Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 39
31SUNNUDAGUR 13. júní 2004 Risaleikur á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag: Ledley King byrjar gegn Frökkum EM Í FÓTBOLTA Stærsti leikur helgar- innar og einn af stærstu leikjum Evrópukeppninnar verður í Lissabon í dag þegar Frakkar og Englendingar mætast. Það er ekki nóg með að þjóðirnar séu nágrannar og erkifjendur í geg- num tíðina þá spila margir leik- manna franska liðsins í ensku úrvalsdeildinni sem gerir þennan frábæra leik enn fróðlegri. Sven Göran Erikson er búinn að tilkynna það að það verði Ledley King, leikmaður Tottenham, sem muni fylla skarð Johns Terry sem getur ekki spilað vegna meiðsla. Eriksson var ánægður með spilamennsku Kings með landsliðinu að undanförnu og það skipti einnig máli að hann þekkir vel til Sols Campbel síðan þeir léku saman hjá Tottenham. „Ég þarf ekki að segja mínum mönnum að þeir geti unnið Frakka. Við berum virðingu fyrir þessu franska liði en við erum ekki hræddir við þá. Þetta mót verður mun betra hjá okkur en síðasta HM. Við erum nú með alla okkar menn heila, erum í betra formi og nú er það okkar að sýna okkur og sanna sem mikla knattspyrnuþjóð,“ sagði Eriksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Frakkar eru sigurstranglegast liðið í keppninni. Þeir eru núverandi Evrópumeistarar, unnu alla leiki sína í undankeppninni og hafa ekki fengið á sig mark í rétt tæpt ár. Lilian Thuram mun spila sinn 100. landsleik í þessum leik en aðrir sex aðrir leikmenn í allri keppninni hafa náð þeim árangri.■ BYRJUNARLIÐIN: Frakkland Barthez, Gallas, Thuram, Silvestre, Lizarazu, Pires, Viera, Makelele, Zidane, Henry, Trezeguet. England James, G. Neville, Campbell, King, Cole, Beckham, Lampard, Gerard, Scholes, Owen og Rooney. ENSKA STUÐNINGSMANNASVEITIN ER KLÁR Í SLAGINN Enskir áhorfendur munu örugglega koma til með að setja mikinn svip á leik Englendinga og Frakka í Lissabon í dag. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. ZIDANE LEIÐIR FRANSKA LIÐIÐ Zinedine Zidane mun bera fyrirliðabandið gegn Englandi í dag. Evrópukeppnin: Zidane fyrir- liði Frakka EM Í FÓTBOLTA Zinedine Zidane verður fyrirliði Frakka gegn Englandi í dag þar sem Marcel Desailly mun byrja á bekknum. „Marcel mun ekki byrja á morgun. Rannsóknir okkar sýndu að hann er langt frá því að geta spilað í 90 mínútur,“ sagði Jaques Santini, þjálfari franska liðsins sem teflir fram Mikael Silverstre og Liliam Thuram í miðri frönsku vörninni. Desailly á möguleika á að setja leikjamen í úrslitum evrópukeppninnar, þarf þrjá leiki til þess að eiga metið einn. ■ BALLACK LYKILMAÐUR ÞJÓÐVERJA Michael Ballack vonast eftir að fleiri leik- menn þýska liðsins taki á sig ábyrgð. Þjóðverjinn Ballack: Ég þarf meiri hjálp EM Í FÓTBOLTA Þjóðverjinn Michael Ballack er í algjöru lykilhlutverki hjá þýska landsliðinu en hann hefur varað félaga sína við því að liðið komist ekki langt í Evrópukeppninni ef hann á að bera liðið alla leið á sínum herðum. „Ég veit að það búist við miklu af mér og það er í góðu lagi. Lið má ekki seta allt sitt traust á einn leikmann því það er ekki vænlegt til árangurs. Ég ætla mér að spila vel og liðið getur gert góða hluti en við höfum ekki sett okkur nein ákveðin markmið á mótinu,“ sagði Ballack. ■ Lennart Johannsson: Vonast eftir heimasigri EM Í FÓTBOLTA Formaður UEFA, Lennart Johansson, vonast til þess að Portúgalir verði Evrópu- meistarar. Það er frábært að sjá svona litla