Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 16.04.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR GRINDAVÍK MÆTIR FYLKI Fjöldi leikja verður í deildarbikarkeppninni í kvöld. Á meðal leikja er leikur Grindavík- ur og Fylkis í Egilshöllinni klukkan 18.30. Þá mætast KA og Víkingur í Boganum klukkan 19.15 og ÍBV og Valur kljást á Leiknisvellinum klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG NOKKUÐ BJART SUNNANLANDS Í borginni verður hæglætisveður og allbjart með köflum en ekkert sérstaklega hlýtt. Fyrir norðan verða áfram él. Sjá síðu 6. 16. apríl 2004 – 103. tölublað – 4. árgangur ● 53 ára í dag Ari Kristinsson: ▲ SÍÐA 20 Framtíðin er björt ● var áður trésmiður Bjarni Björgvinsson: ▲ SÍÐA 29 Ungur í listinni ÆFIR ÚT Í BUSH Palestínumenn segja að með stuðningsyfirlýsingu sinni við hug- myndir Ísraelsmanna um frið fyrir botni Miðjarðarhafs hafi Bush Bandaríkjaforseti kæft allar samningaumleitanir. Sjá síðu 6 ÓSÆTTI Í VESTURBÆNUM Í hörð átök stefnir á væntanlegum aðalfundi Hús- félags alþýðu. Tekist verður á um hvort stjórnin eigi að öðlast „alræðisvald“ eða ekki. Sjá síðu 2 GLEYMDI AÐ LÆSA Ómar Ásgeirsson, eigandi riffla sem stolið var í innbroti í Grindavík fyrir nokkru, er miður sín en hann gleymdi að læsa byssuskáp sem hann hefur undir rifflana sína. Sjá síðu 4 FORSENDUR BROSTNAR Forsendur samkomulags lyfjaheildsala og lyfjaverðs- nefndar um lægri álagningu á lyfjaverði eru brostnar, segir formaður lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna. Sjá síðu 12 LIFIR Í LJÓSI Þessi starri sér fram á bjarta tíð enda hefur hann valið að gera sér hreiður í keri á ljósastaur í Laugardalnum. Þótt kalt og hvasst sé í veðri á landinu þessa dagana er hreiðurgerð fuglanna óskeikult merki þess að vorið sé í nánd. 1 6 . A P R Í L T I L 2 2 . A P R Í L 2 0 0 4birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu N R . 1 5 . 2 0 0 4 Vorhreingerning líkamans Milljón króna þjóðbúningar Tesamsæti Þórdísar og Drake Audrey Hepburn innblástur tískunnar Svalagarðar Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Á jógaferð um lífið Ylfa Edelstein slær í gegn í Bandaríkjunum Jógar sig í gegnum lífið birta Ylfa Edelstein: ▲Fylgir Fréttablaðinu dag svalagarðar ● tesamsæti NAUÐGUNARLYF „Ég man eftir því að hafa farið út af staðnum en svo man ég ekki meir. Vinur minn kom sem betur fer mjög fljótlega en hann fann mig hálfrænulausa í portinu hinum megin við götuna,“ segir Auðbjörg Þóra Óskarsdóttir, 23 ára sálfræðinemi, sem segir að lyf hafi verið sett út í drykk sinn á skemmtistað í Reykjavík aðfar- anótt annars í páskum. „Þetta var eins og að ganga á vegg, áhrifin komu allt í einu. Mig fór að svima, ég missti stjórn á út- limum, kastaði upp og fannst erfitt að anda,“ segir Auðbjörg. Fréttablaðið ræddi við fimm konur sem lent hafa í því að missa meðvitund á skemmtistað án þess að hafa neytt mikils áfengis eða neytt annarra vímuefna. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu er það vitað að óprúttnir aðilar laumi deyfilyfjum í drykki til að koma stúlkum í annarlegt ástand með það fyrir augum að misnota þær síðan. Við fyrstu sýn virðast fórnarlömbin ofurölvi og menn geta þóst vera kunningjar að fylgja stúlkunum heim. Að sögn lögreglu er algengast að notuð séu tvö lyf. Annars vegar rohypnol, sem er svefnlyf sem fæst gegn lyfseðli og hins vegar smjör- sýra, sem flokkað er sem eiturlyf og komst í umræðuna í kjölfar nauðgunartilviks á útihátíð á Eld- borg fyrir fáeinum árum. Eftir að upp komst að rohypnol væri notað sem nauðgunarlyf víðs vegar um heiminn var gert skylt að setja litarefni í lyfið svo það sjáist ef það hefur verið sett út í drykk. Lögreglan sagðist vita