Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 18
Það hefur margt drifið á dagaJóannesar Eidesgaard síðan
hann tók við embætti lögmanns
Færeyja í byrjun síðasta mánað-
ar. Ráðuneytum hefur verið
fækkað úr níu í sjö, skattalækk-
unarhugmyndir stjórnarinnar
hafa sætt harðri gagnrýni af
hálfu forystumanna launþega og
Eidesgaard hefur þurft að víkja
einum ráðherra úr embætti eft-
ir að ásakanir um vafasamt við-
skiptasiðferði hans vegna fyrri
starfa.
Þróun mála sem tengdust Jo-
han Dahl, sem skipaður var
sjávarútvegsráðherra eftir erf-
iða stjórnarmyndun, var á ann-
an veg en Eidesgaard átti von á.
Sögur af viðskiptaferli Dahls og
vafasömum skiptum hans við
gamla samherja grófu undan
trausti á honum þar til svo kom
að lögmaðurinn vék honum úr
embætti. „Ég taldi nauðsynlegt
að takast á við þennan vanda,“
segir Eidesgaard, sem rak ráð-
herrann þremur vikum eftir að
hann tók við embætti.
Væntanleg skattalækkun
sætir gagnrýni
Meðal þess sem gagnrýnendur
skattalækkana hafa haldið fram er
að þær komi þeim helst til góða
sem séu með hæstu tekjurnar og
hafa forystumenn verkalýðsfélaga
sagt ótrúlegt að jafnaðarmenn taki
þátt í slíkum skattalækkunum. Það
liggur því beint við að spyrja Jó-
annes Eidesgaard, lögmann Fær-
eyja og formann Jafnaðarmanna-
flokksins, út í þetta.
„Það er rétt að taka fram í
upphafi að stjórnin er mynduð af
þremur flokkum. Tveir eru
hægriflokkar, Fólkaflokkurinn
og Sambandsflokkurinn, og svo
er Jafnaðarflokkurinn. Af því má
sjá hvaðan óskirnar um skatta-
lækkanir eru komnar. Vandamál-
ið sem við stöndum frammi fyrir
er að venjulegur launamaður í
Færeyjum er að borga hæstu
skattaprósentuna og okkur finnst
óeðlilegt að venjulegir launa-
menn, sjómenn, séu að greiða svo
háa skatta. Það er því ósk flokk-
anna þriggja að lækka skatta á
venjuleg laun,“ segir Eidesgaard
en tekur fram að staða efnahags-
mála ráði líka miklu.
Eidesgaard segir gagnrýni
verkalýðsforkólfa, sem eru
sumir félagar í Jafnaðarmanna-
flokknum, auðvitað hafa áhrif á
þankagang stjórnvalda. „Við
búum við stighækkandi skatt-
kerfi, þar sem hærri skattar eru
greiddir af hærri launum.
Verkalýðsfélögin telja allt í lagi
að félagsmenn þeirra fái skatta-
lækkanir en geta ekki sætt sig
við að fólk með hærri laun fái
líka skattalækkanir. Vandinn við
skattkerfið er að ef þú vilt
breyta því á lægstu tekjurnar
hefur það líka áhrif á laun ofar í
skalanum. Aðalatriðið er að við
viljum lækka skattprósentuna á
launum venjulegra launþega.“
Vandræði í efnahagsmálum
„Við eigum við vanda að
stríða í útgerðinni og fiskeldi.
Fiskverð er mjög lágt núna og
við eigum við efnahagsvanda að
stríða. Þessu hafa Íslendingar
kynnst að nokkru leyti. Þetta
mótar svo aðstæður okkar til
skattalækkana en einnig til ann-
arra verkefna, svo sem upp-
byggingar velferðarkerfisins.
18 4. mars 2004 FIMMTUDAGUR
■ Evrópa
LEIKIÐ FYRIR ÞINGIÐ
Mikið var um dýrðir þegar ráðgjafarþing kín-
versku alþýðunnar hóf störf í Peking í gær.
Merki um vatn á yfirborði Mars:
Óyggjandi sannanir
WASHINGTON Vísindamenn hjá
Bandarísku geimferðastofnuninni,
NASA, segja að geimreiðin
Opportunity hafi fundið óyggjandi
sannanir fyrir því að vatn hafi eitt
sinn verið að finna á reikistjörn-
unni Mars. Ef þetta reynist rétt er
mjög líklegt að líf hafi einhvern
tíma getað þrifist á plánetunni.
Geimreiðin fann vatnssorfið
grjót á yfirborði Mars. „Þessir
steinar hafa mótast í fljótandi
vatni og gætu jafnvel verið útfell-
ingar úr vatni,“ segir vísindamað-
urinn Steve Squyres. Ekki liggur
fyrir hvenær eða um hversu langt
skeið vatn rann um yfirborð Mars
en Squyres fullyrðir að einhvern
tíma hafi verið skilyrði fyrir lífi á
reikistjörnunni. Til að varpa
frekara ljósi á aðstæður er nauð-
synlegt að flytja sýni úr jarðvegi
Mars til jarðar.
