Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2004, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 19.03.2004, Qupperneq 41
FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 41 Ársfundur Séreignalífeyrissjó›sins ver›ur haldinn 29. mars 2004, kl. 17.15 í höfu›stö›vum KB banka a› Borgartúni 19, 4. hæ›. Stjórn sjó›sins vill hvetja sjó›félaga til a› mæta á fundinn.  1. Fundarsetning. 2. Sk‡rsla stjórnar. 3. Ársreikningur fyrir li›i› starfsár lag›ur fram. 4. Tryggingafræ›ileg úttekt. 5. Fjárfestingarstefna sjó›sins. 6. Sameining Séreignalífeyrissjó›sins og Frjálsa lífeyrissjó›sins. 7. Önnur mál. DAGSKRÁ ÁRSFUNDUR SÉREIGNALÍFEYRISSJÓ‹SINS Hingað til lands kemur á Lista-hátíð í vor karlakór St. Basils- dómkirkjunnar í Moskvu. Þessi kór syngur jöfnum höndum rúss- nesk þjóðlög og miðaldatónlist ásamt tónlist sem flutt er við guðsþjónustur í rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunni. Í kórnum eru bæði óperu- söngvarar og poppsöngvarar, þar á meðal Mikhaíl nokkur Serissjev, sem mun vera fræg þungarokk- stjarna í Rússlandi. Þar að auki er hann þekktur borðtennisleikari. St. Basils-kórinn hefur að undanförnu verið að leita að dreng til að syngja með þeim; sá sem var fyrir er kominn í mútur! Þeir hafa vikum saman hlustað á drengi í drengjakórum og tónlist- arskólum og hafa prófað mikinn fjölda. Nú er loksins kominn botn í það mál og hafa þeir fengið 12 ára dreng, sem þeir segja að sé stórkostlegur og stundar söng- nám í besta tónlistarskóla sinnar tegundar í Moskvu. Frá því miðasala Listahátíðar hófst hefur gríðarleg aðsókn ver- ið á tónleika þessa kórs, og það þrátt fyrir að þeir hafi nánast ekk- ert verið auglýstir. Tónleikar kórsins hér á landi verða tvennir, þann 15. maí klukkan 17 og klukk- an 23. Þeir sem ekki fá miða geta huggað sig við að tónleikarnir verða í beinni útsendingu í Sjón- varpinu, en auk þess mun kórinn væntanlega syngja í lokaðri guðs- þjónustu fyrir fólk í rétttrúnaðar- kirkjunni, sem býr hér á landi. ■ Þungarokkari í munkakórnum Þeir Ívar og Jóhann Helgi, semstanda fyrir Warp-kvöldunum á Kapítal, eru sann- færðir um að breski tónlistar- maðurinn Chris Clark sé alger snillingur. Þeir hafa fengið hann til landsins og í kvöld verður hann á Kapítal þar sem hann spilar á græjur sínar. „Þetta er 23 ára strákur frá Brighton. Hann er búinn að gefa út þrjár plötur, og það kom fljótt í ljós að hann er al- ger snillingur,“ segir Jóhann Helgi. „Hann spilar svona sam- suðu af electro, hip hop, drum & bass og techno.“ Warp-kvöldin á Kapítal eiga að verða mánaðarlegir viðburðir. Jó- hann Helgi segir jafnan vera gríð- arlega stemningu á þessum kvöld- um, og það borgi sig fyrir fólk að mæta snemma til að komast ör- ugglega inn. Plássið er ekki það mikið. Ásamt Chris Clark koma einnig fram í kvöld Midijokers, Mastermind, Einóma, Sunboy og Biggi veira. ■ CHRIS CLARK Spilar á græjur sínar á Kapítal ásamt nokkrum plötusnúðum. „Hann er alger snillingur“ Eins og hálfur helmingur afhálfum fjórðaparti af hálfri köku,“ segir Birgir Andrésson vera einkunnarorð sýningar sinn- ar, sem hann opnaði í galleríinu i8 við Klapparstíg í gær. Hann sýnir þar bæði blýants- teikningar af hafi og svo textalýs- ingar á hestum, sem eru svipaðar þeim mannlýsingum sem hann hefur gert og margir kannast við. „Ég er líka með eitt veggmál- verk, sem er þungamiðjan í sýn- ingunni. Svo er ég með litlar sæt- ar punktamyndir niðri, og ljós- myndir líka; grófar hestamyndir sem ég hef fundið hér og hvar og stækkað mikið.“ Birgir segist annars ekki hafa mikið að segja um sýninguna, enda önnum kafinn við að setja hana upp þegar blaðamaður heyrði í honum í gær. „Þetta fjallar bara um liti og myndir, og hvernig þær birtast. En sjón er sögu ríkari,“ segir hann, og bætir því við að vinur hans, Krist- inn E. Hrafnsson, sé einnig þátt- takandi í þessari sýningu. „Hann er með heljarmikinn skúlptúr sem er eins og ballest í sýningunni. Það er bara raftur úr húsi sem er steyptur í pottjárn. Á honum standa orðin „hugsanlegt“ og „áþreifanlegt“.“ Sýningin stendur til 30. apríl og er opin fimmtudaga og föstudaga milli klukkan 11 og 18. Birgir er annars nýkominn frá Danmörku þar sem hann var að opna sýningu. Þar sýnir hann einnig bæði ljósmyndir af hestum og veggmálverk. „Þar var ég líka með hluti sem sýnast bæði nær en þeir eru og fjær en þeir eru.“ ■ Einn af sextíu og fjórum BIRGIR ANDRÉSSON Hann opnaði í gær sýningu í gallerí i8 við Klapparstíg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ MYNDLISTARSÝNING ■ LISTAHÁTÍÐ ■ TÓNLIST RÚSSNESKA ÞUNGAROKKSVEITIN MASTER Mikhaíl Serissjev, sem mun vera þriðji frá vinstri á þessari mynd, lætur sig ekki muna um að syngja þungarokk með vinsælli hljómsveit milli þess sem hann syngur í guðsþjónustum við Rauða torgið. ST. BASILS-KÓRINN Þessi rússneski karlakór syngur hér á landi á Listahátíð í vor.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.