að þessi lyf væru í umferð en mál sem þessi hefðu ekki komið inn á borð til þeirra. Ástæðan fyrir því er sú að erfitt sé að sanna að lyfin hafi verið notuð því þau greinast ein- ungis í líkama í sólarhring. sda@frettabladid.is Sjá nánar síðu 10 Ung kona fannst rænulaus í porti Rúmlega tvítug kona sem Fréttablaðið ræddi við telur að nauðgunarlyfi hafi verið laumað í drykk hennar á skemmtistað. Fjórar aðrar segja svipaða sögu. Lögreglan fær þessi mál ekki til sín. Sönnunarbyrðin er erfið. Efnið hverfur úr líkamanum innan sólarhrings. Hljóðupptaka með rödd bin Laden: Líklega ósvikin WASHINGTON, AP Bandaríska leyni- þjónustan, CIA, og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, segja að röddin sem talar á hljóðupptöku sem flutt var í arabískum ljósvakamiðlum í gær sé að öllum líkindum rödd Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al- Kaída. Starfsmenn CIA hafa rann- sakað upptökuna og komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi lík- lega verið gerð á síðustu vikum þar sem minnst er á morðið á Sheik Ahmed Yassin, stofnanda Hamas-samtakanna. Raddgrein- ing bendir til þess að upptakan sé ósvikin. Sjá nánar síðu 8 Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 ● heimili ● tíska ● matur Sumri fagnað með árdegisverði Marentza Poulsen: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA DÓMSMÁL Nítján ára stúlka var dæmd í eins árs fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Þá var samverkakona hennar, á átjánda aldursári, dæmd í átta mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðs- bundnir til tveggja ára. Stúlkurnar frömdu í sameiningu vopnað rán í Subway í Grafarvogi á síðasta ári. Þá gerði eldri stúlkan tilraun til að stinga lögreglumann með skrúfjárni í byrjun síðasta árs. Stúlkurnar voru vopnaðar hníf- um þegar þær rændu veitingastað- inn. Þær læstu þrjár starfsstúlkur inni í frystiklefa á meðan þær stálu eigum þeirra og peningum úr sjóðs- vél veitingastaðarins. Stúlkurnar hurfu á brott eftir ránið og skildu starfsstúlkurnar þrjár eftir í frysti- klefanum. Stúlkurnar þrjár þorðu ekki að opna frystiklefann fyrr en eftir um tuttugu mínútur en þær voru mjög skelfdar enda hafði þeim ítrekað verið ógnað með hnífunum. Eldri stúlkan er einnig sakfelld fyrir að hafa ógnað lögreglumanni með skrúfjárni í janúar í fyrra þeg- ar átti að færa hana til yfirheyrslu. Þá stálu hún og samverkakona hennar peningakassa með um 85 þúsund krónum á blómamarkaði í Hagkaup í maí í fyrra. Í dómnum segir: „Við ákvörðun refsinga ákærðu er til þess að líta að þær eru báðar ungar að árum. Brot þau sem þær eru nú sakfelldar fyrir, þykja hins vegar bera vitni um slæman lífsstíl. Framtíð þeirra og velferð byggir á því, að þær láti af háttsemi tengdri afbrotum.“ ■ Heimilislaus móðir: Ól barn uppi á þaki BÚKAREST, AP Heimilislaus kona ól barn á þaki skiptistöðvar í borg- inni Brasov í Rúmeníu. Konan var ein síns liðs þar sem læknar gátu ekki komist til hennar. Konan, sem er tvítug, hefur hafst við í litlu útskoti á þaki skiptistöðvarinnar í nokkra mánuði. Þegar hún byrjaði að fá hríðir komst hún ekki niður af þakinu vegna verkja. Íbúar í ná- grenninu kölluðu á lækna sem kölluðu til hennar leiðbeiningar þar sem þeir gátu ekki klifrað upp á þakið. Slökkviliðsmenn notuðu krana til að flytja konuna og ný- fæddan son hennar á sjúkra- börum niður af þakinu. Mæðgin- in voru flutt á sjúkrahús og heilsast þeim báðum vel. ■ Fengu skilorðsbundinn dóm fyrir Subway-ránið: Stúlka ógnaði lögreglu- manni með skrúfjárni SUBWAY Í SPÖNGINNI Stúlkurnar læstu þrjár starfstúlkur inni í frystiklefa eftir að hafa ógnað þeim með hnífum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.