Fréttablaðið - 16.04.2004, Page 33
24 16. apríl 2004 FÖSTUDAGUR
FÍNN BECKHAM
David Beckham var fínn í tauinu á Murcia-
flugvellinum á Spáni á dögunum. Beckham,
sem hefur verið undir miklum þrýstingi að
undanförnu, var á leið í æfingabúðir á La
Manga með liði sínu Real Madrid.
Beckham
Dennis Bergkamp:
Heim á ný?
FÓTBOLTI „Ef Bergkamp vill yfir-
gefa Arsenal ættum við að reyna
að fá hann til Amsterdam,“ sagði
Ronald Koeman, þjálfari Ajax.
„Hann yrði Ajax mjög mikilvæg-
ur ef hann heldur áfram að leika
eins og hann hefur gert að undan-
förnu.“
Dennis Bergkamp hóf feril sinn
hjá Ajax árið 1986 og lék með félag-
inu til ársins 1993 þegar hann var
seldur til Inter Milano fyrir tólf
milljónir punda. Arsenal keypti
hann árið 1995 fyrir 7,5 milljónir
punda. Samningur Bergkamp við
Arsenal rennur út í sumar og hafa
samningaviðræður enn ekki leitt til
nýs samnings. Arsene Wenger hef-
ur lýst því yfir að vilji Bergkamp
nýjan samning verði hann að sætta
sig við veigaminna hlutverk í liðinu.
Ronald Koeman segir lið Ajax
mjög ungt og ljóst er að félagið mun
missa að minnsta kosti tvo reynda
leikmenn í sumar. „Reynsla kæmi
sér vel fyrir Ajax og svo er hann að
sjálfsögðu mjög góður leikmaður,“
sagði Koeman. „Auk Hatem
Trabelsi held ég að við missum
Maxwell, Zlatan Ibrahimovic eða
Rafael van der Vaart. ■
Öruggt leiksvæði
og skemmtilegt
KSÍ stefnir að byggingu 40 til 50 sparkvalla víðs vegar um land á næsta ári.
FÓTBOLTI „Ég vona svo sannarlega
að allir sem vilja fá völl fái völl
við sinn skóla,“ sagði Eyjólfur
Sverrisson, verkefnisstjóri
sparkvallaátaks KSÍ. „Það verður
bara að koma í ljós hversu mikil
ásóknin verður.“
KSÍ kynnti á miðvikudag átak í
byggingu sparkvalla vítt og
breytt um landið. Hvatinn að átak-
inu er styrkur frá Knattspyrnu-
sambandi Evrópu í tilefni af 50
ára afmæli þess. KSÍ fékk um 57
milljónir króna frá UEFA, fjár-
laganefnd Alþingis lagði til 30
milljónir og Eimskip, KB-banki,
Olís og VÍS samanlagt 50 milljón-
ir.
Markmið KSÍ er að byggja 40
til 50 knattspyrnuvelli á þessu og
næsta ári í samvinnu við sveitar-
félögin. Knattspyrnukappinn
Eyjólfur Sverrisson hefur unnið
að verkefninu frá áramótum.
„Við sendum gögn til allra sveit-
arfélaga í landinu,“ sagði Eyjólf-
ur. „Þau geta sótt formlega um
svona völl en nefnd mun ákveða
úthlutun og tímasetningu á lagn-
ingu grassins. Verkefnið nær til
áranna 2004 og 2005. Það hentar
mörgum bæjarfélögum sem eru
að vinna í sínum lóðum á þessu
ári og vilja kannski fá völlinn
núna. Svo hentar árið 2005 öðr-
um betur. Við útvegum gervi-
grasið og sjáum um lagningu
þess. Sveitarfélögin sjá um jarð-
vegsvinnuna og rammann í
kringum völlinn.“
Í fréttatilkynningu KSÍ segir
að sparkvöllur sé lítill knatt-
spyrnuvöllur, 18 metrar að breidd
og 33 metrar að lengd, sem ætlað-
ur er til leiks og keppni fyrir börn
og unglinga með leikskipulaginu
fimm á móti fimm. Völlurinn er
lagður fyrsta flokks gervigrasi,
helst upphituðu. Hann er girtur af
með viðargirðingu sem virkar
sem batti og mörkum sem falla
inn í girðinguna. Nauðsynlegt er
að vallarsvæðið sé upplýst þegar
við á þannig að nýta megi völlinn
árið um kring. Sparkvöllur á ekki
vera smækkuð mynd af hefð-
bundnum knattspyrnuvelli heldur
öruggt og skemmtilegt leiksvæði.
Stöðug nálægð við knöttinn og
óteljandi tækifæri til að skora eru
uppskriftin að því að svona
sparkvellir njóti mikilla vinsælda
hjá öllum aldurshópum.
