Fréttablaðið - 04.03.2004, Page 19
FIMMTUDAGUR 4. mars 2004
!
"
$
% %
&
% ' (
$ )* + +
% "
,
$ ) $
,
*
" "
$
*
! -...
$
* %
(
" $
-...
$
&
)
%
"
*
* " ,
*
$
)
!
"
!
# $
%
&' (
) ! !
!
# !
$
*
!
%#
)'
! +
! %
,
%# ! -
$
-...
Skoðanir flokkanna í skatta-
lækkunarmálum hafa verið
nokkuð ólíkar en Sambands-
flokkurinn gerði þær að sínu
aðalmáli í kosningabaráttunni
og taldi þær bestu leiðina til að
koma efnahagslífinu í gang á ný.
Sjálfur segir Eidesgaard að
skattalækkanirnar séu bara einn
hluti af verkefnum á sviði efna-
hagsmála. Fleira þurfi að koma
til. „Einkenni færeyska efna-
hagslífsins er að það breytist
mjög snöggt. Ef við lítum til síð-
ustu sex, sjö eða átta ára hefur
efnahagurinn verið mjög sterk-
ur. Fiskverð var hátt og mikið
veiddist. Við vonum að þetta
breytist og verð fari að hækka á
ný. Ef það gerist sjáum við áhrif
þess mjög fljótt. Ég vona að
vandamál sem við stríðum við í
laxeldinu lagist. Þau eru tilkomin
vegna sjúkdóma í eldinu sem við
vonum að markaðir bregðist ekki
illa við. Þessi vandamál eru svip-
uð og við sjáum í norsku og
skosku fiskeldi í dag.“
Nýjar áherslur í sjálf-
stjórnarmálum
„Fyrri ríkisstjórn hafði að
markmiði að slíta á tengslin
milli Færeyja og Danmerkur,
koma á lýðveldi eða svipuðu
stjórnarlagi. Okkar markmið er
nokkuð frábrugðið því. Sam-
bandsflokkurinn, einn þeirra
flokka sem eiga aðild að ríkis-
stjórninni, vill að tengsl Fær-
eyja og Danmerkur verði áfram
eins og þau eru í dag. Ef þú lítur
til Fólkaflokksins, sem einnig
situr í stjórn, vill sá flokkur
meiri og meiri sjálfstjórn. Jafn-
aðarflokkurinn hefur svipaða
stefnu. Við viljum þróa meiri
sjálfstjórn fyrir Færeyjar. En
það ræðst að sjálfsögðu af
mörgum þáttum. Einn af þeim
er efnahagurinn. Sjálfstjórn
þýðir að við þurfum að borga
fyrir þá þjónustu sem við fær-
um frá Kaupmannahöfn til Fær-
eyja. Ef það þýðir að við verðum
að skera niður í velferðarkerf-
inu geri ég ráð fyrir að minn
flokkur bregðist neikvætt við
frekari sjálfstjórn. Spurningin
er: Getum við borgað fyrir
sjálfstjórnina eða þurfum við að
skera niður aðra þjónustu? Ef
svo er verðum við mjög varkár.“
Af þeim málum sem eru í
höndum Dana leggur Eides-
gaard mesta áherslu á að fá yfir-
stjórn trúmála til Færeyja. „Það
eru önnur mál líka en trúmálin
eru mikilvægust.“
Ákvörðun í höndum
Færeyinga
„Fyrst af öllu viljum við þó
setja nýja löggjöf um tengsl
Færeyja og Danmerkur þar sem
er alveg skýrt eftir hvaða ferli
sjálfstjórnin þróast. Við viljum
ekki að það sé eitthvert vafamál
hver beri ábyrgð á hverju. Við
viljum að það sé alveg skýrt að
ef Færeyingar vilja taka yfir
fleiri verkefni frá Danmörku þá
sé það færeyska þingið og eng-
inn annar sem ákveður það. Það
er meginmarkmið þessarar rík-
isstjórnar að semja þessa lög-
gjöf til að fá á hreint að það sé
aðeins færeyska stjórnin sem
getur ákveðið hvað við yfirtök-
um og hvenær.
