Fréttablaðið - 04.03.2004, Page 16

Fréttablaðið - 04.03.2004, Page 16
16 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR ■ Bandaríkin TÁRAGASI SKILAÐ Lögregla notaði táragas og kylfur til að dreifa mótmælendum í Dakka, höfuðborg Bangladesh. Þúsundir kröfðust þess að þeir sem réðust á og særðu höfundinn Humayun Azad lífshættulega yrðu handteknir. Dómarar mótmæla bágum fjárhag héraðsdómstóla: Réttarvernd almenn- ings stefnt í hættu HÉRAÐSDÓMUR „Nú þegar enn er þrengt að fjárhag héraðsdómstól- anna og réttarvernd almennings með því stefnt í hættu, geta dómarar ekki lengur látið kyrrt liggja,“ segir meðal annars í ályktun félagsfundar Dómarafélags Íslands nýverið um fjárhagsstöðu héraðsdómstólanna. Segir ennfremur að dómarar telji afar brýnt að fjárveitingar- valdið leiðrétti nú þegar fjárveit- ingar til héraðsdómstóla. Þá leggja dómarar áherslu á að með lögum verði tryggt að fyrirkomulag fjár- veitinga taki mið af stöðu dómstóla sem eins þriggja þátta ríkisvalds- ins. Loks mælast dómarar til þess að hraðað verði breytingum á rétt- arfarslögum sem leiða til aukinnar hagræðingar við dómstörf. Bent er á að á undanförnum árum hafi verkefni dómstólanna aukist, einkum vegna ört vaxandi málafjölda, flóknari mála og nýrra lögskipaðra verkefna. Á sama tíma hafi dómendum í héraði fækkað úr 50 í 38, þar sem stöður dómarafull- trúa voru lagðar niður árið 1998, án þess að gripið væri til fullnægjandi ráðstafana til mótvægis. „Fjárveitingarvaldinu ætti að vera ljós sú skylda, að sjá dómstól- unum fyrir fullnægjandi fjármagni til að standa undir eðlilegri starf- semi í samræmi við nútíma kröfur. Hafa dómarar lagt sig fram við að halda málsmeðferðarhraða í horf- inu, þrátt fyrir að það hafi haft í för með sér vinnu langt umfram það sem eðlilegt getur talist.“ ■ Brýnt að ráðuneyti veiti ríkari aðstoð í launamálum Launakostnaður nokkurra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni jókst um 30,2% á árunum 2000–2002 þrátt fyrir mat fjármálaráðuneytisins á kostnaðaráhrifum kjarasamninga við starfsmenn stofnananna til 18–21% launahækkunar. Ríkisendurskoðun segir að viðkomandi ráðuneyti verði að halda betur vöku sinni. KJARAMÁL Ríkisendurskoðun telur brýnt að fjármálaráðuneyti og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti sinni hlutverkum sínum um aðstoð í launamálum heilbrigðisstofnana betur en þau hafa gert hingað til. Svo segir í nýrri skýrslu Ríkisend- urskoðunar um „ L a u n a þ r ó u n s t a r f s m a n n a nokkurra heil- brigðisstofnana 2000–2002.“ Ríkisendur- skoðun bendir á að nýtt launa- kerfi ríkisins og l a u n a k e r f i sjúkrahúslækna gefi stjórnend- um nú meiri möguleika en áður á að taka ákvarðanir um laun starfs- manna. Þetta krefjist styrkr- ar stjórnunar og aðgangs að upplýsingum sem ekki liggja alltaf fyrir á smærri stofnunum. Því sé miðlægur stuðn- ingur fagráðuneyta afar mikilvæg- ur. Þau þurfi að aðstoða stofnanir við að túlka óljós atriði í kjarasamn- ingum og tryggja þeim aðgang að upplýsingum um launamál sem nýt- ast bæði við samningsgerð og eftir- lit með launaþróun. Launakostnaður nokkurra heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni jókst um 30,2% á árunum 2000–2002 og eru launatengd gjöld þá ekki tal- in með. Þetta er um það bil tvöfalt meiri hækkun en launavísitala sama tímabils segir til um. Skýringarnar eru einkum þrjár; í fyrsta lagi mikl- ar umsamdar launahækkanir til sumra starfshópa, í öðru lagi launa- skrið og í þriðja lagi aukið vinnuafl. Launahækkanir og launa- skrið Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er leitað skýringa á umtalsverðri hækkun launakostnaðar nokkurra heilbrigðisstofnana á landsbyggð- inni á tímabilinu 2000–2002. Alls jókst þessi kostnaður um 30,2% þrátt fyrir að fjármálaráðuneytið hefði metið kostnaðaráhrif kjara- samninga við starfsmenn stofnan- anna til 18–21% launahækkunar, allt eftir samsetningu starfsmanna- hópa. Í fyrsta lagi hafa einstakir starfshópar fengið miklar umsamd- ar launahækkanir á tímabilinu 2000–2002, til dæmis hafa laun lækna hækkað um 25,5% sam- kvæmt mati á kostnaðaráhrifum kjarasamninga og laun sjúkraliða um 31,5%. Í öðru lagi hefur orðið talsvert launaskrið innan sumra starfshópa, það er launahækkanir umfram kjarasamninga. Þetta launaskrið er mismikið eftir hópum en mest hjá starfsfólki í rekstri og umsýslu og hjúkrunarfræðingum. Í þriðja lagi hefur vinnumagn á um- ræddum heilbrigðisstofnunum auk- ist nokkuð á tímabilinu 2000–2002. eða að meðaltali um 4,9%. Þyngst vegur fjölgun ársverka lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Mikill