Fréttablaðið - 04.03.2004, Page 26
Laugaveg i 83 s : 562 3244
Þessi kjóll er draumakjóllinnminn,“ segir Rannveig Kára-
dóttir söngkona. „Þegar ég var lít-
il ætlaði ég að verða fatahönnuður
og var alltaf að teikna kjóla. Þessi
kjóll kemst ískyggilega nálægt
því sem ég var að teikna. Hann er
bæði gamaldags í sniði og nútíma-
legur. Hann er tekinn saman að
aftan, ermalaus og bara ótrúlega
flottur.“
Rannveig rakst á kjólinn í
versluninni Mótor á mjög góðu
verði. „Ég hefði í raun átt að vera
uppi á öðrum tíma því ég myndi
vilja ganga um í svona kjólum all-
an daginn. Ég hef meðal annars
notað kjólinn á fiðluballi í MR,
sem er mjög sérstakt tækifæri.
Þar upplifði ég einmitt þessa
stemningu sem ég vildi lifa og
hrærast í,“ segir Rannveig og
hlær. „Síðan notaði ég hann í söng-
atriði, þar sem ég söng Fever í út-
gáfu Evu Cassidy, með undirleik
fiðlu. Vinkonur mínar, Björg,
Hjördís og Karen, voru dansarar.
Þær voru í hvítum bolum með
axlabönd og pípuhatt. Þetta var
alveg ótrúlegt atriði. Ég söng
þetta lag einhvern tímann á árs-
hátíð KSS, kristilegra skólasam-
taka, og ég lofaði sjálfri mér því
að vera einhvern tímann með
svona atriði. Svo lét ég verða af
því á söngkeppni MR. Svo tók-
um við þetta aftur á árshátíð
KSS og það var mjög skemmti-
legt.
Þannig að þessi kjóll er mér
mjög hjartfólginn. Það er bara
einn galli, hann er orðinn of
stór á mig og fellur ekki lengur
að líkamanum eins og honum
er ætlað. Ég ætla því að fara
með hann til skraddarans, því
ég vil nota kjólinn áfram,“
segir Rannveig, sem stundar
nú söng- og þverflautunám
auk þess að vera í Gospelkór
Reykjavíkur. Það er nóg að
gera hjá henni við að koma
fram, en í kvöld mun hún
syngja á nemendatónleikum
FÍH. Um helgina syngur hún
á brúðkaupssýningu og á
sunnudagskvöld í popp-
messu í Árbæjarkirkju. Þar
mun hljómsveitin hennar,
sem heitir Árátta, troða upp
í fyrsta skipti.
audur@frettabladid.is
tíska o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tíska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
■ Í búðum
■ Í búðum
HEITT OG KALT
Rauður hlírakjóll þarf ekki að vera
köld flík – ef maður er í prjónaföt-
um við. Vivienne Westwood sýndi
enn og sannaði að hún er meðal
hönnuða í fremstu röð þegar hún
kynnti hausttískuna sína í París.
HELGARNÁMSKEIÐ
Í ÚÐAFÖRÐUN
(airbrush)
hjá Förðunarskóla No Name,
Hjallabrekku 1 í Kópavogi.
Allir sem útskrifast fá viðurkenningarskjal.
Upplýsingar í síma:
588-6525, e-mail: noname@islandia.is
Kennt verður:
- Efni og áhöld.
- Andlitsförðun.
- Tattoo.
- Hugmyndaförðun.
- Brúnkumeðferð.
Mjódd - Sími 557 5900
NÝKOMIÐ
Jensen jakkablússur, stuttar og síðar buxur og pils
í hörblöndu með lycra. Stærðir 36-48
FRÁBÆR VERÐ - VERIÐ VELKOMNAR
Eddufelli 2,
s. 557 1730
Bæjarlind 6,
s. 554 7030
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N
N Ý K O M I Ð
Bolir frá kr. 1.990 • Peysur frá kr. 2.900
Gott úrval af vorvöru
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
S: 551 3010
RANNVEIG
KÁRADÓTTIR
Fann kjólinn
sem hana hafði
alltaf dreymt
um.
