Fréttablaðið - 25.05.2004, Side 18

Fréttablaðið - 25.05.2004, Side 18
Þorleifur Örn Arnarson skrifaði á dögunum opið bréf til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, sem birtist á síðum Morgunblað- ins, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna réttarstöðu erlendrar unnustu sinnar. Þar sem hún er yngri en 24 ára getur hún ekki, samkvæmt svokallaðri „24 ára reglu“ í útlendingalögunum, fengið dvalarleyfi sem maki Íslendings. Svar Björns Bjarnasonar við bréfi Þorleifs birtist í Morgunblað- inu þann 12. maí sl. Þar segir: „[hún fær] einfaldlega ekki dval- arleyfi „sem maki“, en getur eftir sem áður sótt um leyfi með venju- legum hætti. [...] Vitaskuld yrði lit- ið til hjúskapar útlendingsins við Íslending við meðferð umsóknar- innar“. Mig langar dálítið til að fjalla um þau atriði sem ráðherr- ann bendir á. Fyrst og fremst vil ég benda á nokkur grundvallaratriði um út- lendingalögin. Fyrir utan nánustu aðstandendur Íslendinga, flótta- menn eða stúdenta, fjalla lögin að- allega um „útlenska verkamenn“. Makar Íslendinga, flóttamenn og stúdentar, eru eins konar undan- tekningar í lögunum og stundum hafa þeir forréttindi umfram áður- nefnda verkamenn, enda eru að- stæður þeirra aðrar en verka- mannanna. „Dvalarleyfi fyrir maka Íslend- ings“ er þægilegra en venjulegt dvalarleyfi að mörgu leyti. T.d. fær maki Íslendings að starfa án sérstaks atvinnuleyfis. Hann getur skipt um vinnu eða hætt að vinna ef svo ber undir. Auk þess er hann með fullan aðgang að félagslegri þjónustu eins og t.d. barnabóta eða húsaleigubóta. Nú á Íslendingur maka, sem er yngri en 24 ára, og sækir sá hinn sami um dvalarleyfi með „venju- legum hætti“, s.s. á eigin forsend- um sem einstaklingur. Hvað þarf að vera fyrir hendi til að slíkt leyfi fáist? Meginskilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis eru þrjú: húsnæði, sjúkratrygging og framfærsla. Fyrri tvö atriðin eru ef til vill í lagi, en hvað um framfærslu? Hér verð- um við að athuga að framfærsla þarf að vera „sjálfstæð“ og að tekj- ur makans hafa engin áhrif á hana, jafnvel þótt um hjónaband sé að ræða. Hvaða áhrif hefur það? Skoðum málið samkvæmt lögunum ásamt núgildandi reglugerðunum. Það þýðir annaðhvort a) að við- komandi útlendingur þarf að sýna fram á að hann hafi 78.000 kr. inni á bankareikningi sínum fyrir hvern mánuð sem hann vill vera á landinu. Ef hann ætlar að fá leyfi til eins árs, þarf tæp milljón króna að vera inni á reikningnum áður en leyfið er veitt. Eða b) að hann þarf að verða sér úti um starf hér á landi, fá starfsleyfi og sýna viðeig- andi yfirvöldum undirritaðan starfssamning. Hér eru mörg at- riði sem krefjast athugunar. Í fyrs- ta lagi er atvinnuleyfi bundið við tiltekið starf og er ekki hægt að skipta vinnu án þess að það falli úr gildi. Í öðru lagi er atvinnuleyfi að- eins veitt ef um fullt starf, en ekki hlutastarf, er að ræða. Í þriðja lagi þarf útlendingurinn að yfirgefa landið missi hann starfið, og í síð- asta lagi getur hann ekki endur- nýjað leyfið ef hann þiggur félags- lega aðstoð eins og fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum. Það er augljóst að þessi skilyrði henta ekki öllum erlendum mökum Íslendinga. Hvað gerist verði út- lensk eiginkona Íslendings ófrísk og getur því ekki haldið áfram vinnu? Hvað gerist ef maki á lítið barn og vill því aðeins vinna hluta- starf? Hvað gerist ef maki missir vinnuna? Sé erlendi makinn öryrki eða veikur og því ófær um að vinna, getur hann ekki einu sinni fengið leyfi til að flytjast hingað til að byrja með. Þetta hljómar ósann- gjarnt, en þetta eru afleiðingar þess að lögunum er aðallega ætlað að fjalla um erlenda verkamenn, en ekki aðra innflytjendur. Ég er á móti „24 ára reglunni“, en hún er orðin að lögum og því verður að fylgja henni. Þess í stað vil ég að gerðar séu nokkrar breyt- ingar á núgildandi reglugerðum sem settar hafa verið með stoð í lögum um útlendinga. 