Fréttablaðið - 25.06.2004, Side 16

Fréttablaðið - 25.06.2004, Side 16
16 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR HÚSBÍLL Í orðsins fyllstu merkingu er hér um einkar athyglisverðan húsbíl að ræða. Hugmynd- ina að þessu húsi á austurrískur arkitekt með ástríðu fyrir bílum. ÍSRAEL Gósentíð er nú hjá fast- eignasölum í Ísrael þar sem mikil aukning hefur orðið á þeim fjölda gyðinga sem flytja búferlum til landsins vegna vaxandi andúðar sem þeir finna fyrir víða í Evrópu. Hefur sala í dýrum hverfum stærri borga rokið upp og eru þess mörg dæmi að ríkir einstak- lingar kaupi sér einbýlishús á góð- um stað fyrir allt að hundrað milljónum króna. „Það virðist engu breyta hvaða gyðinga er um að ræða, hvort þeir eru strangtrúaðir eður ei,“ segir Corrine Davar, einn helsti seljandi lúxusíbúða í landinu. „Mjög margar auðugar fjöl- skyldur eru á höttunum eftir hús- næði, annaðhvort fyrir sig sjálfar eða fyrir unga fólkið sem vill þessa dagana búa hérlendis og ala upp sína eigin fjölskyldu í landi sínu.“ Ásóknin hefur verið það mikil í betri íbúðir og hús að verð hefur hækkað um tugi prósenta á stutt- um tíma. Fasteignamarkaðurinn að öðru leyti er dapur þar sem kreppa hefur ríkt í millistétt landsins og ekki margir aðrir með fé milli handanna. ■ Sjórnarskráin breytir engu fyrir Íslendinga Norska blaðið Fiskaren skýrir frá því að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins geri Íslendingum og Norðmönnum ókleift að ganga þar inn og halda eftir forræði sjávarútvegsmála. Stjórnmálafræðingur segir þetta vitleysu. SJÁVARÚTVEGUR „Það er rangt í þessari frétt að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins geri Íslend- ingum og Norðmönnum ókleift að ganga í sambandið,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmála- fræðingur og sérfræðingur í mál- efnum ESB, vegna fréttar norska blaðsins Fiskaren þess efnis að hvorug þjóðin fengi að halda for- ræði sínu yfir fiskveiðilögsögum sínum ef sótt væri um inngöngu í ESB nú vegna nýrrar stjórnar- skrár sambandsins. „Sé miðað við tillögur Halldórs Ásgrímssonar um að gera miðin við Ísland og Noreg að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameigin- legrar stjórnsýslu breytir þessi nýja stjórnarskrá engu þar um. Það eina sem er að gerast er að inn kemur klausa um að sjávarút- vegur sé á forræði sambandsins en þannig hefur það verið lengi og einungis er verið að staðfesta ríkjandi ástand. Bretar verða nú að gera svo vel og kyngja því enda búið og gert en það er fásinna að segja að þetta loki á möguleika Ís- lands og Noregs enda yrði líklega um sértæka samninga að ræða ef af yrði.“ Fiskeribladet segir augljóst að miðað við hina nýju stjórnaskrá ætli stjórn ESB að miðstýra sjáv- arútvegi en ekki staðbinda slíkt eins og Bretland hafði áður farið fram á. Breskir sjómenn eru afar ósáttir við gang mála enda hafa fiskveiðiheimildir þeirra minnkað jafnt og þétt undanfarin ár og hafa aldrei verið minni en nú. Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, segir stöðu útvegsmanna alveg skýra og hún sé óbreytt frá því sem áður var. „Innganga er algjörlega útilokuð af okkar hálfu ef fara á undir sameiginlega fiskveiðistjórnun enda sýnir dæmið frá Bretlandi allra best hvað það kostar að láta hlut sinn af hendi með þessu móti og sjá svo eftir öllu saman þegar krepp- ir að.“ albert@frettabladid.is ■ ASÍA Barnaföt frá Búlgaríu: Fyrsta fata- verslunin SÚÐAVÍK Fyrsta fataverslunin í Súðavík var opnuð á miðvikudag- inn í síðustu viku. Laufey Frið- riksdóttir og Genka Jordanovic standa að rekstrinum. Þær hafa flutt inn barnaföt frá Búlgaríu í eitt og hálft ár en ákváðu að opna verslun og samnýta húsnæði með hárgreiðslustofu Laufeyjar. „Það vantaði rosalega barna- fataverslun með samkeppnis- hæfu verði við það sem gerist í Reykjavík,“ segir Laufey. Hún segir reksturinn ganga vel og ef viðskiptavinirnir komi ekki til Súðavíkur fari þær til þeirra. „Við höfum verið með fata- markaði, eins og Reykvíkingarn- ir gera oft hér. Fólk hefur verið virkilega ánægt með fötin.“ ■ Mikil eftirspurn eftir lúxushúsnæði í Ísrael: Gyðingar flýja vaxandi andúð í Evrópu HEIM SÆKJA GYÐINGAR Auðjöfrar kaupa nú fasteignir í föðurland- inu sem aldrei fyrr og einbýlishús fara á hundrað milljónir. M YN D /A P Á góðum bíl í fríið með Avis Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Verona kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk Bologna kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk Milano kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk www.avis.is Við gerum betur Ítalía AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn KNÁIR SÚÐVÍKINGAR Við opnun barnafataverslunarinnar í Dek- urhúsinu í Súðavík var haldin tískusýning. LEIÐTOGAR EVRÓPUSAMBANDSINS Samþykktu nýja stjórnarskrá ESB og þurfa nú að selja löndum sínum þær breytingar sem þar koma fram. ANKARA, AP Sprengja sprakk fyrir framan hótelið þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst dvelja er hann sækir Tyrkland heim um helgina. Lögregluþjónn slasaðist alvarlega í sprenging- unni, sem ekki er vitað hver ber ábyrgð á. Bush kemur til höfuðborgar- innar Ankara seint á laugardags- kvöld. Hann mun hitta forseta og forsætisráðherra landsins að máli á sunnudag áður en fundur æðstu yfirmanna NATO hefst í Istanbul á mánudag. Fyrirhugaðri komu Bush til Tyrklands hefur verið mótmælt kröftuglega. Tyrkland: Komu Bush mótmælt MÓTMÆLENDUR Fyrirhuguð koma Bush Bandaríkjaforseta til Tyrklands hefur vakið hörð viðbrögð í landinu. AP /F RÉ TT AB LA Ð IÐ DÝRKEYPT ÓSTUNDVÍSI Flug- maður lítillar einkaflugvélar vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar tvær rússneskar herþotur flugu upp að honum og neyddu hann til að lenda. Maðurinn hafði fengið leyfi til að fljúga inn í rúss- neska lofthelgi frá Mongólíu en var tólf tímum of seint á ferðinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.