Fréttablaðið - 25.06.2004, Side 27

Fréttablaðið - 25.06.2004, Side 27
5FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 Ný gervibrúnkulína: Einstök efni í N˚7 snyrtivörum Nú er komin á markaðinn ný lína gervibrúnkuvara í N˚7 snyrtivörunum frá snyrtivöruframleiðandanum Boots. Þessar gervibrúnkuvörur eru unnar úr einstöku efni sem binst við húð og tollir því betur á andliti og líkama. Vör- urnar eru allar ofnæmisprófaðar. Lín- an inniheldur: Úðabrúsa sem úðast í 360 gráður og því er auðvelt að úða á þá staði líkamans sem erfitt er að ná til, eins og til dæmis bakið. Húðmjólk sem er brún á lit- inn og sýnir því á hvaða fleti er búið að bera. Mjólkin er því mjög góð fyrir óvana. Brúnkuperlur sem gefa útlit eins og eftir sólbað og falla mjög vel að öllum húðlitum. Létta froðu sem er auð- velt að vinna með og gefur góða áferð á líkama og andlit. Andlitsgel sem gefur fallega áferð á andlit. Glitrandi krem sem viðheldur brúnum húðlit eftir sólböð eða gervibrúnku. Kremið er með smá lit í og nærir og bætir húðina. Swatch, eitt fyrirtækja hinna heims- þekktu svissnesku úraframleiðenda, var stofnað upp úr 1980 eftir töluverða lægð á svissneskum úramarkaði. Fljótlega sölsaði fyrirtækið undir sig markaðinn og er móðurfyrirtækið Swatch Group eitt það kraftmesta í úrabransanum í dag. Swatch Group er með fjöldamörg þekkt svissnesk vörumerki á sínum snærum, eins og Omega, Brequet, Balmain, Tissot og fleiri. Það er ekki bara framleiðsla úra sem Swatch Group fæst við heldur hefur fyrirtækið líka séð um tímavörslu á Ólympíuleikunum og mun gera áfram. Swatch leggur sig fram við að vera framúrstefnulegt í hönnun á úrunum sín- um og nýjar línur eru reglulega kynntar. Úrin eru þekkt fyrir að vera sportleg og litrík hversdagsúr, en einnig er fram- leidd „elegant“ lína og barnalína. Nokkur ár er síðan Swatch fór að fram- leiða skartgripi úr nýstárlegu efni eins og nyloni, silíkoni og burstuðu stáli. Skartið er nútímalegt, stílhreint og flott viðbót við Swatch-línuna. ■ Hringir 3.900 kr. Hálsmen 6.900 kr. 6.990 kr. 4.990 kr. 6.990 kr. 8.990 kr. 5.990 kr. 3.990 kr. 3.990 kr. 3.990 kr. 5.990 kr. 7.990 kr. 10.990 kr. 4.990 kr. 6.990 kr. 3.990 kr. 3.990 kr. 3.990 kr. 3.990 kr. Hálsmen 5.900 kr. Eyrnalokkar 2.900 kr. [ Swatch: Ekki bara úr ] Svart passar við margt: Gott að kaupa tvö pör Ef þú finnur svartar buxur eða pils sem passa alveg fullkomlega ættir þú að hugleiða að kaupa meira en eitt par. Svartur upplitast með tímanum en ef þú átt tvö pör af sömu buxunum getur þú skipst á að nota þær þannig að þær slitna síður og endast því lengur. Síðan passar svart við mjög margt þannig að Gott er að kaupa tvö pör af svörtu pilsi sem passar til að auka nota- gildið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.