Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 4. mars 2004 33 Möguleikhúsið við Hlemm,sem sérhæfir sig í leiksýn- ingum fyrir börn og unglinga, frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í dag um grallarana undarlegu en góðkunnu, þá Hatt og Fatt, og ævintýri þeirra með Siggu sjoppuræningja í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Hattur og Fattur eiga sér langa sögu meðal íslenskra barna. Þeir komu fram í sjónvarpsleikriti 1975 og þeir hljómuðu víða á heimilum eftir 1979 þegar hljóm- plata með þeim félögum kom út. Ný kynslóð kynntist þeim í Loft- kastalanum 1999 en nú bregða þeir á leik í nýju leikriti eftir Ólaf Hauk Símonarson. „Hattur og Fattur í dag eru meira í ættina við það sem þeir voru,“ segir Pétur Eggertz leikari, sem fer með hlutverk Hatts, en aðrir leikarar í verkinu eru Valur Freyr Einarsson í hlutverki Fatts og Alda Arnardóttir í hlutverki Siggu sjoppuræningja. „Það er von okkar að við getum fest þá meira í útliti, sérstaklega að ef eitthvað meira kemur seinna séu þeir ákveðnari í útliti og umhverfi.“ Í þessu ævintýri Hatts og Fatts vakna þeir félagar að morgni dags þar sem þeir hafa lent sínum fljúgandi furðuvagni. Aðvífandi kemur grunsamleg persóna sem reynist vera Sigga sjoppuræningi sem er á sífelld- um flótta undan lögreglunni því hún er alltaf að brjótast inn í sjoppur til að stela gosi og nammi. „Hattur og Fattur eru fyrst og fremst skemmtilegar persónur. Þeir koma einhvers staðar annars staðar frá og sjá þess vegna alltaf umhverfið með augum þess sem tekur ekki allt sem gefið, sem get- ur boðið upp á skondnar uppá- komur. Í þessari sögu finnst þeim skrítið að borða tilbúið nammi og gos með sykri í stað þess að borða mat og drekka vatn og leiða Siggu frá villu síns vegar. Það er skýr boðskapur í sögunni en þetta er fyrst og fremst gamanleikrit fyrir börn. Það er þó ekki verra að þau velti aðeins vöngunum yfir því hvort það sé í lagi að borða allan þennan sykur.“ ■ Hattur og Fattur bregða á leik HATTUR, FATTUR OG SIGGA SJOPPURÆNINGI Nýtt barnaleikrit um þá félaga Hatt og Fatt eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýnt í Möguleikhúsinu í dag klukkan 17. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.