Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 16.04.2004, Qupperneq 16
Sumarvörurnar eru komnar í verslun Sævars Karls í Banka- stræti. Í herradeildinni er mikið af fallegum röndóttum skyrtum í svokölluðum Brook’s broth- er style, hör- buxur og hörjakkar, pólóbolir og bómullarpeysur setja líka svip sinn á sumartískuna. Í herra- deildinni eru líka mörg snið af kakíbuxum og bindi í áberandi og sterkum litum. Sterkir litir setja líka svip sinn á dömudeildina, gulur, appelsínu- gulur og bleikur svo dæmi séu tekin og þar er mikið af mynstri, ekki síst blómamynstri. Einnig eru þar glæsilegir mittisjakkar frá Armani, bæði úr leðri og hör. Alvaro Calvi bendir svo sérstak- lega á nýtt merki í dömudeild- inni, Eplay, með flotta kjóla úr vandaðri bómull og hör, með miklu blómamynstri. Útsölur að vori hafa ekki tíðkast almennt. Verslanir í Smáralind hafa hins vegar breytt út af venjunni og standa nú fyrir vorútsölu sem stendur yfir til 25. apríl. 15–50% afsláttur er af völd- um vörum á tímabilinu - misjafnlega mikill eftir verslunum. Meðal þess sem boðið er upp á er 30–50% af- sláttur af völdum vör- um í Debenhams. 30% af völdum vörum í Adams, 25–40% af- sláttur af fötum í Benetton og Sisley svo ekki sé minnst á 50% af- slátt af 529, 507, 508 og 527 gallabuxum í Levis búðinni. Missy Elliot fetar í fótspor fjölmargra félaga sinna í tónlist- inni og hyggst setja eigin fatalínu á markað. Hún ætlar sem sagt að segja skilið við adidas original fötin sem hafa verið hennar upp- áhald um langa hríð. Elliot ætlar sér bæði að framleiða föt, skó og fylgihluti og línan hefur hlotið heitið RESPECT ME. Hún verður í þeim dúr sem Elliot fílar, sumsé innblásin af íþróttafötum – og að sjálfsögðu framleidd í öllum stærðum. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 91 stk. Keypt & selt 16 stk. Þjónusta 50 stk. Heilsa 4 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 9 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 25 stk. Atvinna 25 stk. Tilkynningar 4 stk. Ferskur blær á heimilið BLS. 6 Góðan dag ! Í dag er föstudagur 16. apríl, 107. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.51 13.27 21.06 Akureyri 5.29 13.12 20.58 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Árdegisverður sem á ensku nefnist brunch er nokkuð sem vekur sælutilfinningu hjá þeim sem þykir gott að lúra á morgnana. Sumardagurinn fyrsti er á næsta leiti og því þótti okkur við hæfi að koma með til- lögur að léttum réttum sem upplagt er að bera fram um klukkan ellefu og narta í fram á miðjan daginn yfir tei, ávaxtasafa, eða jafnvel kampavíni ef ástæða þykir til. Marentza Poulsen er þekkt fyrir sína frá- bæru árdegisverði um helgar í Kaffi Flóru í Laugardalnum sem hún mun opna þann 15. maí í ár. Hún segir þann sið að bera fram síðbúinn morgunverð nýlega hafa skotið rótum hér á landi en lengi vel hafi hann átt erfitt uppdráttar í veitinga- bransanum. „Það er í raun merkilegt hversu Íslendingar voru seinir að taka upp þetta matarmynstur miðað við hvað þeim þykir gaman að vaka á kvöldin og gott að sofa út,“ segir hún hlæjandi. Hún hristi fram úr erminni nokkra brauðrétti fyrir okkur, skar niður ferska ávexti og grænmeti og lagði listilega á borð. „Þetta eru hugmyndir sem hægt er að moða úr,“ sagði hún og tók fram að bæði lummur og bökur mætti laga daginn áður og bregða svo inn í örbylgjuna. Bollurnar mætti líka hálfbaka fyrirfram. Meira um þetta á bls. 2 Árdegisverður: Sæla á góðum degi Á borðum hjá Marentzu er margt sem kitlar bragðlaukana Brauðmeti, ostar og ávextir eru ómissandi. Líka skinkurúllur með smurosti og pipar og spægipylsa með rauðlauk. Eggjakaka Sjóðheit eggjakaka bíður þess að verða borin á borð fyrir svangar morgunsvæfur. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu fyrir tískuna JEEP GRAND CHEROKEE LAREDO 4,0 ÁRG. 2004. RAF/ÖLLU, CRUICE OG FL. FL. ÖLL SKIPTI ATH. S. 898 2811. 30 ára reynsla. S. 699 0100/567 9929. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Fr ét ta bl að ið /V al li Ný lagasetning... við megum víst bara notast við fólk sem notar vöruna í alvörunni! Af hverju eru engar sætar stelpur eða flottir strákar eins og venjulega? tiska@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.