpsins.
Anne Dudley, hljómborðs-
leikari hljómsveitarinnar Art
of Noise sem gerði garðinn
frægan á níunda áratugnum,
gegndi starfinu á undan
Greenwood. Hlaut hún Ósk-
arsverðlaunin árið 1997 fyrir
tónlistina við myndina The
Full Monty.
Starf Greenwood, sem ein-
nig er þrautþjálfaður lág-
fiðluleikari, mun ekki stang-
ast á við gítarspil hans með
Radiohead. ■
MAUS
Það er margt spennandi framundan hjá liðsmönnum Maus. Upphitun fyrir Placebo í júlí
og safnplata með haustinu.
AP
/M
YN
D
JONNY GREENWOOD
Greenwood og félagar í
Radiohead hafa verið þekktir
fyrir tilraunastarfsemi
á plötum sínum.
Björk gerir tvær plötur
BJÖRK
Samkvæmt viðtali í tímaritinu I-D ætlar
Björk að taka upp tvær plötur í röð áður
en hún fer í tónleikaferð.