Fréttablaðið - 23.06.2004, Síða 10
ÆVISAGA Ævisaga Bills Clinton,
fyrrverandi Bandaríkjaforseta,
kom í bókaverslanir hér á landi í
gær, á sama tíma og hún varð
fáanleg í verslunum í Bandaríkj-
unum og Bretlandi.
Bók Clintons hefur verið beðið
með eftirvæntingu en hann hefur
kynnt hana af miklu kappi undan-
farnar vikur. Hann fékk tólf millj-
ónir Bandaríkjadala fyrir útgáfu-
samninginn en það er það hæsta
sem fengist hefur fyrir útgáfu ævi-
sögu. Ekki eru allir á eitt sáttir um
ágæti bókarinnar. Dan Rather, einn
frægasti fréttaskýrandi Banda-
ríkjanna, segir bókina bregða ein-
stöku ljósi á forsetatíð Clintons og
gefur henni fullt hús stiga.
Gagnrýnandi New York Times
er á öðru máli og segir persónu
Clintons það eina sem geri bókina
fréttnæma. Bókin beri þess brag
að hafa verið skrifuð og ritstýrt í
flýti en alls telur hún 957 blaðsíð-
ur. Hann segir bókina á köflum
heillandi og veiti góða innsýn í
mikilvæg mál eins og deilurnar
fyrir botni Miðjarðahafs, en ein-
nig ber mikið á ómerkilegum upp-
talningum á ræðum og stefnumál-
um sem skipta lítt máli. Þá líði
bókin fyrir það að Clinton sé
greinilega umhugað um sögulega
minningu sína og uppgjör hans
við ýmsa málflokka beri þess
vitni að hann vilji ekki skaða póli-
tískan frama eiginkonu sinnar,
Hillary Clinton.
Bókin hefur þegar vakið mikið
umtal og deilur milli demókrata
og repúblikana. Repúblikanar
segja Clinton forðast að taka á
viðkvæmum málum og fullyrða
meðal annars að hryðjuverkaváin
í dag sé að miklu leyti á ábyrgð
Clinton-stjórnarinnar. Þegar er
byrjað að spá fyrir hvaða mögu-
leg áhrif bókin kunni að hafa á
forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum í nóvember. Clinton hef-
ur sagt að hann vilji leggja lóð á
vogarskálar Johns Kerry, fram-
bjóðanda demókrata, en raddir
eru uppi um að ríki ekki mikil
ánægja með það í herbúðum
Kerry þar sem vafasamt orðspor
Clintons í siðferðismálum geti
reynst þeim til trafala.
bergsteinn@frettabladid.is
23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR
SÓL SKÍN Á ABU GHRAIB FANGELSIÐ
Dómari hefur ákvarðað að fangelsið sé
vettvangur glæpsamlegra atburða og hefur
lagt bann við að byggingin verði eyðilögð
eins og Bandaríkjamenn höfðu ráðgert.
– hefur þú séð DV í dag?
Öll í maski
eftir
hnefahögg
„Guggu gluggaskellis“
DÓMSMÁL Kona á fertugsaldri var í
gær dæmd í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir
að slá kráareiganda
hnefahögg í andlitið
fyrir utan veitingahús í
borginni. Var konan
dæmd í fjögurra mán-
aða skilorðsbundið fang-
elsi og til að greiða allan sakar-
kostnað, þar með talin málsvarnar-
laun upp á 60.000 krónur..
Málsatvik voru þau að kráar-
eigandinn, sem einnig er kona, hafði
meinað ákærðu aðgang
að kránni Baróns pöbb.
Sló ákærða þá kráar-
eigandann með kreppt-
um hnefa á vinstri vang-
ann. Við læknisrannsókn
kom í ljós að kráareig-
andinn var kinnbeins-
brotinn og rof var í augntóftarbotni.
Ákærða á að baki nokkurn saka-
feril, t.d. skjalafals, fjársvik og
þjófnað. ■
MEINDÝR „Húsflugan er að drepa
allt og alla núna,“ sagði Smári
Sveinsson, meindýraeyðir hjá
Varnir og eftirlit. „Það er allt fullt
hjá fólki og fyrirtækjum og Mos-
fellsbær er gjörsamlega að kafna í
þessu,“ bætti hann við.
Smári sagði, að best væri að
drepa fluguna með lími með sér-
stöku hormóni, sem laðaði hana að.
„Þær sækja alveg svakalega í
þetta lím.“ sagði hann. „Flugan lif-
ir við kjöraðstæður núna, í svona
miklum hita og þessu rakastigi,
þannig að hún nær að fjölga sér
mjög hratt. Hún er óvenju kvik og
erfitt að ná henni.“
Smári sagði, að húsflugan væri
óþverrameindýr. Hún væri með
sograna, sem þýddi að hún hrækti
í mat sem hún settist á til að mýkja
hann svo hún gæti sogið hann upp.
Svo skiti hún í hann áður en hún
flygi. Á löppunum væri hún með
sogskálar, þannig að hún flytti með
sér alls konar skít og bakteríur,
þar sem hún kæmi víða við. Fólki
væri skiljanlega illa við hana.
Smári sagði, að geitungarnir
væru einnig komnir af stað og
væri í fyrra fallinu. Hann kvaðst
hafa verið að enda við að taka bú í
mandarínustærð, með 5–10
geitungum. ■
Héraðsdómur:
Kona dæmd
fyrir líkamsárás
Ævisaga Bills
Clinton komin út
Bók fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur vakið deilur milli stuðnings-
manna hans og andstæðinga. Sumir telja hugsanlegt að bókin hafi áhrif
á forsetakosningarnar í nóvember.
FRÁ BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR
Bókin kom út hér á landi á sama tíma og í útgáfulöndunum.
Annir hjá meindýraeyðum:
Húsflugan að drepa allt og alla
MEINDÝRAEYÐIR
Meindýraeyðirinn þarf að fást við ýmislegt, jafnvel húsflugur, sem ætla allt lifandi að
drepa þessa dagana.