Fréttablaðið - 23.06.2004, Síða 38

Fréttablaðið - 23.06.2004, Síða 38
Leikkonan Vilborg Halldórsdóttir var ósátt eftir helgina þegar hún komst að því að óprúttinn einstak- lingur hafði gert sér lítið fyrir og rænt hengirúmi úr garðinum hennar. „Ég var nýbúin að kaupa mér mjög fallegt hengirúm á Ítal- íu. Það er handofið og hvítt á lit- inn og mér fannst einstaklega skemmtilegt að liggja í því í hlýja veðrinu með góða bók,“ segir Vil- borg en hengirúmið fékk aðeins að standa í garðinum hennar í viku. „Það er leiðinlegt ef hlutirn- ir fá ekki að vera á sínum stað og ég trúi ekki að það þurfi að hlekkja allt garðdótið við trén í garðinum eða taka það allt inn á kvöldin til að það fái að vera í friði.“ Vilborgar skorar á þann sem hefur tekið hengirúm hennar í misgripum eða „fengið það að láni“ að skila því aftur í réttan garð. „Mér þykir líklegt að þarna hafi verið á ferðinni fólk sem var að koma úr partíi. Ef einhver hefur vaknað með hengirúmið við hliðina á sér eftir helgina eða ef einhver veit hvar hengirúmið er niður komið væri ég afskaplega glöð ef því yrði skilað aftur til mín. Nú er hægt að fá hengirúm í búðum úti um allan bæ og ég mæli með því að fólk versli fremur þar en í görðum annarra.“ Vill fá hengirúmið til baka 30 23. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR „Við förum á slóðir skáldsins og leyfum fortíðinni að lifna við,“ seg- ir leikkonan Guðrún Ásmundsdótt- ir, en síðastliðin þrjú sumur hefur hún skipulagt feikivinsælar ferðir á slóð skáldsins og lögfræðingsins Einars Benediktssonar. „Við byrj- um í Höfða klukkan tíu um morgun- inn en Einar keypti húsið árið 1913. Þarna voru kampavínsár skáldsins og til að endurvekja stemninguna sem ríkti í Höfða á tímum Einars segjum við sögur og bjóðum upp á kampavín í safni Sigurjóns Ólafssonar.“ Frá Höfða liggur leiðin til Krýsuvíkur þar sem kveikt er á kertum í kirkjunni á staðnum. „Þegar ég byrjaði að skipuleggja ferðirnar benti Árni Bergmann mér á bókina, Þegar sálin fer á kreik, eftir sagnfræðinginn Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur. Sú saga segir frá Sigurveigu Guð- mundsdóttur sem fæddist árið 1910 og lifir góðu lífi enn. Hún er stórkostleg persóna sem hefur mikið yndi á ljóðum Einars Ben og fór á sínum tíma í heimsókn til skáldsins í fylgd Kristínar systur hans. Í Krýsuvíkurkirkjunni verð- ur Sigurveig í aðalhlutverki í túlk- un leikkonunnar Ástu Sighvats Ólafsdóttur,“ segir Guðrún, en í ferðinni glæða, auk hennar og Ástu, leikararnir Ólafur Þór Jóhannesson og Margrét Ákadótt- ir lífi í þær persónur sem lifðu á tímum Einars Ben. „Við förum líka til Herdísarvík- ur og þar verður bakkelsi að hætti Hlínar Johnson, sambýliskonu Ein- ars, en þær Herdís Tryggvadóttir og Aðalheiður Ólafsdóttir hafa veg og vanda að veitingunum. Með bakkelsinu bjóðum við upp á ís- lenskt brennivín því Hlín Johnson lagði það í vana sinn að bjóða upp á heimabrugg í sínu húsi. Að lokum förum við í Strandakirkju þar sem Ólafur Þór fer í hlutverk prestsins og við flytjum þar í sameiningu ljóð Einars, Messan á Mosfellsbæ.“ Birgir Matthíasson, bóndi og eiginmaður Guðrúnar, er eigandi Ferðar og sögu, fyrirtækisins sem stendur að ferðinni. „Við höfum haft afskaplega gaman af þessum dagsferðum. Í þeim finn ég vel að leiklistin á alls ekki bara heima inn í lokuðu leikhúsi því það getur virkað svo sterkt á fólk þegar sög- ur eru sagðar í því umhverfi sem þær tilheyra. Við förum tvær ferðir í ár en það er nú þegar upp- selt í aðra ferðina. Hin ferðin verður farin sunnudaginn 27. júní og allir sem vilja skemmta sér með okkur og fræðast um líf Ein- ar Benediktssonar eru hjartan- lega velkomnir.“ Nánari upplýs- ingar um ferðina er að finna storytrips.com. ■ Á SÖGUSLÓÐUM GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR ■ Hefur staðið fyrir feikivinsælum ferð- um á slóðir Einars Benediktssonar und- anfarin sumur. Í ár fara þrír leikarar með henni í förina og allt verður lagt í púkkið til að endurlífga stemninguna sem ríkti á tímum skáldsins. GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Heimsækir meðal annars Herdís- arvík í geysivinsælum ferðum á slóðir Einars Benediktssonar. VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR Var ekki sátt þegar hún komst að því að forláta hengirúmi hafði verið rænt úr garðinum hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Magadansdísirnar eru í sveiflu úti um allan bæ í sumar. Hópurinn saman stendur af fjórum ungum dísum og þær mynda einn af hinum skapandi sumarhópum Hins Hússins. Í sumar munu þær semja og æfa dansa til að sýna al- menningi víðs vegar um borgina og er tilgangurinn bæði að fræða og skemmta með þessu fallega listformi. Stelpurnar eru allar nemendur í Magadanshúsi Josyar Zareen. Nú hafa Magadans- dísirnar ákveðið að gera víðreist á listasöfn í Reykjavík komandi helgar og verður næsta uppá- koma í Hafnarhúsinu. Gestir listasafna geta því átt von á maga- dansi í bland við myndlist. Auk þess að troða upp á lista- söfnum Reykjavíkur heimsækja Magadansdísirnar félagsheimili aldraðra, spítala, leikskóla, sund- laugar og félagsmiðstöðvar. Dís- irnar halda úti heimasíðu þar sem áhugasamir geta lesið um það sem á magadansdaga þeirra hefur drifið, auk þess sem finna má upplýsingar um hvað sé á döfinni hjá stúlkunum og er slóðin disirnar.blogspot.com. ■ Magadans og myndlist MAGADANSDÍSIRNAR Tróðu upp í Hafnarhúsinu um helgina. Þær halda listasafnaferð sinni áfram næstu helgar. MAGADANSDÍSIRNAR ÆTLA AÐ TROÐA UPP Á MYND- LISTARSÖFNUM REYKJAVÍKUR- BORGAR NÆSTU HELGAR. ■ Auk þess eiga borgarbúar von á því að rekast á þær í miðborginni en þær troða gjarnan upp öllum að óvörum. Einar Ben í réttu umhverfi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.