Geimreiðin Opportunity hefur
verið að kanna jarðveginn á Meri-
diani-sléttunni síðan hún lenti á
Mars 25. janúar síðastliðinn.
Meginmarkmið leiðangursins var
að finna sannanir fyrir því að vatn
hefði einhvern tíma verið að finna
á reikistjörnunni. ■
Færeyingar einir taki
ákvörðun um sjálfstæði
Lögmaður Færeyja segir helsta verkefni stjórnarinnar að setja stjórnskipunarlög sem tryggi að
Færeyingar einir ráði því hvaða mál þeir fara með og hvort og þá hvenær þeir verða sjálfstæð þjóð.
Sú ákvörðun ræðst að miklu leyti af því hversu miklu Færeyingar hafa efni á að stjórna sjálfir.
Lagabreyting samþykkt:
Öryggislásar
á byssurnar
WASHINGTON, AP Bandaríska öld-
ungadeildin hefur samþykkt laga-
breytingu sem kveður á um að ör-
yggislæsingar verði að fylgja öll-
um skammbyssum sem seldar eru
í Bandaríkjunum. Ákvæðinu verð-
ur bætt í nýja byssulöggjöf sem
meðal annars veitir framleiðend-
um og sölumönnum skotvopna
vernd gegn lögsókn þegar byssur
sem seldar hafa verið með lögleg-
um hætti eru notaðar við glæpi.
Hvatamenn breytingarinnar
varðandi öryggislæsingar segja
markmiðið það að fækka dauðs-
föllum vegna slysaskota á banda-
rískum heimilum. ■
200 kíló hurfu
S.l. vetur grenntust konurnar á Body&Mind
námskeiðinu hjá Önnu Haralds alls um 200 kg
með frábærum æfingum. Enginn hávaði og
engin hopp, aðeins góðar æfingar, teygjur og
slökun.
Kennt er hjá Technosport í Hafnarfirði.
Nánar í síma hjá Önnu: 899 79 09 og á ShopUSA.is
GENGNIR Í HJÓNABAND
Doug Okun og Eric Ethington bjuggu
saman í átta ár áður en yfirvöld samþykktu
hjónaband þeirra.
Hjónabönd
samkynhneigðra:
Bæjarstjóri
sætir ákæru
BANDARÍKIN, AP Jason West, bæjar-
stjóri í New Paltz, hefur verið
ákærður fyrir að brjóta lög með
því að gefa saman samkynhneigð
pör þrátt fyrir að þau hafi ekki
hjúskaparleyfi eins og lög New
York-ríkis kveða á um. Verði hann
fundinn sekur gæti hann þurft að
greiða sekt upp að andvirði 35.000
króna eða sitja stuttan tíma í fang-
elsi.
„Það virðist vera glæpur að
hafa stjórnarskrá New York-ríkis í
heiðri,“ sagði West, sem telur það
brot á stjórnarskránni að heimila
ekki hjónabönd samkynhneigðra.
Yfirvöld í Multnoham-sýslu í
Oregon ríki hafa ákveðið að gefa
út hjúskaparleyfi til samkyn-
hneigðra og gefa þá saman. ■
HÚS HRUNDI YFIR SOFANDI FJÖL-
SKYLDU Sex manns úr sömu fjöl-
skyldu létu lífið og tveir slösuð-
ust þegar hús hrundi til grunna í
jarðskjálfta í suðurhluta Tyrk-
lands. Fólkið var sofandi þegar
skjálftinn reið yfir. Skjálftinn,
sem mældist 3,8 á Richter-
kvarða, átti upptök sín við bæinn
Celikhan í Adiyaman-héraði.
HERÓÍN Á LEIÐ TIL EVRÓPU Tyrk-
neska lögreglan lagði hald á 133
kílógrömm af heróíni í fimm að-
skildum aðgerðum í síðustu viku.
Talið er að efnið hafi átt að fara á
markað í Evrópu. 21 maður hefur
verið handtekinn í tengslum við
málin.
LANGAR ÞRETTÁN VIKUR 58 árum
eftir að Alistair Cooke hóf umsjón
með útvarpsþætti á BBC sem
ganga átti í þrettán vikur lét hann
af þáttarstjórninni og fór á eftir-
laun, 95 ára að aldri. Cooke, sem
var 37 ára þegar hann byrjaði
með þáttinn, hætti að læknisráði.
VATNSSORFINN STEINN
Vísindamenn NASA fullyrða að þessi
steinn hafi eitt sinn legið í vatni.
Fréttaviðtal
BRYNJÓLFUR ÞÓR
GUÐMUNDSSON
■ ræðir við Jóannes Eidesgaard, lög-
mann Færeyja, um sjálfstæðismál, efna-
hagsvanda og umdeildar skattalækkanir.
Í ÞJÓÐBÚNINGUM Í FÆREYJUM
Það hversu langt skuli ganga í sjálfstjórnarmálum er
sem fyrr eitt stærsta málið sem liggur fyrir Færeying-
um. Stjórnlaganefnd vinnur að gerð laga sem eiga að
tryggja að Færeyingar ráði því sjálfir hversu langt þeir
ganga í átt að sjálfstjórn og sjálfstæði.