Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.06.2004, Qupperneq 4
4 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Mannræningjar taka annað fórnarlamb af lífi í Írak: Kaldrifjuð aftaka ÍRAK, AP Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa staðfest að Kim Sun-il sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak sé látinn. Mannræningjarn- ir tóku hann af lífi eftir að ljóst varð að Suður-Kórea sýndi því engan áhuga að draga hermenn sína frá landinu eins og farið var fram á í skiptum fyrir líf Sun-il. Verkfræðingurinn Sun-il starfaði hjá öryggisfyrirtæki sem aðstoð- ar bandaríska herinn en honum var rænt í síðustu viku. Sami hópur hryðjuverkamanna hefur lýst ábyrgð á aftöku Sun-il og tók af lífi Bandaríkjamanninn Nick Berg í síðasta mánuði. Hóp- urinn er einnig grunaður um fleiri ódæði eins og drápinu á yfirmanni írönsku bráðabirgðastjórnarinnar Ezzedine Salim. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera fékk sent myndband sem sýndi aftöku Sun-il fram- kvæmda með sams konar hætti og við sömu aðstæður og þegar Nick Berg var tekinn af lífi. ■ Fimmtungur skilar auðu á laugardaginn Ólafur Ragnar Grímsson fær tæp 72 prósent atkvæða í forsetakosningunum ef niðurstöður skoð- anakönnunar Fréttablaðsins ganga eftir. Baldur Ágústsson fengi rúm sex prósent atkvæða og Ástþór Magnússon rúmt prósent. 20,6 prósent kjósenda virðast ætla að skila auðu. FORSETAKOSNINGAR Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardag- inn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur lands- manna annaðhvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveim prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósenta fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt fimm prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt pró- sents fylgi og hefur bætt við sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og fimm prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo fimm prósent og fjögur prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi fram- bjóðenda eftir því hvort kjósend- ur búa á landsbyggðinni eða í þétt- býli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 pró- sent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ást- þóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi fram- bjóðendanna, þá ber Ólafur Ragn- ar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlut- fallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? olikr@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ætti Ríkisútvarpið að setja á fót sérstaka íþróttarás? Spurning dagsins í dag: Eiga Íslendingar erindi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 21,21% 78,79% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Serbar og Albanar: Slíðra sverðin ALBANÍA, AP Varnarmálaráðherrar Albaníu og Serbíu-Svartfjallalands vilja leggja áherslu á að ekki andi köldu á milli landa þeirra nú þegar bæði stefna á aðild að Atlanthafs- bandalaginu. Ráðherrarnir hittust á fundi í gær. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1947 sem varnarmála- ráðherrar landanna hittast. Sambandið milli landannna hefur verið stirt síðan Júgóslavía sleit tengslum við Sovétríkin árið 1949 en Albanía ekki. Serbía-Svart- fjallaland sleit síðan öllum sam- skiptum við Albaníu 1998–1999 þegar Kósóvó-deilurnar stóðu sem hæst. Serbar sökuðu Albani um að kynda undir átök albanska minni- hlutans í Kosóvó. ■ Fást í útibúum Íslandsbanka um land allt og hjá Íslandsbanka-Eignastýringu, Kirkjusandi. Hægt er að panta bækurnar hjá Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru bækurnar til sölu í bókabúðum Pennans-Eymundsson, hjá Máli og Menningu og hjá Bóksölu stúdenta. Frábærar bækur frá Íslandsbanka-Eignastýringu VARNAMÁLARÁÐHERRAR Albanski varnamálaráðherrann Pandeli Majko, til vinstri, og Prvoslav Davinic, varn- armálráðherra