1) Tekjur hins íslenska maka eiga að vera taldar með þegar framfærsla útlendingsins er reiknuð. 2) Erlendir makar Íslendinga eiga að fá óbundin atvinnuleyfi í staðinn fyrir tímabundið leyfi. 3) Það að hafa þegið félagslega aðstoð á ekki að hafa nein áhrif á endurnýjun dvalarleyfis. Ég tel breytingar þessar vera nauðsynlegar til að hægt sé að tryggja venjulegt hjónalíf á Ís- landi. Verði reglugerðunum hins vegar breytt í þessa átt hefði það í raun sömu áhrif og ef „24 ára regl- unni“ hefði verið sleppt frá upp- hafi. Dómsmálaráðherra endurtekur í áðurnefndu bréfi þá skoðun sína að mótmæli gegn „24 ára regl- unni“ byggist á misskilningi. Það má vera að ég hafi misskilið lögin og að útlendingar geti notið hjóna- lífs með íslenskum maka sínum eins og þeir hafa áður getað gert. Ef sú er raunin verð ég manna glaðastur og bið alla hlutaðeigandi afsökunar á andmælunum. Ég mun hins vegar fylgjast með þró- un mála af athygli. ■ Hannes á sellufundi Margir hafa haft orð á því hvernig gamlar víglínur í stjórnmálum hafa verið að breyt- ast að undanförnu. Eitt merki þess er hve oft er orðinn samhljómur í málflutningi sjálfstæðismanna og vinstri grænna. Það kemur því ekki á óvart að hinir síðarnefndu kölluðu Hannes Hólmstein Giss- urarson til sín á sellufund á sunnudaginn og fengu hann til að messa yfir sér. Rekur Ögmundur Jónasson alþingis- maður ræðu Hannesar á vefsíðu sinni í gær og er augljóslega yfir sig hrifinn: „Hannes dvaldi við ýmsa þætti í sögu lið- inna alda og benti á snertifleti í afstöðu og málflutningi frjálshyggjumanna annars vegar og „hugsjónasósíalista“ hins vegar á öldinni sem leið. Hinir síðar- nefndu hefðu ekki haft rangt fyrir sér í öllu! Síður en svo taldi Hannes. Eftir að kaldastríðspólitíkin væri liðin und- ir lok yrði að viðurkennast að hermangið hafi verið svartur blettur á þjóðinni og þá yrði heldur ekki fram hjá því horft að uppbygging og framfarir á tuttugustu öld hefðu byggt á gegndarlausri rányrkju eins og umhverfis- sinnar nú á dögum hefðu opn- að augu manna fyrir.“ Og svo kom Davíð Og Ögmundur heldur frásögninni áfram: „Hannes fjallaði einnig um arðrán á al- þýðu manna og vísaði þar í einokunar- verslun og stórbændastétt, sem um aldir hefði ráðið lögum og lofum og aflað á kostnað fátækrar alþýðu. Tuttugasta öld- in hafi verið mikið umbrotaskeið en svo var að skilja að það hafi ekki verið fyrr en undir það síðasta að verulega hafi farið að rofa til og skynsemin haldið innreið sína í íslenskt samfélag og efnahagskerfi. Hvenær skyl- di það nú hafa verið nema að sjálfsögðu á vordögum árið 1991. Þá varð Davíð Odds- son forsætisráðherra lands- ins! Nú var farið að búa í haginn fyrir uppbyggingu á grundvelli markaðslögmála.“ Þ ess er í dag minnst að liðin eru 75 ár frá stofnun Sjálf- stæðisflokksins. Eru flokknum færðar árnaðaróskir af því tilefni. Sjálfstæðisflokkurinn varð upphaflega til vorið 1929 með samruna þingflokka Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins. Má segja að alla tíð síðan hafi togstreita frjálslyndis og íhalds- semi einkennt flokkinn. Hún hefur þó ekki skaðað hann heldur fremur styrkt og skapað honum breiðari ásýnd. Frjálslyndi og íhaldssemi eru ekki endilega slíkar andstæður að þær geti ekki rúmast saman í stjórnmálastefnu og flokki. Enginn vafi á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag enda hefur stjórnarseta hans varað með hléum í rúma hálfa öld. Þessi áhrif hafa á mörgum sviðum verið til góðs. „Við getum horft stolt til baka á orð okkar og verk í fortíðinni,“ segir Davíð Oddsson réttilega í bæklingi sem gefinn var út í tilefni afmælisins. Á tveimur sviðum hefur flokkurinn haft forystu sem við hæfi er að viðurkenna og minnast sérstaklega. Annars vegar hefur hann leitt ábyrga stefnu í utanríkismálum, varnar- og öryggismálum og efna- hagssamvinnu við önnur ríki. Hins vegar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn í innanlandsmálum verið öflugur brautryðjandi og bakhjarl einkaframtaks og frjálsra viðskipta og samkeppni. Ber þar hæst afnám hafta- og styrkjakerfisins á viðreisnarár- unum og einkavæðing og frjálsræði í efnahagsmálum á tíunda áratugnum. Kannski er þó mikilvægast af öllu að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í störfum og stefnu verið tákn ákveðinnar festu og stöð- ugleika í þjóðfélaginu. Þjóðin veit nokkurn veginn hvar hún hefur flokkinn og treystir því að engar kollsteypur verði í þjóð- félaginu meðan hann heldur um stjórnvölinn. Svo er nú komið að grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins á hljómgrunn í öllum flokkum. Boðberar sósíalisma og sam- vinnustefnu hafa beðið lægri hlut. En rétt er að hafa í huga að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig tekið stefnu annarra upp á arma sína. Flokkurinn var í fyrstu andvígur félagsmála- og vel- ferðarríkisstefnu jafnaðarmanna, en sá sig um hönd á fimmta áratugnum og hefur síðan fléttað saman með ágætum árangri félagshyggju og frjálshyggju. Enginn stjórnmálaflokkur gerir þó svo öllum líki. Sjálfstæð- isflokknum hefur eins og öðrum flokkum oft orðið á í messunni á undanförnum árum. Skoðanakannanir og umræður í þjóðfé- laginu upp á síðkastið benda til þess að flokkurinn eigi í vök að verjast. Það stafar ekki af því að tíðarandinn sé á móti grund- vallarstefnu flokksins, eins og gerðist á áttunda áratugnum. Gagnrýnin og andstaðan nú felst í því að margir telja að flokk- urinn sé á sumum sviðum orðinn viðskila við stefnu sína og skynji ekki með sama hætti og fyrr straumana í þjóðfélaginu. Forystumenn flokksins verða að gæta þess að einangrast ekki í fílabeinsturni valda og sjálfsánægju. Ætli Sjálfstæðisflokkur- inn að halda áfram að vera höfuðflokkur landsins verður hann hlusti á gagnrýnina og taka tillit til hennar. ■ 25. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Sjálfstæðisflokk- urinn 75 ára Réttindi erlendra maka Íslendinga FRÁ DEGI TIL DAGS Kannski er þó mikilvægast af öllu að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur í störfum og stefnu verið tákn ákveðinnar festu og stöðugleika í þjóðfélaginu. ,, Ég er á móti „24 ára reglunni“, en hún er orðin að lögum og því verð- ur að fylgja henni. Þess í stað vil ég að gerðar séu nokkrar breytingar á núgild- andi reglugerðum sem sett- ar hafa verið með stoð í lögum um útlendinga. TOSHIKI TOMA PRESTUR INNFLYTJENDA UMRÆÐAN MÁLEFNI INNFLYTJENDA ,, S24 er sjálfstæð rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar Viltu minnka greiðslub yrðina? Sæktu um... WWW.s24.is Sími 533 2424 – Kringlan E in n t v e ir o g þ r ír 3 12 .0 16 Lán til al lt að 15 á ra • Betri vex tir • Lægra lá ntökugjald • Allt að 8 0% veðhlu tfall degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ORÐRÉTT Bót í máli Enginn dó vegna lögbrota Nixons. John Dean, höfundur bókarinnar „Worse Than Watergate“. Morgunblaðið 24. maí. Bara gott Ég lifi eins og venjuleg kona í dag og finnst það bara mjög gott. Henný Hermannsdóttir, Miss Young International 1970. DV 24. maí. Athyglisverð spurning Af leiðara Morgunblaðsins verður ráðið að Morgunblaðið telji óhjá- kvæmilegt að grípa til varna fyrir ríkislögreglustjóra. Telur blaðið mikilvægara að halda uppi vörn- um fyrir hann en að auka virðingu lesenda sinna fyrir meginreglum réttarríkisins og fyrir Hæstarétt? Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmenn í til- efni dóms í málverkafölsunarmálinu. Morgunblaðið 24. maí. Hvaða hatt? Ég tek ofan hatt minn fyrir Jóni H. Snorrasyni saksóknara og Arnari Jenssyni lögreglumanni fyrir að taka þátt í að brjóta upp tepruskapinn. Megi það gott á vita. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmaður um viðbrögð lögreglu við dómi Hæstaréttar í málverkafölsun- armálinu. Morgunblaðið 24. maí.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.