Eyjólfur sagði að þegar væru
sambærilegir sparkvellir í Kefla-
vík, á Selfossi, nokkrir í Reykja-
vík og á Sauðárkróki. „Þetta er
byrjað og nú erum við að ýta á
þetta enn frekar og ég vona að í
framtíðinn verði þessir vellir við
hvern einasta skóla. Við vitum að
á mörgum gömlum skólalóðum
eru körfuboltavöllur, handbolta-
völlur og fótboltavöllur sami völl-
urinn, malbikaður og þar er oft
svell og slysahætta. Þetta er ekki
mjög aðlaðandi en sparkvellirnir
hafa vakið gríðarlega lukku í Evr-
ópu. Krakkarnir geta spilað í frí-
mínútunum á lokuðum velli þar
sem boltinn er alltaf í leik.“ ■
RANIERI
Claudio Ranieri yfirgefur Stamford Bridge
eftir að hafa fundað með Kenyon.
Framtíð Claudio Ranieri:
Ræðst af
meistara-
deildinni
FÓTBOLTI Svo virðist sem framtíð
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, ráðist af því hvern-
ig liðinu vegni í meistaradeild
Evrópu. Ranieri ræddi við Peter
Kenyon, framkvæmdastjóri Chel-
sea, í fyrradag en engin úrlausn
fékkst á málum Ítalans á þeim
fundi. Næst munu þeir ræðast við
eftir leikina gegn Mónakó í und-
anúrslitum meistaradeildarinnar.
Samningur Ranieri við
Chelsea, sem er í öðru sæti úr-
valsdeildarinnar, gildir til ársins
2007 og hefur hann mikinn hug á
að halda áfram með liðið. ■
ÚR LEIK
Alvaro Recoba, leikmaður Inter Milan,
gengur af velli eftir ósigurinn gegn
Marseille á miðvikudag.
Evrópukeppnir félagsliða:
Ítalir úr leik
FÓTBOLTI Ekkert ítalskt félag er
eftir í Evrópukeppnum félagsliða.
Evrópumeistarar AC Milan féllu
úr meistaradeildinni í síðustu
viku eftir stórt tap gegn Deporti-
vo La Coruna og nágrannar þeirra
í Internazionale töpuðu fyrir
Marseille í UEFA-bikarnum á
miðvikudag.
Þetta eru mikil umskipti frá
því í fyrra þegar Ítalir áttu þrjú
félög í undanúrslitum meistara-
deildarinnar og AC Milan og
Juventus léku að lokum um titil-
inn.
„Þetta er að vissu leyti eðlilegt,“
sagði Alberto Zaccheroni, þjálfari
Inter. „Ég sagði í fyrra þegar allir
voru uppveðraðir af gengi ítölsku
liðanna að þetta væri bikarkeppni.
Úrslit leikja ráðast af stöku atvik-
um. Ef þetta væri deildakeppni
væru ítölsk félög meðal þeirra
efstu. AC Milan hefur til dæmis
aldrei mistekist að komast áfram
úr riðlakeppni.“ ■
RALL Heimsmeistarinn Petter Sol-
berg á Subaru hefur forystu í rall-
inu á Nýja Sjálandi eftir fyrstu
tvær sérleiðirnar í í gær. Sérleið-
irnar voru aðeins 4,2 kílómetrar
og því rétt forsmekkurinn að því
sem í vændum er.
Markko Martin á Subaru sigr-
aði á fyrri sérleiðinni en Solberg
varð í fjórða sæti á eftir Marcus
Grönholm á Peugeot, Francois
Duval á Peugeot og Duval á Ford.
Solberg sigraði á seinni sérleið-
inni en Grönholm varð annar en
Mikko Hirvonen á Peugeot, Harri
Rovanpera á Ford, og Markko
Martin urðu jafnir í þriðja sæti.
Solberg hefur 0,5 sekúndna for-
skot á Grönholm og Martin er
þriðji, sekúndubroti á eftir Grön-
holm.
Samanlagt verða eknir 1398,36
kílómetrar í rallinu sem fram fer á
malarvegum í nágrenni Auckland.
Ferjuleiðirnar eru samanlagt
1002,86 kílómetrar og sérleiðirnar
23 samtals 395,5 kílómetrar. Rall-
inu lýkur á sunnudag. ■
Rallið í Nýja Sjálandi:
Solberg byrjaði best
DENNIS BERGKAMP
Kveðjukoss í vor?
DENNIS BERGKAMP
(F. 10. MAÍ 1969)
Deildarleikir og mörk
Ajax (1986–1993) 185 103
Inter Mialno (1993–1995) 52 11
Arsenal (1995–2004) 258 77
Samtals (1986–2004) 495 191
A-landsleikir og mörk
Holland (1990–2000) 79 37
PETTER SOLBERG
Sigraði á annarri sérleiðinni í gær og leiðir eftir fyrsta daginn.
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS KYNNIR SPARKVALLAÁTAK
Eyjólfur Sverrisson verkefnisstjóri og Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, á kynningu á sparkvallaátaki KSÍ.