þjóð standa sig svo vel í umgjörð um keppina og þeir eiga svo sannarlega skilið að vinna þessa keppni. ■ Gerðu Portúgölum grikk Grikkland vann Portúgal 2–1 í fyrsta leik Evrópumótsins í knattspyrnu í gær. Spánverjar byrjuðu mun betur en nágrannar þeirra og unnu Rússa, 1–0, í seinni leik dagsins. EM Í FÓTBOLTA Pressan á Portú- gölum var þeim kannski ofviða í fyrsta leik þeirra á Evrópu- mótinu. Tvö mörk Grikkja í upphafi hvors hálfleiks lögðu gruninn að 2–1 sigri þeirra og þrátt fyrir þunga sókn heima- manna tókst þeim ekki að skora fyrr en þrjár mínútur voru komn- ar fram í uppbótartíma. Nágrannar Portúgala, Spánverjar, unnu hinsvegar Rússa, 1–0, þökk sé meistaraskiptingu þjálfarans, Inaki Saez í seinni hálfleik. Allir vonsviknir „Þetta þýðir að næsti leikur er upp á líf og dauða fyrir okkur,“ sagði Luis Scolari, þjálfari Portúgala eftir leik. „Við misstum ekki tökin á miðjunni við misstum tökin á öllum leiknum. Bæði ég og leikmennirnir erum mjög vonsviknir eftir þessi úrslit.“ Grikkir komu Portúgölum í opna skjöldu með góðri byrjun en flestir höfðu spáð því að gríska liðið myndi falla aftur á völlinn og treysta á sína sterku vörn. En annað kom á daginn og eftir sjö mínútur voru heimamenn komnir undir og áhorfendurnir tóku and- köf. Í upphafi seinni hálfleiks fengu Grikkir síðan víti sem Angelo Basinas skoraði af öryggi úr og þrátt fyrir að Luis Felipe Scolari setti inn hvern sóknar- manninn á fætur öðrum tókst þeim ekki að skora fyrr en rétt fyrir lokaflautið þegar Christiano Ronaldo skallaði inn hornspyrnu Luis Figo. Ronaldo hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik og var búinn að gefa víti eftir aðeins sex mínútur. Ronaldo varð annar yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora í úrslitum EM en hann er aðeins 19 ára og 4 mánaða gamall. „Þetta er stærsti sigur í sögu Grikklands,“ sagði Þjóðverjinn og þjálfarinn Otto Rehagel sem hefur gerbreytt hugsunarhætti leikmanna liðsins. „Leikaðferðin og skipulagið gekk fullkomlega upp og ég býst við að Grikkir fagni þessi vel en við þurfum að komast aftur niður á jörðina því það eru bara 4 dagar í næsta leik.“ Varamaðurinn Valerón Varamaðurinn Juan Carlos Valerón var hetja Spánverja gegn Rússum en hann skoraði eina markið í leiknum með sinni fyrstu snertingu. Valerón leysti Fernando Morientes af hólmi og skoraði aðeins nokkrum sekúnd- um síðar. Spánverjar höfðu mikla yfirburði stærsta hluta leiksins en tókst ekki að skora nema einu sinni. ■ A-RIÐILL Portúgal–Grikkland 1–2 0–1 Karagounis (7.), 0–2 Basinas, víti (51.), 1–2 Ronaldo (90.) Spánn–Rússland 1–0 1–0 Valerón (60.) STAÐAN Í RIÐLINUM Grikkland 1 1 0 0 2–1 3 Spánn 1 1 0 0 1–0 3 Portúgal 1 0 0 1 1–2 0 Rússland 1 0 0 1 0–1 0 NÆSTU LEIKIR Í RIÐLINUM Grikkland–Spánn Mið. 16. júní 16:00 Rússland–Portúgal Mið. 16. júní 18:45 FYRSTA MARK EVRÓPUKEPPNINNAR Í KNATTSPYRNU Það tók Grikkjann Georgios Karagounis aðeins sjö mínútur að skora fyrsta mark Evrópumótsins í Portúgal. Markið skoraði hann með hnitmiðaðu skoti af 20 metra færi. VARAMAÐURINN VALERÓN BJARGAÐI DEGINUM Juan Carlos Valerón kom inn á sem varamaður fyrir Fernando Morientes og tryggði Spánverjum sigur á Rússum í gær. Hér fagnar hann markinu með félögum sínum. ■ STAÐA MÁLA GRIKKIR FAGNA ÓVÆNTUM SIGRI Á HEIMAMÖNNUM Í PORTÚGAL Leikmenn Grikkja fagna hér ásamt stuðningsmönnum sínum sigri á Portúgal í opnunarleik Evrópumótsins í Portúgal í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.