launamunur Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram mikill munur er á heildargreiðslum til lækna á heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni og hversu háar þær geta orðið þar sem þær eru hæstar. Árið 2002 námu hæstu heildargreiðslur til ein- staks læknis tæpum 20 milljónum króna en tæpum 14 milljónum króna þar sem þær voru lægstar. Þess má geta að meðalárslaun hjúkrunarfræðinga á landsbyggð- inni voru á bilinu 4,1–5,7 milljónir króna. Í skýrslunni kemur einnig fram að laun og aðrar greiðslur til lækna á landsbyggðinni eru veru- lega hærri en tíðkast á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Árið 2002 námu meðallaun lækna sem þar vinna í fullu starfi um 9,5 milljónum króna. jss@frettabladid.is Kaþólsk líknarfélög: Varnir við getnaði SAN FRANCISCO, AP Hæstiréttur Kali- forníu hefur fellt þann dóm að kaþ- ólsk góðgerðasamtök verði að bjóða starfsmönnum upp á getnaðarvarnir sem hluta af sjúkratryggingum þeir- ra. Þar breytir engu, að mati dóm- stólsins, að kaþólska kirkjan segir getnaðarvarnir brjóta í bága við trúna sem hún boðar. Dómurinn byggir á lögum sem kveða á um að bjóði atvinnurekendur starfsmönnum upp á sjúkratryggingar sem greiða lyfjakostnað verði einnig að greiða fyrir getnaðarvarnir þar sem krafist er uppáskriftar læknis. Trúfélög eru undanþegin lögunum en góðgerða- félögin eru sjálfstæðar stofnanir. ■ NAUÐGAÐI TVEGGJA MÁNAÐA BARNI Lögreglan í Sacramento handtók rúmlega fertugan karl- mann eftir að myndir fundust af honum þar sem hann sést mis- nota tveggja mánaða barn kyn- ferðislega. Myndunum á hann að hafa dreift á Netinu. Hann á yfir höfði sér allt að 50 ára fangelsi. APASJALAND HVERFUR Ekki verður ráðist í að endurbyggja Apasjaland, kúrekabæ sem var byggður til að taka upp kvik- myndir í og verið hefur vinsæll ferðamannastaður. Eldsvoði skemmdi stóran hluta bæjarins í síðasta mánuði. Fyrsta myndin sem tekin var upp í bænum var Charro með Elvis Presley. Síðasta kvikmyndin var síðan mynduð fyrir áratug. Sameinaður grunnskóli á Seltjarnarnesi: Unnið að vali á skólastjóra SKÓLAMÁL „Nú eru ráðningarþjón- ustan Manntafl og skólanefnd bæjarins að fara yfir umsóknirn- ar. Síðan verður mælt með ein- hverjum tilteknum einstaklingi gagnvart bæjarstjórn,“ sagði Jón- mundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, spurður um stöðu ráðningar skólastjóra sam- einaðs Valhúsa - og Mýrarhúsa- skóla. Sjö umsækjendur voru um stöðuna, en framlengdur umsókn- arfrestur rann út miðvikudaginn 25. febrúar. Þeir eru: Fríða Regína Höskuldsdóttir skólastjóri, Helga Arnfríður sálfræðingur, Jörundur Ákason kennari, Magnús Ingi- mundarson, deildarstjóri Iðnskól- anum í Reykjavík, Ragnhildur Guðjónsdóttir, BA, Sigfús Grét- arsson skólastjóri og Sigríður Hrefna Jónsdóttir, B.Ed. „Það eru sterkir umsækjendur í hópnum, meðal annars báðir nú- verandi skólastjórar, svo og fleiri,“ sagði Jónmundur. Hann sagði að óánægjuraddir vegna að- ferðarfræði við sameiningu skól- anna hefðu dvínað mjög. Hann vissi ekki til neinna uppsagna kennara vegna sameiningarinnar, en vissulega væri alltaf ákveðin starfsmannavelta á hverju ári. ■ Lögregluaðgerð: Teknir með barnaklám ÁSTRALÍA, AP Lögreglan í Queens- land í Ástralíu hefur handtekið fimm karlmenn á aldrinum 41 til 66 ára fyrir að hafa bar- naklám undir höndum. Meðal myndbanda sem fundust hjá einum þeirra, nær sextugum afa, var eitt sem sýndi nauðgun á tveggja til þriggja mánaða barni. „Þetta er svo viðbjóðslegt. Ég held að fæstir skilji þá stöðu sem þessi börn eru í,“ sagði John Huxley, yfirmaður sér- sveitar lögreglunnar sem leitar uppi barnaníðinga í Ástralíu. Sakborningar eiga allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér. ■ HÉRAÐSDÓMSTÓLAR Dómarar lýsa áhyggjum vegna ófullnægj- andi rekstrarfármagns. Myndin er af Héraðsdómi Reykjaness. TVEIR RÁÐHERRAR Ríkisendurskoðun telur brýnt að fjár- málaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti sinni hlutverki sínu um upplýsingar og aðstoð í launamálum betur hér eftir en hingað til. RÍKISENDURSKOÐUN Launakostnaður nokkurra heilbrigðisstofnana hækkaði um það bil tvöfalt meira 2000–2002 heldur en launavísitala sama tímabils segir til um. LAUNAÞRÓUN 2000–2002 Blönduós 31,94% Egilsstaðir og Seyðisfjörður 30.00% Húsavík 25,42% Neskaupstaður 24,91% Selfoss 28,32% Suðurnes 33,39% Vestmannaeyjar 38,78% JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Segir óánægjuraddir vegna sameiningar grunnskóla á Seltjarnarnesi fara dvínandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.