Serbíu-Svartfjallalands, takast í hendur í borginni Tírana í Albaníu. Drápu kynskipting: Hatursmorð KALIFORNÍA, AP Dómari vísaði máli þriggja manna sem voru ákærðir fyrir að drepa kynskipting á ung- lingsaldri frá dómi þar sem kvið- dómur náði ekki samkomulagi eft- ir níu daga fundarhöld. Mennirnir áttu 25 ára dóm yfir höfði sér. Talsmenn réttindahóps kyn- skiptinga fylgdust náið með mál- inu. Þeir höfðu gefið það út að úr- skurðurinn sendi skilaboð um hvers virði líf þeirra væri. Gwen, sem áður hét Edward Araujo, var sautján ára þegar hún var barin og síðan kyrkt þegar mennirnir komust að fyrra kyni hennar fyrir tveimur árum. ■ SORGIN KNÝR DYRA Ættingjar og vinir Kim Sun-il komu saman í Seoul og minntust hans með kertum og blómum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /A P MENNTAMÁL Að óbreyttu mun Kennaraháskóli Íslands neyðast til að hafna samanlagt tæplega eitt þúsund umsækjendum á næsta skólaári. Þetta kemur fram í frétt frá skólanum. Á þessu vori bárust nær 1.900 umsóknir um nám við Kennara- háskólann. Því miður leyfir fjár- hagsrammi hans ekki að nema tæplega helmingi þessa hóps verði boðin skólavist, að sögn forráðamanna hans. Lokið er úrvinnslu umsókna fyrir næsta skólaár. Alls bárust 1.500 umsóknir um nám í grunn- deild og hefur 685 verið boðið að hefja nám. Í grunndeild sækja flestir um grunnskóla- braut eða 631. Af þeim fá 280 inngöngu. Um nám í framhaldsdeild sóttu 334 og var 218 umsækj- endum boðið að hefja nám. Nemendur við Kennara- háskóla Íslands eru nú um 2.400 og hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Harma forráðamenn skólans að þurfa að hafna fjölmörgum hæfum umsækjendum og raun ber vitni, en telja á hinn bóginn afar ánægjulegt hversu margir sýna náminu við hann áhuga. ■ Kennaraháskóli Íslands: Hafnar nær 1000 nemendum ÁM Ástþór Magnússon Baldur Ágústsson Ólafur Ragnar Grímsson BÁ ÓRG Annað Skila auðu Kjósa ekki 67,7% 5,8%1,1% 1,5% 7,7% 90,8% 0,4% 5,5% 19,4% NÍU AF HVERJUM TÍU Af þeim sem gera upp á milli frambjóðen- danna ætla níu af hverjum tíu að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. KEPPIR VIÐ AUÐU SEÐLANA Ólafur ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína, næst fylgi hans koma auðir seðlar. Ekki er tekið mið af óákveðnum hér. BESSASTAÐIR Nokkuð ljóst er hver verður forseti þjóðarinnar að afloknum kosningum næsta laugardag. Ólafur Ragnar Grímsson hefur tæplega 72 prósenta fylgi ef marka má könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Berlusconi: Fullviss um svindl ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítala, segist þess fullviss að um kosningasvindl hafi verið að ræða þegar flokkur hans Forza Italia, tapaði miklu fylgi í kosningum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Úrslitin þykja nokkuð áfall fyrir Berlusconi. Sakar hann andstæðinga sína um að hafa ógilt atkvæðaseðla sér í vil en Forza Italia hlaut aðeins 21 prósent fylgi en fékk 29 prósent í síðustu kosningum árið 2001. Stjórnin heldur velli þar sem aðr- ir hægrisinnaðir flokkar sem ein- nig eru í stjórn hlutu meira fylgi en áður. ■ INNBROT Í NJARÐVÍK Brotist var inn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur aðfaranótt mánudags sam- kvæmt því sem kemur fram á lögregluvefnum. Teknir voru peningar úr afgreiðslunni en lögreglan í Keflavík hefur ekki haft uppi á þjófunum. Málið er í rannsókn. ÁREKSTUR Á GULLINBRÚ Árekst- ur varð milli tveggja bíla á Gullinbrú um tíuleytið í gær- kvöldi. Óttast var að um alvar- legt slys væri að ræða og voru sendir tveir sjúkrabílar auk tæknimanna en svo kom í ljós að meiðsli voru lítilsháttar. BÍLVELTA Í SANDGERÐI Bíll fór út af veginum við golfskálann í Sandgerði í gærkvöld. Líklegt var talið að um fótbrot væri að ræða hjá farþega en tveir voru í bílnum, sem er nánast ónýtur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.