Fréttablaðið - 20.05.2004, Síða 41

Fréttablaðið - 20.05.2004, Síða 41
FIMMTUDAGUR 20. maí 2004 33 Fram koma: • Lofgjörðarsveit Samhjálpar • Rúnar Júlíusson • Stoneslinger • Edgar Smári Atlason • Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð • Eyjólfur Kristjánsson • Vinir Dóra • Júlíana Þórólfsdóttir og fleiri TÓNLEIKAR Í FÍLADELFÍU TIL STYRKTAR SAMHJÁLP LAUGARDAGINN 22. MAÍ KL. 17 MIÐAVERÐ ER KR 2000 Miða er hægt að fá á skrifstofu Samhjálpar, Hverfisgötu 42 STYRKTARFÉLAG SAMHJÁLPAR BILL BOURNE Kominn hingað til lands í þriðja sinn. Hann kemur fram ásamt KK og Eivöru Pálsdóttur í Stúdentakjallaranum í kvöld. Nýkominn úr Evróputúr Við eigum greinilega eitthvaðsameiginlegt,“ segir Kristján Kristjánsson tónlistarmaður um sig og kanadíska vísnasöngvarann Bill Bourne. „Mér finnst hann skemmtilegur tónlistarmaður og hann nýtur mikillar virðingar í Kanada, fékk meðal annars kanadísku Grammy- verðlaunin.“ Allt frá því að Bill Bourne kom hingað til lands í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum hafa þeir KK hald- ið sambandi og starfað saman í hvert sinn sem tækifæri hefur gefist. Nú er Bill kominn í þriðja sinn til Íslands og þeir KK spiluðu og sungu saman af hjartans lyst í Rósenberg- kjallaranum um síðustu helgi. Þeir ætla að endurtaka leikinn í kvöld í Stúdentakjallaranum og hafa nú fengið Eivöru Pálsdóttur hina færeysku í lið með sér. „Bill er að koma hingað úr Evr- óputúr. Hann er með umboðsmann í Þýskalandi og fer á hverju ári í túr um Evrópu.“ Bill kom hingað fyrst í tengslum við útgáfu Viðars Hreinssonar á fyrra bindi ævisögu Stephans G. Stephanssonar. „Móðuramma Bills var dóttir Stephans G. Hann kom svo aftur hingað þegar seinna bindið kom út og svo hafði hann núna samband við mig og langaði að koma aftur. Og mig langaði að fá hann.“ Þannig að hingað er hann kom- inn, bæði til þess að spila með KK og Eivöru og til þess að taka upp plötu með KK. „Við höfum talað um það lengi og hún verður gefin út bæði hér á landi og erlendis. Á henni verða lög eftir okkur báða og líka eitthvað eftir aðra tónlistarmenn.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21. Á laugardaginn ætla þau Bill, KK og Eivör síðan að halda lokatónleika sína í Salnum í Kópa- vogi. „Við spilum öll saman og sitt í hvoru lagi og alla vegna,“ segir KK, en segir þó ekkert hafa verið ákveð- ið um hvort Eivör muni syngja eitt- hvað með þeim Bill á plötunni vænt- anlegu. ■  21.00 Biggi (Maus), Bob Justman, Viking Giant (Heiðar Botnleðja) og Indigo halda tón- leika á Bar 22. Biggi og Bob frumflytja eigið efni sem er væntanlegt á breiðskífum þeirra. Indigo og Giant Viking verða einnig með frumsamin lög útgefin og óútgefin. Eftir tónleikana spilar Steini í Quarashi nokkra vel valda rokkslagara.  Bubbi Morthens spilar og syngur í bíóinu á Akranesi. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Sím- onarson á litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare í Borgarleikhúsinu. ■ ■ LISTOPNANIR  13.00 Leikur og samtal fjölskyldunnar skip- ar stóran sess á nýrri yfirlitssýningu á verkum Ás- mundar Sveinssonar sem verður opnuð í Ás- mundarsafni við Sigtún á afmælisdegi myndlist- armannsins, sem fæddur var árið 1893.  Erla B. Axelsdóttir opnar 16. einkasýningu sína í Kirkjuhvoli á Akranesi.  Hjá Handverki og hönnun í Aðalstræti 12 verður í dag opnuð sýningin Bókverk - bókalist. ■ ■ SKEMMTANIR  Stórdansleikur með hljómsveitinni Í svörtum fötum á Broadway. Fyrsta ballið eftir Eurovision.  Hljómsveit Hilmars Sverrissonar skemmtir á Rauða ljóninu. ■ ■ ÚTIVIST  09.00 Dagsganga Ferðafélags Íslands á Ok. Þetta er bæði göngu og skíðaferð enda er að sögn fararstjórans enn nægur snjór á fjallinu. Brottför er frá Mörkinni 6. Ekið verður um Þing- völl, norður undir Kaldadal þar sem gangan á fjallið hefst. Fararstjóri Pétur Þorleifsson. Frí þátttaka og allir sprækir göngumenn velkomnir. ■ ■ KVIKMYNDHÁTÍÐIR Landvernd boðar til kvikmyndahátíðar Náttúra Íslands í lifandi myndum í Háskólabíói kl. 11–18. Frumsýning kl. 14 á mynd Páls Steingrímssonar um Vatnajökul og nágrenni „World of Solitude“. Passi á 1000 kr. gildir á allar myndirnar meðan húsrúm leyfir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R ■ TÓNLEIKAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.