Uppáhaldsflíkin:
Vildi ganga svona
um allan daginn
Virginia Woolf varinnblástur
Christopher Bailey í
hönnun hans fyrir
Burberry - þessa
gamalgróna breska
merkis. „Hönnun-
in er mjög ensk.
Hún er bara enn
kvenlegri núna.“
Millistríðsárin
voru Bailey efst í
huga við hönnun-
ina. Pilsin eru
hnésíð og bux-
urnar víðar.
Sýningin var
glæsileg eins og
Burberry er von og vísa – og vel
sniðin föt sem löngum hafa verið
aðalsmerki Burberry.
Tískuvikunni í Mílanólauk með sýningu á
vetrartísku Missono.
Litadýrðin var mik-
il, stór mynstur á
flíkum og röndótt-
ar peysur meðal
þess sem fyrir
augu bar. Fötin
voru stelpuleg og
fjörleg. Hnéháir
sokkar, hnésíð
pils, skyrtur og
peysur voru áberandi.
Kápurnar voru klæði-
legar og fallegar. Þó að
Pink Floyd ómaði
undir í hátölurunum
var ekkert gamaldags við fötin.
Hún er ekki lesbísk – en hún erekki viss,“ sagði Stefano
Gabbana, annar helmingur hönn-
unardúósins Dolce
og Gabbana, um
konuna sem klæð-
ist vetrartísku
Dolce og
Gabbana. Inn-
blásturinn sóttur
til Yves Saint-
Laurent og kyn-
þokkafullra ljós-
mynda Helmuts
Lang, sem lést
á síðasta ári.
Ekki ljúfur
heldur grimm-
ur kynþokki –
svört jakkaföt og
háir hælar, þröng
pils og hvítar
skyrtur. Auk þess
að njóta tískunnar beindust augu
manna sérstaklega að einni fyrir-
sætunni, Danielle Riley Keough –
og það vegna þess að hún er
barnabarn Elvis
Presley.
Öllu blíðlegri varyfirbragð sýning-
ar franska tísku-
hönnuðarins Isabel
Marant. Rómantík og
sakleysi sveif yfir
vötnum í hvítum
fatnaði og fallegum
kjólum. Efnum var
blandað saman –
meðal þess sem sjá
má var hvítur satín
síðkjóll, ullartrefl-
ar, víðir kjólar og
hnésíðir. Litirnir
voru ljósir.
Tískanúti í heimi
TÍSKUDAGAR Í KRINGLUNNI
Tískudagar í Kringlunni hófust í
gær. 100 gínum í vor- og sumartísk-
unni hefur verið stillt upp á göng-
um Kringl-
unnar þannig
að viðskipta-
vinir geta
gengið um og
skoðað hvað
er heitt fyrir
sumarið. Í
Kringlunni eru fleiri tískuvöru-
verslanir undir einu og sama þaki
en á nokkrum öðrum stað á Íslandi
þannig að af nógu er að taka.
ERTU AÐ FERMA? Fermingarund-
irbúningi fylgja ótal verslunar-
ferðir – það vita þeir sem til
þekkja. Í kvöld er haldið ferm-
ingarkynningarkvöld í Smáralind
og ekki úr vegi að skella sér með
fermingarbarnið. Þær verslanir
sem selja vörur eða bjóða upp á
þjónustu tengda fermingunum á
einhvern hátt verða með opið til
klukkan níu í kvöld en venjulega
loka verslanir í Smáralind klukk-
an 19.00. Ýmis skemmtiatriði
verða á boðstólum, til dæmis
kemur Jón Sigurðsson sem hafn-
aði í 2. sæti í Popp Idolinu og tek-
ur lagið. Einnig munu Sveppi og
Auddi, þáttastjórnendur 70mín-
útna á PoppTíví, skemmta gest-
um og gangandi.