Nú er í gangi stjórnarlaga-
ferli sem hófst á tíma síðustu
ríkisstjórnar. Við viljum halda
því áfram. Í þeirri löggjöf, við
nefnum það stjórnarskrá eða
stjórnskipunarlög, viljum við
kveða á um hvernig ferlið verð-
ur þegar og ef Færeyingar
ákveða að slíta tengslin milli
Færeyja og Danmerkur. Þar
myndum við vilja sjá ákvæði um
að þingið þurfi að samþykkja
slíkt tvisvar og að þjóðar-
atkvæðagreiðslu þurfi meðal
færeysku þjóðarinnar.“
Síðar í mánuðinum fundar
Eidesgaard með Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, og gerir honum
grein fyrir stefnu ríkisstjórnar
sinnar.
Mikið breyst
Eidesgaard tók fyrst sæti á
þingi árið 1990 og varð ráðherra
ári síðar. „Færeysk stjórnmál
hafa breyst mikið frá upphafi
tíunda áratugarins. Aðalbreyt-
ingin er sú að stjórnmálakerfið
er mun opnara en það var. Við
verðum að fara varlega þegar
við fáumst við mál í ríkisstjórn-
inni því við erum alltaf undir
vökulu auga fjölmiðla. Það er
breyting, en það er jákvæð
breyting.“
„Fyrir utan vandamálin með
fyrrum sjávarútvegsráðherra
hefur megnið af mínum tíma
farið í reglugerðarbreytingar
vegna fækkunar ráðuneyta. Í tíð
fyrri stjórnar voru þau níu en
nú eru þau sjö. Hér eftir getum
við einbeitt okkur að stjórnmál-
um og vonandi eru friðsamlegri
tímar fram undan.“ ■
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík:
Kúabændur hafi
frjálsar hendur
LANDBÚNAÐUR Ungir jafnaðarmenn í
Reykjavík harma að landbúnaðar-
ráðherra telji það fjarstæðu að
bændur komi sér upp stórum kúa-
búum með allt að 200 til 500 kúm.
Ungir jafnaðarmenn segja að
þeir sem vilji reka mjólkurbú eigi
að hafa frjálsar hendur um stærð
búa sinna, svo lengi sem þeir fari
eftir settum reglum.
Jafnaðarmenn beina því til land-
búnaðarráðherra að hann eyði orku
sinni frekar í að reyna að draga úr
útgjöldum ríkisins vegna mjólkur-
framleiðslu.
„Þessi fjárútlát eru nú um 4,5
milljarðar króna á ári samkvæmt
fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004.
Það er trú Ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík að með minni ríkisaf-
skiptum af landbúnaði myndi vera
hægt að draga verulega úr útgjöld-
um ríkissjóðs á sama tíma og kjör
bænda myndu örugglega batna og
verð til neytenda lækka,“ segja
Ungir jafnaðarmanna í Reykjavík. ■
FERILL JÓANNESAR
EIDESGAARD
1951 Fæðist 19. apríl.
1977 Tekur kennarapróf og starfar
við kennslu næstu fjórtán
árin.
1990 Kosinn á þing fyrir Jafnaðar-
flokkinn í fyrsta sinn.
1991-1996 Valinn ráðherra í fyrsta sinn
1996 Verður formaður Jafnaðar-
flokksins.
2004 Verður lögmaður Færeyja.
JÓANNES EIDESGAARD
Tæpum fjórtán árum eftir að Jóannes
Eidesgaard var fyrst kosinn á þing í Færeyj-
um varð hann lögmaður nýrrar stjórnar
sem mynduð var eftir kosningar fyrr á ár-
inu. Þremur vikum síðar vék hann einum
ráðherra sínum úr stjórn eftir að uppljóstr-
anir um viðskiptaferil hans höfðu rúið
hann trausti meðal flokksfélaga í Sam-
bandsflokknum og samstarfsmanna.